Vikan - 03.11.1966, Blaðsíða 29
I fullri alvöru
L.M.S. skrifborOiO
er ávalit i ffapapbroddi
Stærð 150X75 cm.
2 54 2 FRAMLEIÐANDI í : NO
HÚSGAGNAMEISTARA-
FÉLAGI REYKJAVÍKUR
Ábyrgðarskírteini Húsgagna-
meistarafélags Reykjavíkur fylg-
ir borðinu.
Einkaumboð:
HÚSGAGNAVERZLUN AUSTURBÆJAR
Skólavörðustíg 16 - Sími 24620 - 23785
Framhald af bls. 2.
með sér á ferðum um landið og
kaupa sér í hæsta lagi innihald í
gosdrykkjaflöskur, sem kosta kr.
20 eða kaffi á hitabrúsa, sem
kostar sama.
En ætli sér einhver að fara að
hætti siðmenntaðra manna og
dveljast í sumarleyfi sínu á ein-
hverju hótela okkar úti á lands-
byggðinni, þá reynist það verða
ódýrara að kaupa flugfar allar
götur suður að Miðjarðarhafi og
fá þar inni í jafn langan tíma.
G.
Vakað yfir safni.
Framhald af bls. 21.
er kölluð Lögbergsrétt. Eitt sumarið
gerðum við vandaða girðingu um
sumarbústaðslandið, s jö strengja
gaddavír vel strengdan. Daginn
eftir að réttað var þetta haust, var
aðkoman þannig við sumarbústað-
inn, að hliðið hafði verið brotið upp
og allt landið innan girðingar var
útsparkað eftir vænan fjórhóp,
lambaspörð og bæli um allt og
nóttúrlega gersamlega uppétinn só
gróður sem nostrað hafði verið við
allt sumarið og sumt lengur, bæði
matarjurtir og skraut. Og það er
sama, hve skæðar garðarollur eru,
þær brjóta ekki upp timburhlið.
Þetta er ekkert einsdæmi. Sumar-
bústaðagirðingar þykja einkar hent-
ug gerði til að geyma í fé yfir nótt.
Vissulega eiga Reykvíkingar í
vandræðum með féð yfir sumarið. í
sumar var eyðilögð fjórgirðing
þeirra í Breiðholtslandi, þar sem nú
þarf að byggja yfir fólk, og þar
féll síðasta vígið. Þeir eiga því
varla í annað hús að venda en
sleppa sauðkindum sínum yfir ná-
grennið. Fyrir um áratug kom ég
þar að um hánótt, sem nokkrir
fjáreigendur úr Reykjavík voru að
handlanga fé sitt af bílpalli inn á
hafraakur bónda eins hér í ná-
grenninu. Og ég hef heyrt að það
sé ekki einsdæmi; þeir fari gjarn-
an með féð á náttarþeli í lokuðum
bílum og sleppi því á girnilega
beitarstaði.
Og núna í haust, þegar Reykja-
víkurféð er komið af fjalli er það
á hrakhólum þar til það fær inni [
sláturhúsinu. Það hefur gengið sér
til beitar á túni borgarinnar hér
inn með Suðurlandsbraut til dæmis,
og krakkar hafa argazt í því og
rekið það fyrir bíla á götunni. Það
er því að öllu samanlögðu ekki
nema von, að Reykjavíkurféð sé
illa þokkað, en samt getur maður
ekki annað en haft samúð með
eigendum þess, þeir leggja á sig
mikið aukaerfiði fyrir ánægjuna af
félagsskap við féð, og þegar maður
sér þá í réttunum leynir sér ekki,
hve vænt þeim þykir um hana Kollu
sína og hana Kápu sína og hann
Dorra sinn, og hvað þeir vasast f
þessu af lífi og sál. Og þetta er
gagnkvæmt, Kolla og Móra og
Dorri koma með silkimjúka snopp-
una og nasa eftir brauði og Dorri
verður vondur og hnullar, ef það
kemur ekki.
Það var kalt á vökunóttina og
blés alls staðar í gegnum bragg-
ann og kabyssan ekki í betra lagi
en svo, að hún sveið spýtur en
vonlaust að láta kol í hana. Enda
lítið um kol;'nú fást þau ekki nema
uppi í Borgarnesi því Kol og salt
er bara orðið salt. Kvenfélagskon-
urnar höfðu skilið okkur eftir kaffi
að vanda og kræsingar. Við Krist-
ján ræddum heimsins gagn og nauð-
synjar fram eftir nóttu,- svo spurði
ég Kristján hvort hann vildi ekki
leggja sig. Nei, hann vildi það
ekki. Hann sagðist vera vangæfur
með svefn og ekki geta sofið annars
staðar en heima hjá sér. Af og frá.
En legg þú þig bara, góði, sagði
hann. Ég lét ekki segja mér það
oft, fór út í bfl og setti hann f
gang og hallaði síðan aftur sætis-
bakinu og gerði flatsæng og þegar
hlýtt var orðið í bílnum drap ég á
honum og sofnaði. Eftir tvo tíma
vaknaði ég aftur og þá var aftur
orðið kalt, ég fór inn í braggann
að vita hvort það væri ylur af
kabyssunni en þar var kaldara en
nokkru sinni fyrr og Kristján sat
í hnipri framan við hana. Ég fór út
aftur og hitaði upp bílinn og Krist-
ján kom og sofnaði.
Það var að birta og morgunninn
var undra faHegur. Rokið hafði
gengið niður og það var komið
stafalogn svo umhverfi vatnsins
stóð á höfði f því og það sló slétt-
um sorta á það hér og hvar. Kinda-
bíll kom með tóman pall ofan frá
Þormóðsdal og renndi út með vatni,
síðan ók hjá rauður Bens af
Hreyfli og f honum voru spariklædd-
ir ungir menn í áköfum samræðum
og hendurnar töluðu líka. Þeir voru
ekki að Ifta eftir sauðkindum. Ég
gekk upp með gerði og fann lamb-
hrút kyrfilega fastan á hornunum í
girðingunni, annars var allt með
__________________
kyrrum kjörum. Mál að hella upp
á aftur og fá sér morgunsopa áð-
ur en réttarfólkið kæmi. Hrepps-
verkstjórinn kom við annan mann
áður en kaffivatnið var heitt, þeir
ætluðu að setja upp pylsusölutjald-
ið fyrir kvenfélagið. Þeir þáðu
kaffi þegar það var tilbúið, þótt
það væri pokabragð úr litlu könn-
unni, og svo fóru þeir að setja
upp tjaldið. Svo kom Kristinn á
Mosfelli, hann hefur verið réttar-
stjóri frá því ég man eftir mér og
líklega tvisvar sinnum það eða
meira, hann var kominn með lúður-
inn sinn því án hans heyrist manns-
rödd illa upp yfir réttakliðinn. Og
þegar Kristinn er kominn, er vök-
unni lokið.
Það leit út fyrir gott veður. Fólk-
ið var farið að þyrpast að og það
myndi verða mikið að gera i bragg-
anum og pylsutjaldinu í dag. Nú
er ekki lengur aðalsport krakkanna
að þekkja sundur sýlt og rifað, bita
og fjöður, heldur kneifa gos og éta
pylsur. Þeir eru meira að segja
44. tbi. VIKAN 29