Vikan - 03.11.1966, Blaðsíða 32
Nýtt !
Modess
BLUE SHIELD
BLUE SIIIELD — örþunn blá himna úr plastefni,
falin undir mjúku yfirborði sérhvers nýs
MODESS bindis, býður yður áður óþekkt öryggi.
Bláa himnan er rakaþétt og heldur MODESS
bindinu öruggu að neðan og á hliðunum. Jafnframt
þessu heldur nýja MODESS betur í sér raka,
vegna þess, að bláa himnan, undir mjúku yfirborði
bindisins, gerir fulla nýtingu rakapúðans mögulega.
MODESS BLUE SHIELD hefur nýja lögun—
V-myndaða lögun, sem gerir það svo auðvelt og
þægilegt í notkun. Aldrei áður hefur bindi
verið gert svo öruggt og þægilegt.
ÓKEYPIS MODESS BELTI í hverjum pakka.
(^vtwwwi J^otvmon
STJÖ RNUSPÁ*$fc
Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl): • B Þér líður ekki mjög vel .eitthvað hefur skert sjálfs- R traust þitt. í rauninni ættirðu ekki að hafast mikið fl að, reyndu að hafa það notalegt heima hjá þér og fl gefðu þér tíma til að vera til.
Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí): Þú ert mjög upptekinn af nýrri hugmynd sem reyn- H ist þér til mikilla heilla. Þú tekur að nema hluti fl sem þú hefur lengi haft áhuga á að kynna þér. Þú g færð óvænta gjöf, langt að. 1
ff Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní): Þú kemst í kynni við mann sem er mjög umsetinn n og skaltu varast að umgangast hann of mikið. Þú H veldur einhverri persónu afbrýðisemi og gerir hún R þér mikinn óleik, Eyddu, kvöldunum heima hjá þér. fl
Krabbamerkið (22. júní — 23. jú!í): Þú verður fyrir svikum sem gera þig ráðþrota um stund og fara nokkuð illa með tíma þinn. Farðu að öllu með gát síðari hluti vikunnar, það getur verið aö þú fallir í gildru.
§»r Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ógúst): Það ber nokkuð á eyðslusemi hjá þér og er ekki víst að þú gerir þér grein fyrir hve mikið fé er far- ið, vegna þess að þetta «ru allt smáar fjárhæðir. Þú hittir gamlan kunningja.
Meyjarmerkið (24. ógúst — 23. september): Þú átt mjög annríkt, en störf þín verða tilbreytinga- rík og lifandi. Þú reynir nýjar leiðir sem gefast vel. Eyddu frístundunum sem mest við áhugamál þín. Gríptu tækifæri sem býðst á laugardag.
Vogarmerkið (24. september — 23. október): Varastu eigingirni, ’p;.0 kemur harðar niSur á þínum nánustu en þú gerir þér grein fyrir. Vikan verður einkar heilladrjúg ungu fólki. Hætta er á að þú gleymir einhverju sem kemur sér illa fyrir þig.
Drekamerkið (24. október — 22. nóvember): Nokkrir atburðir verða þess valdandi að þú færð nýjan skilning á nokkru sem skeði á síðasta ári og gerði þig mjög spyrjandi, en þú hefur ekki fengið skýringar á. Nágranni þinn reynist mjög hjálplegur.
íLs rr^ Bogamannsmerkið (23. nóvember — 21. des.): Þú átt skemmtilega viku í vændum sem færir þér eitthvað ógleymanlegt og ómetanlegt. Þú hefur tek- ið miklum framförum á því sviði sem þú hefur lagt þig mest fram við. HeiJlatala er fimm.
£ Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar); Þú færð verkefni sem þú hefur mikinn áhuga á og brennur í skinninu eftir að fást við, en sennilega verðurðu' að hafna því. Láttu ekki mótlætið buga þig, þú ert nógu sterkur til að byrja á nýjan Jeik.
Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar)- Þú ætlast til of mikils af fjölskyldu þinni. Reyndu að vera meira sjálfsbjarga og koma ekki þínum skyldustörfum á aðra. Reyndu að setja þig í spor þeirra sem i kringum þig eru.
Fiskamerkið (20. febrúar 20. marz): Eldri kona er mjög dugleg að koma þér í gott álit meðal samstarfsmanna sinna og muntu njóta góðs af því síðar. Þú ert fremur ánægður með sjálfan þig og tilveruna, en gættu þess að lofa ekki of miklu. -
32 VIKAN 44' tw-