Vikan - 03.11.1966, Side 36
Fullkomnasta
trésmíOaverksfaeðlS
á minsta gölttletl
fyrir heimili, skóla og verkstœði
Hln fiölhæfa 8-11
verkefna trésmlðavél:
Bandsög, rennibekkur,
hjólsög, frœsari, band-
slípa, diskslípa, smergel-
skífa og útsögunarsög.
Fóanlegir fylgihlutir:
Afréttari þykktarhefill
og borbarki.
verkfœri & járnvörur h.f.
Tryggvagötu 10. — Slmar 15815 og 23185.
— Eruð þér það?
Hún slær um sig með einsat-
kvæðisorðum, stuttorðum spurning-
um.
— En kæra barn, þér hljótið að
skilja ....
Það liggur við, að hún umhverf-
ist frammi fyrir mér. Allt I einu
hrynur brynjan af henni, öll þessi
brosandi, vingiarnlega, prúða
framkoma. Og þá, skyndilega,
verð ég ofurlítið hrædd. Ekki við
að missa Tore — heldur við hana.
Tilfinningarnar hafa tekið af henni
ráðin, og það er aldrei að vita,
hverju fólk í slíku ástandi getur
tekið upp á. Að glata svona algjör-
lega stillingu sinni og sjálfsvirðingu,
að þjóta svona upp ....
— Kallið mig ekki ,,kæra barn"!
(Drottinn minn, nú held ég, að
hún sé að herma eftir mér! Heldur
betur yfirdrifið og með þessu nef-
h!jóði, sem ég hef svo sannarlega
ekki).
— Og hvað hlýt ég að skilja?
Það eruð þér, sem skuluð skilja —
Tore elskar mig, og ég elska hann,
og við ætlum að gifta okkur, og
við eigum von á barni saman, og
hann er búinn að biðja um skiln-
að, og hvers vegna eruð þér þá að
koma . ?
En hvað þetta er innilega hvers-
dagslegt. Haldið þið ekki, að
stúlkukindin fari líka að tala um
ást. Annað vantaði nú bara. Við
elskum hvort annað — hugljúft!
Tore, elska einhvern.
Tore, sem getur ekki elskað.
Tore, sem eingöngu hefur'lifað fyr-
ir embættisframa sinn, og nú held-
ur stú.lkukindin, að hann varpi hon-
um frá sér, hennar vegna. Hætti á
að komast í slúðurdálka blaðanna,
leysi upp dýrmæta heimilið sitt, af-
sali sér mér — vegna einnar stelpu-
skjátu. Tore, sem er tilfinninga-
kaldur.'Tore, sem hefur elskað mig
— án þess að elska. En sú endemis
vitleysa, og að hann hafi verið að
þvæla þetta við stúlkuna um að
— Stúlka min, Tore mun ekki
skilja. En ég skal lofa yður, að
við munum koma vel fram gagn-
vart barninu, við höfum aldrei
skorazt undan því að gera það,
sem okkur ber. En á hinn bóginn
verðið þér líka að lofa að halda
stranglega leyndu ...
— Þetta með barnið gleður Tore.
Því hann segir, að það sé barnið,
sem hafi fengið hann til að taka
ákvörðun. Hafið þér í rauninni
nokkra hugmynd um tilfinningar
Tores? Hvað hann hugsar og hverj-
ar tilfinningar hans er? Haldið þér,
að hann sé einhver leikbrúða, sem
þér hafið dregið upp, og sem á
helzt að dansa algjörlega eftir yð-
ar pípu? Þið hafið búið saman í
fimmtán ár, og samt vitið þér ekki
nokkurn skapaðan hrærandi hlut.
Veit ég ekki? Það er þér Iíklega
eins hollt, stúlka mín, að vera ekki
of fróð um það, sem ég veit. Þvf
þá hrynja allar skýjaborgirnar
þínar eins og spilaborg, sem blásið
er á, og þú stendur eftir með fram-
settan kviðinn og grátbiður okk-
ur ....
— Eitt er það, sem ég hafði ekki
hugsað mér að skýra yður frá —
þetta er ekki í fyrsta skipti, sem
Tore lendir í svona löguðu. Og læt-
ur mig um að bjarga málunum. En
ég geri það af fúsum vilja — vegna
hjónabands okkar. Hvers vegna
haldið þér, að það verði öðruvísi
einmitt hjá yður?
— Eg trúi ekki því sem þér segið.
Og ég vil pkki heyra eitt orð í við-
bót. Nú verðið þér að fara. Eg vil
ekki heyra meira. Verið þér svo
væn að fara núna.
Vesalings stúlkan.
En þetta er sjálfsskaparvfti hjá
henni. En hve hún sýnist óþroskuð
af tuttugu og þriggja ára mann-
eskju að vera. Þrjózkulega barna-
leg. Og Tore ætti að afsala sér ....
Hlægilegt.
Og seinna, þegar hún situr eftir
digur og framsett, alein, sú verður
víst jafn borubrött þá.
Nú grætur hún. Og var svo ör-
ugg fyrir skammri stundu. Eg elska
Tore, Tore elskar mig, fái ég hann
ekki . . .
Nei, hvað sem öðru líður, er hún
af þeirri gerðinni, sem spjarar sig
undir svona kringumstæðum. Með
okkar hjálp auðvitað. Tore skal svo
sannarlega ekki hlaupast frá þessu
með skottið á milli lappanna.
— Gefið þér honum eftir skiln-
að? Samþykkið þér það — án málö-
reksturs og svoleiðis?
Nú er heima, dóttir hirðdómar-
ans ætti að samþykkja skilnað —
án málareksturs og svoleiðis. En
málfarið. Eins og hjá krakka. Stúlku-
kindin, hún veit víst varla, hvað
skilnaður raunverulega er, hvað þá
meira.
Sumarbústaðinn, húsið, börnin
tek ég. Ef svo ótrúlega fer. En auð-
vitað fer það ekki svo. Þetta er
ekki í fyrsta skiptið.
í kvöld ætla ég að tala við Tore.
Ég ætla að matbúa handa honum
kjúkling með einhverju góðu víni.
Ég ætla að kveikja á kertum og
hafa damaskdúkinn á borðinu.
Brjóta munnþurrkurnar upp á
veizlumáta. í fjólubláum lit, e.t.v.
Nei, það er of dapurlegt. Ég nota
rautt. Ég læt börnin vera á fótum,
þangað til hann kemur. Sfðan borð-
um við kvöldverðinn tvö ein.
Og í kvöld skal hann fá að elska
mig.
Dey ríkur, dey glaSur.
Framhaíd af bls. 19.
— Ekki venjuiega', hann er góð-
ur að slást.
— Craig Iíka, másaði Naxos. —
Hann var í Special Boat Service.
Þeir kenndu honum vel.
— Það er langt síðan, sagði
Craig. — Það er mesta furða hvað
maður man.
— Eins og að hjóla, sagði Naxos.
— Þetta var mikið högg John,
óheiðarlegt líka.
— Ef ég hef ekki rangt við, tapa
ég alltaf, sagði Craig.
36 VIKAN 44- t«.