Vikan


Vikan - 03.11.1966, Síða 37

Vikan - 03.11.1966, Síða 37
 —i ■ i SKARTGRIPIR um —i i SIGMAR & PÁLMI Hverfisgötu 16A, sími 21355 ________ __________________ i Tavel stundi og brosið hvarf af Naxosi; gretta færðist yfir andlit- ið. — Eg sagði honum það síðast — ekki frekari slagsmál við vini mína. Gesti, já — vini, nei. Svo hvarf grettan. — O, andskotinn hafi það, hann tapaði, var það ekki? Craig néri auman kviðinn, þakk- látur yfir harða vöðvana, sem höfðu dregið úr högginu. — Kannske hann kunni ekki glögg skil á mismuninum, sagði Craig. Mér þætti fróðlegt að vita, hvort ég hef gert þetta sannfærandi hugsaði hann. Ekkert iúdó, ekkert carate, aðeins barsmíðin, sem manni er kennd á kommandónám- skeiðum. Greifinn kunni það allt líka. En hann drekkur of mikið. Hann er vandmeðfarinn. Og til hvers var annars þessi æfing? Til að gá, hvort ég tæki á móti? Að komast að því hvað ég kynni? að gera mig óvirkan? Naxos tók upp símann og hringdi á lækninn, snéri sér síðan að Craig. — Mér þykir afar fyrir þessu, John, sagði hann. — Eg hélt í raun og sannleika, að hann væri kom- inn yfir þetta. Philippa sat í stólnum og renndi höndunum yfir silkiáklæðið, tók upp lausan þráð. — Hann sló þig Kka, sagði Philippa. — Er allt í lagi með þig? — Já, sagði Craig. Hann leit á Swyven, sem kraup við hlið Travels, og var að baða enni hans með servlettu, sem hann hafði dýft í ísfötuna. — Það er allt í lagi með mig. Meðan enginn fær þá hugmynd að ég sé sekur, af því að ég lét hann ekki slá mig niður,- — Hann er vinur minn, sagði Swyven. — Eg hef áhyggjur af hon- um. — Það var rétt hjá þér, sagði Craig og snéri sér að Píu. — Komstu honum til þess arna? — Auðvitað ekki, sagði Pia. — Hann er ekki minn vinur. Swyven varð sár á svip. — Hann er bara ómerkilegur gáttagæir. —■ Glugga, sagði Craig. — Gluggagægir. — Gátta, glugga, ég er feginn að þú lamdir hann, sagði Pia. Svo kom læknirinn inn, leit snöggt á Philippu áður en hann kraup yfir Tavel. 9. kafli. Þegar Craig kom inn í klefann, sneri hann sér þegar í stað að tösk- unni. Einhver hafði fundið falska botninn, það bar ekki á öðru. Hann tók upp byssuna og rannsakaði hana varlega, stykki fyrir stykki. Skrúfan, sem hélt skotpinnanum, hafði verið fjarlægð. Hann leit á magaslnin. Þau voru tóm. Aðeins hnífurinn var ósnertur. Tavel hefði orðið betur ágengt, ef hann hefði haldið á kúlunum í hendinni. Tavel hafði brotið á sér hnúa, hlotið mar á hálsinn og ákafan höfuðverk og hann átti það allt saman skilið, en sem bandamaður óvinanna var hann óskýranlegur. Sömuleiðis Swyven. Hann var líkamlegur heig- ull. Og Swyven hafði verið hræddur löngu áður en slagsmálin hófust. Hann vissi að þeirra var von. Og einhver hafði sviðsett afsökun fyr- ir slagsmálunum — hina þekktu ákefð Tavels og hæfileika til slags- mála. Einhver hafði einnig haft ástæðu fyrir sviðsetningunni, það var greinilegt. Það varð að ryðja Craig úr vegi, áður en snekkjan næði Feneyjum. Hann velti því fyr- ir sér, hver maðurinn bak við þessa trúða væri. Tækni hans var Ijóm- andi — að bera Tavel og Swyven fram á diski — og ef til vill Piu líka? Láta þau halda Craig önn- um köfnum, meðan hann, sá ó- þekkti, gæti unnið ótruflaður. Eini ágalli hans var að hann hafði yfir- drifið þetta ofurlítið. Hann var of vandvirkur. Hann hugsaði um þráðinn, sem Philippa hafði tekið upp af stóln- um — svartan bómullarþráð af rauðu silkiáklæði. Stólnum, sem Tavel hafði setið í. Stól Naxosar. Þráðinn, sem Craig hafði sett yfir lásinn á herbergisdyrum sínum. Það leit út fyrir að hann væri klókari í húsrannsóknum, en því að slá fyrrverandi sjómenn niður. Og Nax- os hafði aðeins staðið hjá og hleg- ið. Naxosi fannst þetta fyndið, ef til vill var þetta svo. Craig hefði langað að hlægja líka, en hann fann til í maganum þegar hann hló. Hann vaknaði næsta mogun og fann að hann var frægur. Fólkið, sem Naxos hafði í kringum sig hafði enga andúð á Tavel. Það var ekkert hrifið aí Craig heldur, en Craig hafði unnið og það gerði Hverjir eru kostirnir? Laugaveg 176 — Símar 20440 — 20441. SÖLUUMBOÐ UM ALLT LAND. REYKJAVlK: HÚSPRÝÐI H.F. Ekki þarf að bíða eftir að forþvotti Ijúki, til þess að geta sett sápuna í fyrir hreinþvottinn. Að loknum hreinþvotti bætir vélin á sig köldu vatni (skolun úr volgu) og hlifir þannig dælubúnaði við ofhitun. Sparneytnar á straum (2,25 kwst.) Afköst: 5 kg. af þurrum þvotti. Ryðfrltt stál. Forþvottur Hreinþvottur, 95° C. 4 skolanir, þeytivindur á milli og siðan stöðugt í 3 mín. eftir siðustu skolun. Sérvöl fyrir viðkvæm efni, gerfiefni og ull. Forþvottur eingöngu ef óskað er. 2 völ fyrir hreinþvott. Hæð: 85 cm. Breidd: 60 cm. Dýpt: 57,5 cm. LAVAMAT „nova D", LAVAMAT „regina", TURNAMAT. BRJEÐURNIR ORMSSON H.F. .............. 7 7 ■ ' — 77 44. tbi. VIKAN 37

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.