Vikan - 03.11.1966, Page 41
— Hvar varstu í kvöld? spurði
hún.
— Ég var á plantekrunni, sem
við höfum talað um. Mig langaði
að litast þar svolítið um, áður
en við komum þangað í opin-
bera heimsókn. Ég vissi, að þá
myndi ég ekki sjá neitt.
— Og að hverju hefur þú nú
komizt? spurði hún.
Varir hans drógust saman í
strik.
— Heilmiklu.
— Hvað sástu, Alan?
— Ég sá ástæðuna til þess, að
þau vildu ekki sýna okkur plant-
ekruna í gær. Ég rannsakaði
kortið, sem hr. Pegelos skildi
eftir í matstofunni, svo ég vissi
hvar plantekran var. Hún er ekki
nema um fimm kílómetra héðan,
eftir þjóðveginum. Ég stytti mér
leið gegn um frumskóginn. Þeg-
ar ég kom þangað, sá ég að eitt-
hvað var að gerast. Vörubílar
voru fyrir framan húsið og hóp-
ur kúlía vann við kastljós við
að hlaða þá og í myrkrinu tók
enginn eftir því, að ég laumaði
mér í þeirra hóp. Einn verk-
stjóranna lét mig meira að segja
hafa launin mín. Hann hló og
hringlaði í nokkrum smápening-
um í buznavasanum.
— Hvað var það, sem þið sett-
uð á vörubílana?
— Vopn og skotfæri. Heil-
miklar birgðir. Hún sat þögul
um stund.
— Drottinn minn! Hvert fóru
þeir með það?
— Það er það, sem ég vildi
helzt komast að. Ég ætlaði að
klöngrast upp á einn vörubílinn
og fara með, en ég sá að einn
verkstjóranna glápti svo undar-
lega á mig og fiktaði við skamm-
byssuna sína. Hann var að fá
einhvern grun. Svo mér fannst
bezt að hverfa inn í frumskóg-
inn aftur.
— Ég er glöð yfir, að þú
skyldir gera það. Hún fann aft-
ur til hræðslunnar.
— Já, það sem ég hef komizt
að, hefði ekki orðið neinum til
gleði, ef ég væri dauður. Ótti
hennar jókst.
— Þú — þú teflir vonandi ekki
mikið á tvær hættur? Rödd
hennar skalf lítið eitt.
— Vertu ekki hrædd. Ég vil
ekki deyja, ef ég kemst hjá því.
Ég vil mjög ógjarnan skilja þig
eina eftir í þessu úlfagreni.
— Það var orðið bjart. Sólin
var komin upp og skein gegn-
um gluggatjöldin. Hann hló
hjartanlega.
— Ástin mín, farðu nú og
líttu á þig í speglinum.
Nú sagði hann „ástin mín“
aftur, en í léttum tón. Madeline
hafði einnig notað þetta ávarp
hvað eftir annað.
Hún fór í sloppinn sinn og
gekk að speglinum. Svo fór hún
einnig að hlæja. Brúni liturinn
hafði smitað af andliti hans, og
það voru dökkar klessur í hárinu.
— Drottinn minn dýri! En það
útlit! Hann stóð fyrir aftan hana
og horfði á spegilmynd hennar.
— í sannleika sagt, sagði hann,
— hef ég aldrei séð þig yndis-
legri. Það var ekki annað að
heyra en honum væri alvara.
Hann snerist snögglega á hæl.
— Ég verð að fara inn í bað-
herbergið og ná þessu af mér.
Komandi dagar liðu án þess
að nokkuð gerðist. John Man-
tesa var burtu mest allan daginn.
Fay var mikinn hluta tímans
inni hjá Sonyu, nuddaði fætur
hennar, hjálpaði henni með æf-
ingarnar og hvatti hana til að
ganga. Henni fannst gaman að
geta hjálpað barninu, en var
einnig þökk í því, að vinnan
stytti henni stundir, svo hún gat
við og við gleymt hræðslu sinni
og áhyggjum. Sonya hafði þegar
flutt mikið af ást sinni á Eve
yfir á Fay. Það kom ekki til
fleiri árekstra við Önnu.
Fay dvaldi meira í barnaher-
berginu, en hún hefði gert und-
ir venjulegum kringumstæðum,
en hún hafði á tilfinningunni, að
hún væri ekki velkomin á ver-
öndinni, og þessi tilfinning
hrelldi hana mjög. Alan sat
mestan hluta dagsins úti á for-
sælli veröndinni, reykti og las
í vikublöðum, eða þá að hann
sötraði drykkinn, sem Sheba bar
honum. Hún virtist álíta það að-
alverkefni sitt að stytta honum
stundir. Og Fay hafði það á til-
finningunni, að það væri hún
sjálf, sem væri þriðja hjól á
þessum vagni. Þegar Fay nálg-
aðist, þagnaði samtalið alltaf,
eða þá að Sheba sagði með
kuldalegu brosi:
— Þér verðið sannarlega að
fyrirgefa mér, Farnsworth liðs-
foringi, ég gleymi því stöðugt,
að þér og konan yðar eru á brúð-
kaupsferð. En ég vona að þér
að minnsta kosti fyrirgefið mér,
sagði hún og brosti beint inn
í augu hans. Nokkrum dögum
seinna, þegar þau voru alein á
herberginu sínu, sagði Fay við
Alan:
— Ef ég væri í raun og veru
konan þín, myndi ég kyrkja
þessa konu. Hún hagar sér eins
og hún ætti þig. Hann var að
bursta hár sitt, en sneri sér við
og brosti:
— Afbrýðissöm, vina mín?
Það fauk strax í hana.
— Auðvitað er ég ekki af-
brýðissöm. Hversvegna ætti ég
að vera það? Við vitum bæði,
hvernig stendur á okkar ferðum.
En ég held, að það sé ekki heppi-
legt, að þú gefir henni svona
undir fótinn. Þegar allt kemur
til alls, á að líta út fyrir að við
séum nýgift.
— Heldur þú, að ég sé að gef-
ast upp?
— Nei, ég held bara, að þegar
þú daðrar svona opinskátt við
frú Mantesa, verði sjónarspilið
ekki eins sannfærandi.
Hann yppti öxlum.
Jólasveinarnir eru komnir í
glugga Rammagerðarinnar. —
Nú er rétti tíminn að velja
jólagjafirnar fyrir vini og ætt-
ingja erlendis.
Islenzkir munir í mjög miklu
úrvali.
SENDUM UM. ALLAN HEIM.
Gjörið svo vel að líta inn.
Rammagerðin — Hafnarstræti 17,
--------------------- Hafnarstræti 5,
---------------------Hótel Loftleiðir,
—-------------------- Hótel Saga.
Valini viflir -
VíiéI vinna
Smíðum húsgögn og innréttingar í
banka, verzlanir, skrifstofur, sjúkra-
hús, íbúðir og fleira.
Leitið tilboða.
Hiálmar Þorsteinsson 8 co li.f.
• Klapparstíg 28 — Sími 11956.
44. tbi. VIKAN 41