Vikan - 03.11.1966, Qupperneq 44
Ronson
HARÞURRKA HEIMILANNA
EINKAUMBOÐ:
I. GUÐMUNDSSON & CO. H.F. REYKJAVlK
voru saman. Henni var smám
saman orðin plága að fara inn
í svefnherbergið á kvöldin. Það
var næstum verra nú en í fyrsta
skipti, sem hún svaf í sama her-
bergi og hann.
Hann hafði sagt henni, að hann
hefði kysst hana eingöngu vegna
þess að hann væri maður. Ör-
ugglega átti þessi skýring einn-
ig þátt í því, hve hún var reið.
Þó var þetta miklu sennilegri
skýring en sú, að hann laðaðist
að henni, svo ekki væri talað um,
að hann væri ástfanginn af henni.
Ástfanginn af henni! Hún hló
með sjálfri sér að tilhugsuninni.
En síðan þessi atburður gerðist,
hafði hann verið ennþá form-
legri í samskiptum sínum við
hana.
Hann svaraði henni með þolin-
mæði, sem næstum gerði hana
enn örvæntingarfyllri, en ef
hann hefði ávítað hana.
— Ég hef komizt að heil-
miklu. í raun og veru meiru
en ég hafði vonað á svona stutt-
um tíma. Eins og þú veizt, hef
ég aðeins haft nóttina til um-
ráða.
Já, það vissi hún. Aðeins
nokkra stutta klukkutíma . en
þeir höfðu einnig verið langir.
Allt of marga hræðilega langa
klukkutíma hafði hún legið
glaðvakandi og beðið þess, að
hann kæmi heill á húfi til baka.
Hún svaf aldrei. Hún lá og beið
eftir því að myrkrið viki fyrir
perlugrárri döguninni. Þegar
hún svo loksins heyrði, að hann
klöngraðist inn um gluggann,
lét hún sem hún svæfi, og þegar
hún heyrði hann sýsla í baðher-
berginu, sofnaði hún, örmagna
en hamingjusöm. Hann var kom-
inn aftur. En hún hélt áfram að
spyrja hann eins og hún væri
knúin af innri rödd:
— Að hverju hefurðu þá kom-
izt?
— Nú veit ég hvar vopnabúrið
er. Það er í gamla pakkhúsinu,
sem við ókum framhjá á leið-
inni hingað. Það er vörður um
það dag og nótt.
— En hvernig uppgötvaðirðu
það?
— Ég synti yfir flóann. Það
er enginn vörður þeim megin.
Undir pakkhúsinu er lending-
arbryggja fyrir litla flutninga-
báta. Og þarna geyma þeir vopn
og skotfæri.
— En þeir gætu hafa náð í
þig. Hann yppti öxlum.
— Já, ég varð samt að tefla
á þá hættu.
— Til hvers ætla þeir að nota
þessi vopn og skotfæri? Hann
hikaði aðeins.
— Ég held að kommúnista-
skæruliðarnir ætli að leggja hér-
aðið hér undir sig, og bæta því
við það, sem þeir hafa þegar náð.
Þú heyrðir athugasemd Jung-
mans um að hann skyldi leggja
til nauðsynlega menn? Og í
pakkhúsinu eru nauðsynleg
vopn.
LIIÍJU
LILJU
LI LUU
LUU
LILJU BINDI
ERU BETRI
Fást í næstu búð
44 VIKAN 44- »1.