Vikan


Vikan - 03.11.1966, Blaðsíða 45

Vikan - 03.11.1966, Blaðsíða 45
Gólfklæðning frá DLW er heimskunn gæðavara. GÓLFDÚKAR GÓLFFLÍSAR GÓLFTEPPI við allra hæfi. Munið merkið er trygging yðar fyrir beztu fáanlegri gólfklæðningu. Deutsche Linoleum Werke AG r Notifl pað bezta 9-V-A HAR- SPRAY - i aerosol- brúsum Kr. 78/ 9-V-A HÁR- SPRAY - plastflöskum Kr. 39/ QDHÐSIIKaupið 16 oz' UlHHIIi stærðina. ISLENZK-AMERISKA Verzlunarfólagið H/F • Aðalltraall 9, Simi -17011 V j — Úr því þú hefur komizt að öllu þessu, er það þá ekki nóg? Geturðu ekki sagt hernaðaryfir- völdunum það sem þú veizt, og þá geta þau látið til skarar skríða? Þeir gætu sent herstyrk í héraðið. Hann hristi höfuðið og sagði: — Og hvað þá? Ef það yrði sent herlið hingað núna, færi öll áætlunin í hundana. Þeir gætu aðeins lagt undir sig vopna- búrið, en það hefur ekki svo mikla þýðingu. Skæruliðarnir væru kyrrir í herstöðvum sínum uppi í fjöllunum, og við værum ekki nær því að ná Kali-war en við vorum, þegar ég kom hingað. — Er þá svo nauðsynlegt að gera Kali-war að engu? — Yfirmenn mínir eru vissir um, að þegar við náum honum, munu skæruliðasveitirnar hér á Malakkaskaga verða að engu. Og ef þú vilt vita það, þá er ein- mitt mitt að ná honum. Það var grafarþögn í herberginu. — Heldur þú, að Jungman sé Kali-war, — og hvernig kemur Mantesa inn í þetta allt? Alan svaraði engu, en klóraði sér á nefinu. - Ég er ekki alveg viss um það. Kannske er hann aðeins þeirra megin til að fá að vera í friði, en kannske er hann flækt- ur dýpra í málið. Ég verð einn- ig að komast að því, áður en við förum héðan. — Heldur þú, að Jungman sé Kali-war? endurtók hún. —- Ef til vill, en hann getur einnig verið einhver af trúnað- armönnum Kali-wars. Hvert eitt af þessum átta andlitum, getur verið Kali-war. — Hvað ætlarðu þá að gera? Hann gretti sig. — Ef ég vissi það, væri ég mjög hamingjusamur maður, Fay. Um kvöldið þegar Lo var að bera þeim drykkina, kastaði John Mantesa bréfi í kjöltu Fay. — Það var rétt í þessu að koma flugvél frá Singapore. Með henni voru bréf og blöð. Drott- inn minn, það verður dásam- legt, þegar pósturinn kemur aft- ur á eðlilegan hátt. Að lesa göm- ul dagblöð er eins og að éta ber síðan í fyrrasumar. — Hefur nokkuð sérstakt gerzt í Singapore, spurði Sheba. — Verðbréfamarkaðurinn hef- ur fallið aftur. Það er kominn nýr lögreglustjóri. Og — ójá, nýi næturklúbburinn, The Plantation, hefur brunnið til kaldra kola. — The Plantation? Hann var aðeins byggður fyrir fáeinum mánuðum, sagði Sheba. Hann kinkaði kolli. — Já, það lítur út fyrir að það hafi verið kveikt í honum. Kannske hafa hinir klúbbarnir ekki kært sig um samkeppnina, eða þá að ölvaður gestur hefur 44. tbh VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.