Vikan


Vikan - 09.03.1967, Side 7

Vikan - 09.03.1967, Side 7
Fyrsta fflokks ffrá FÖNIX KÆLISKÁPAR - FRYSTISKÁPAR - FRYSTIKISTUR KÆLING er aðferðin, þegar gcyma á matvæli stnttan tíma. Þetta vita allir og enginn vill vera án kæliskápi. FRYSTING, þ. e. djúpfrysting við a. m. k. 18 stiga frost, er auðveldasta og bezta aðferðin, þegar geyma á mat- væli langan tíma. Æ fleiri gera sér ljós þægindln við að eiga frysti: fjölbreyttari, ódýrarí og betrl mat, mögu- leikana á því að búa \ haginn með matargerð og bakstri frant í tímann, færrt spor og skemmri' tíma til lnnkanpa — því að „ég á það í frystinum". Við bjóðum yður 5 stærðir ATLAS kæliskápa, 80— 180 cm háa. Allir, nema sá minnsti, liafa djúpfrysti- hólf, þrír með hinni snjöllu „3ja þrepa froststillingu", sem gerir það möguiegt að lialda miklu frosti í frystihólfinu, án þess að frjósi neðantil i skápnum; en einum er skipt í tvo hluta, sem hvor hefur sjálf- stæða ytri hurð, kæli að ofan með sér kuldastillingu og alsjálfvirka þiðingu, en frysti að neðan með clgin l.nnfreinur getið þér valið um 3 stærðir ATLAS frystlklsta ng 2 stærðir ATLAS frystiskápa I.oks má nefna hina glæsilegu ATLAS vlðar-kæliskápa 1 herbergi og stofur. Þér getið valið um viðartcgundir og 2 stærðir, með eða án vínskáps. Munið ATLAS einkennin: * Glæsilegt og stílhreint, nýtízku útlit. ■ír Fullkomin nýting geymslurýmisins með vand- aðri markvissri innréttingu. ☆ Innbyggingarmöguleikar með sérstökum Atl- asbúnaði. ☆ Sambyggingarmöguieikar (kæliskápur ofon á frystiskáp), þegar gólfrými er Iftið. A Færanleg hurð fyrir hægri eða vinstri opnun. A Hljóð, létt og þétt segullæsing og möguleikar á fótopnun * 5 ára ábyrgð á kerfi og traust þjónusta. froststilltngu. málshátt um veðrið, en gleymdi honum. Viitu vera svo góð að segja mér, hvort til er einhver annar jafn algengur þeim er ég nefndi. Málsháttur sá sem þú nefndir mun einna algengastur um þetta efni, en fleiri eru til. í þeirri ágætu bók, sem „íslenzkir máls- hættir“ heitir og þeir Bjarni Vil- hjálmsson og Óskar Halldórsson tóku saman> eru þessir veður- málshættir nefndir að auki: Skjótt skipast veður í lofti. — Enginn getur sagt fyrir sjö daga veður. — Vandséð er veður að morgni. Brigðult er veður þó blítt sýnist. - Saman liggja veð- ur og óveður. — Það mætist oft kalt veður og kollhetta. Oft mætist krankt veður og koll- hetta. — Að kveldi skal veður lofa. — Ekki versnar veður, þó vondur lofi. Verður svalt, þá veðri er breytt. — Það er alltaf gott veður, þegar logn er. HVORT ERTU STRÁKUR EÐA STELPA? Kæri póstur! Ég er 14 ára og verð 15 í marz. Svo er mál með vexti, að mig hefur alltaf langað til að kom- ast í bréfasamband við jafnaldra úti, helzt í Danmörku. Getur þú hjálpað mér í þessu. Ef ekki, hvert á ég að snúa mér. S 007. Ps. Hvernig er skriftin. Hvað heitir sá sem les öll bréfin. Sami S 007. Es. Er ég strákur eða stelpa? Til þess að komast í bréfasam- bönd við Dani, er sennilega ekki verra en hvað annað að skrifa til einhverra af dönsku blöðun- um, sem að staðaldri birta nöfn þeirra, er óska eftir bréfavið- skiptum, t.d. Hjemmet, Guten- bergshus, Köbenhavn. Skriftin er ekki falleg en fremur læsileg. Bréfin til póstsins les sá, sem í það sinnið svarar þeim, en þrír menn hér á ritstjórn blaðsins skiptast á um það. Er ég stelpa eða strákur? spyrðu. Skriftin bendir eindregið til þess að þú sért strákur. LESTRARTEFNI FYRIR BÖRN Akureyri, 3/2 ‘67. Kæra Vika! Mér þykir gaman að lesa þig, en það vantar eitt, það eru smá- sögur eða framhaldssögur handa börnum. Ég er 12 ára og mig vantar smá- eða framhaldssögur við mitt hæfi. Svo þakka ég allt gamalt og gott, bæ. Lára-X-Z-5. ES. Hvað þýðir PS? Hvernig er hrafnasparkið? L.-X-Z-5. Flest börn á þínum aldri hafa nóg með að lesa skólabækurnar að vetrinum og að sumrinu hafa þau öðrum hnöppum að hneppa en að lesa. Svo við búumst tæp- Iega við því að framhaldssögur fyrir börn verði innleiddar. Ann- að mál er með eittlivað styttra. Við sjáum hvað setur með það. Ekki trúum við því að ,>bæ“ þyki góð íslenzka eða heppileg kveðja heima hjá þér á Akureyri, nema Akureyringar ætli að verða eins duglegir að tileinka sér enskuna og dönskuna hér fyrr meir. Von- andi ekki. PS þýðir nákvæmlega það sama og ES, sem þú hnýtir sjálf aftan við bréfið, þ.e. post scriptum eða eftirskrift. TRÚ Á FÓLKIÐ Kæra Vika. Um daginn var í fullri alvöru pistill eftir einhvern SH um sam- skot handa þeim, sem bágt eiga. Hann heldur því fram, að fólk, sem misst hefur allt sitt, eigi erfitt með að taka við gjöfum, sem fólk gefur af góðum huga til hjálpar meðbræðrum sínum. Ég vil aðeins gera athugasemd við þessa þvælu, því ég og mitt fólk misstum allt okkar í elds- voða fyrir nokkrum árum og ekki áttum við í erfiðleikum með að þiggja það sem safnaS var saman handa okkur. Ég held meira að segja, að við höfum öll orðið betri menn af því, það gaf okkur trúna á fólkið í landinu, góðsemi þess og hjálpsemi. Og án þess hjálpar hefði róðurinn orðið okkur bæði þungur óg erf- iður og óvíst, að við hefðum get- að haldið hópinn sem fjölskylda, ef hjálpin hefði ekki komið til, örugglega ættum við minnsta kosti ekki þak yfir höfuðið aft- ur án hennar. Með beztu kveðju. > Ó. Har. Þið hafið, vænti ég, samt tryggt nýja húsið og innbúið? Um allt þetta fáið þér frekari upplýs- ingar, með þvl að koma og skoða, skrifa eða útfylla úrklippuna, og mun- um við leggja okkur fram um góða af- greiðslu. — Sendum um allt land. FÖNIX SÍMI 24420. SUÐURGATA 10. RVlK. Sendið undirrit. ATLAS myndalista og nákvæmar upplýsingar. m.a. um verð og greiðsluskilmála. Nafn:.......... ............................................................... Heimilisfang: .................................................................

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.