Vikan


Vikan - 09.03.1967, Síða 16

Vikan - 09.03.1967, Síða 16
HÝ FRflMHALDSSAGfl wffl m :■••■■• Hún andvarpaði og gaf sig minningunum á vald. Eftir nokkur and- artök laumaðist barnið burtu. Hún þurfti að minnsta kosti ekki að ótt- ast um hann. Charles-Henri du Plessis, sonur marskálksins, guðsson- ur konungsins, yrði sviptur arfi vegna ávirðinga móður sinnar, en sá eldri, hinn stolti Florimond, sem borinn var löglegur erfingi greif- ans af Toulouse, af virðulegri ætt og meiri auði en allir Plessisarnir samanlagðir, voru ekki örlög hans óviss og óvirðuleg, eins og væri hann óskilgetinn? Hún var varla fyrr komin til Plessis, en hún reyndi að hafa samband við hann. Með miklum erfiðismunum, röddin næstum hvísl af þreytu, hafði hún lesið Maitre Molines fyrir bréf til bróður hennar, föður dé Sancé, af reglu Jesúíta. Hún vissi ekki, að bréf hennar hafði vakið tortryggni Montadours kapteins. Þar sem hann var heldur menntun- arsnauður, hafði hann látið yfirliðsforingjann lesa bréfið fyrir sig og siðan, til að vera ekki einn um ábyrgðina, hafði hann sent bréfið til Monsieur de Marillac. Engu að síður hafði það náð leiðarenda, því Angelique hafði nú fengið svar frá bróður sínum. 1 fyrsta lagi fræddist hún um það, að faðir de Sancé hafði fengið fyrirmæli frá konunginum um að halda hinum unga Florimond de Morens í skóla hjá sér, þar til hans hágöfgi þætti tilhlýðilegt að senda hann aftur til móður sinnar. Faðir de Sancé var fyililega sammála konunginum, sem óskaði aðeins að vernda hvern sinn minnsta þegn. Og Florimond var enginn akkur í því að komast aftur undir áhrif koiiu, hverrar hegðun hafði reynzt í senn vanþakklát og fljótfærnisleg. Hún yrði fyrst að sýna iðrunarmerki og vinna aftur hylli konungsins, áður en hún sæi son sinn og væri þannig hætt að vera honum óvið- eigandi fyrirmynd um uppreisnarhug og ábyrgðarleysi, það væri miklu betra fyrir tólf ára dreng að vera í skóla, heldur en flækjast um með móður sinni, sem alltaf hefði reynzt duttlungarfull og óáreiðanleg. Hann var nú að komast á þroskaárin. Frændi hans viðurkenndi að hann væri mjög vel gefinn, hvað námið snerti, en hann væri latur og erfitt að skilja vað hann hugsaði, þrátt fyrir að á ytra borðinu virtist hann fremur opinn. Fengi hann aðhald, gæti hann orðið góður liðsforingi. Reymond de Sancé klykkti út með nokkrum vel völdum orðum, sem komu upp um beiskar tiifinningar hans. Hann var þreyttur, sagði hann, af þvi að bera sífellt á herðum sér þungan af glappaskotum bræðra sinna og systra, af því að vera seint og snemma sá eini, sem gerði nokkuð til að bjarga nafni Sancé de Monteioup frá konunglegri vanþóknun. En hvernig væri hægt að komast hjá þvi að kalla yfir sig reiði hans hágöfgi, þegar maðlur neyfldist til árið út og árið inn að koma fram_ fyrir hönd óróaseggja, sem gerðu sig seka um óknytti, sem attu sér ekkert likt, nema ef vera skysldi þeirra eigin ótrúlaga abyrgðarleysi. Fjölmargar alvarlegar ákúrur og áföil höfðu ekki meg»- að að koma vitinu fyrir Angelique. Hafði hann ekki hvað eftir annað varað hana, Gontran, Eenis og Albert við? En því miður! Til hvers voru prédikanir og varnaðarorð? Þeirra villta, ótamda blóð hafði alltaf 16 VTKAN 10-tw- talað hærra, og sá dagur kæmi, að hann gæfist upp að berjast fyrir þeim. Þetta svar vakti andstyggð Angelique meira en nokkru sinni fyrr. Svo það átti að halda Florimond frá henni. Hneykslanlegt! Fiorimond, munaðarleysinginn, átti heima hjá henni og aðeins henni. Hún þarfn- aðist vináttu hans og félagsskapar. Það var eina áþreifanlega sönnunin um ástina, sem hún hafði glat- að, að Florimond og Cantor, eldri synir hennar tveir, voru orðnir henni mjög nánir, síðan hún fór i ferðina til Miðjarðarhafsins. Henni fannst hún hafa endurunnið ást Cantors með því að fylgja 'honum eftir, með sinni brjálæðislegu leit, með því að deila leyndum draumi litla sveinsins. Látni drengurinn og móðir hans höfðu látið lokkast af sömu beitu, voru orðin samherjar. Síðan fannst henni hann ekki vera henni eins fjarlægur, að dauða hafið, sem aðskildi þau, væri ekki eins raunverulegt. En hún þarfnaðist Florimonds, eldri drengsins, með andlitið, sem minnti hana æ meira á gamalkunna drætti, sem mistur tímans var tekið að má. Hún endurlas bréfið með máttvana reiði, svo fór hún að hugsa um ásakanir bróður sins. Hversvegna beindi hann nú orð- um sínum gagnvart allri fjölskyldunni? Hversvegna sakaði hann ekki Angelique eina um allt, sem aflaga fór, eins og hann var vanur9 Þeg- ar Þau voru börn, hafði allt verið Angelique að kenna, en að þessu sinni talaði hann í fleirtölu. Hún hugsaði mikið um þetta. Eitt af því, sem Monsieur de Marillac hafði sagt skaut. upp kollinum: — Óhlýðni fjölskyldu ....... margir fjölskyldumeðlimirnir hafa gert mér alvarlegan miska .......... eða eitthvað i þá áttina. Hún mundi ekki nákvæmlega orðin, því þegar þau voru lesin fyrir hana, hafði hún ekki tekið sérlega vel eftir. Það var aðeins þegar hún rifjaði þau upp í sambandi við það, sem Ray- mond sagði í bréfi sínu, að hún tók að velta því fyrir sér, hvort hér væri vísað tii einhvers atburðar, sem hún vissi ekki um. Hún var nið- ursokkin í þessa þanka, þegar þjónn kom og sagði henni að de Sancé de Monteloup barón, óskaði að hitta hana. 4. KAFLI Faðir Angelique de Sancé barón hafði dáið árið áður, veturinn áð- ur en hún fór t.il Marseilles, svo þegar henni var tilkynnt, að kominn væri maður að heimsækja hana með þessu nafni, settist hún upp og trúði ekki sínum eigin eyrum. Maðurinn, sem kom í gegnum dyrnar var mjög líkur föður hennar, klæddur í brún föt með þykk, aurug stígvél á fótum. Hún horfði á hann koma nær og þekkti þegar í stað þegjandalegt og alvarlegt fas Sancé bræðranna. Var þetta einn af bræðrum hennar, ef til vill Gontran? Nei Denis. — E’rt þetta þú, Denis? — Sæl, svaraði hann. Þegar hún fór, hafði hann verið hermaður i góðri stöðu í herdeild, s^m hafði búðir skammt frá Farís. Allt i einu var hann hér, sveita- aðalsmaður með itunglamalegt göngulag og áhyggjufullan svip Armands baróns Hann fitlaði ofurlitið óstyrkur við faldinn á skikkjunni sinni. — Ég er kominn samkvæmt skipun frá Monsieur de Marillac, lands- stjóranum í héraðinu. , — Það er greinilegt að enginn í þessari fjolskyldu gerir neitt leng- ur öðruvísi en samkvæmt skipunum .... En skemmtilegt! — Jæja, þetta eru nú óþægilegar kringumstæður. — Hvað er á seyði? „ , , . . , — Þú spyrð að því, þú, sem hefur haft alla logreglu landsins a eftir þér, og varst flutt heim aftur eins og glæpamaður. Allt landið talar ekki um annað! — Jjá, ég veit það. En hvað annað er á seyði? Denis lét fallast í stól. — Já, það er satt, þú veizt það ekki. Monsieur de Manllac sendi mig tu þess’ að hjálpa til að koma einhverju viti inn í kollinn á þér, eins og hann sagði. Og þessvegna'er ég hér. — En hversvegna? , , __ Vertu ekki svona óþolinmóð. Þú færð að vita það nógu fljótt. Fjölskylda okkar hefur orðið fyrir vanvirðu. Ó, Angelique, hversvegna fórstu? __ Ég trúi því ekki að þeir hafi farrið að ráðast á fjölskyldu mína bara af því ég fór til annarra landa án þess að biðja konunginn um leyfið? __ Nei, það er ekki einfaldlega vegna þess. En án þess að þú hafir verið hér. Þetta gerðist allt fáeinum mánuðum eftir að þú fórst. Eng- inn vissi nákvæmlega hversvegna þú hafðir farið, og konungurinn var i hræðilegu skapi. Ég hafði svo sem ekki of miklar áhyggjur af því. Ég sagði við sjálfan mig: — Angelique hefur komið sér út úr fjöld- anum öllum af slæmum klípum áður. Ef hún gerir eitthvert axarskaft, er hún nógu falleg til að geta komið því i samt lag aftur. Ég skal við- urkenna, að Það eina sem ég hafði nokkrar áhyggjur af, var Það að ég vissi ekki hvar ég átti að nálgast þig til að fá lánaða peninga. Ég ákvað semsé að kaupa stöðu, sem var laus í liði varðliðanna í Versöl- um. Ég treysti á þína hjálp og þína peninga. Þegar samningarnir voru komnir vel á skrið, fór ég að hitta Albert, Því ég vissi, að hann hafði nokkur áhrif við hirð Monsieurs. Það reyndist snjöll hugmynd, þvi ég komst að því, að bróðir okkar er orðinn all vel stæður. Hann sagði mér að Monsieur væri stórhrifinn af honum og jysi á hann alls- konar gjöfum: peningum, stöðum, og loks tekjum af stóra klaustrinu i Nieul. Það var nokkuð, sem Albert hafði unnið markvisst að um langan tíma. Og nú áleit hann sig kominn á græna grein það sem eftir væri ævinnar. Hann hafði vel efni á því að láta mig hafa nokkur hundruð liwes. Ég var aðeins fátækur hermaður, sem hafði hvorki útlit né gáfur til að komast áfram. Ég þurfti ekki að tala mikið um fyrir honum, og ég gat keypt stöðuna. Ég flutti inn í Versali. Það var glæsilegt þar í kringum okkur liðsforingjana, en erfitt: Stöðugar skrautsýningar fyrir konunginn, en við héldum samt góð samkvæmi og höfðum hirðina og fjárhættuspilið. Bn það var líka ýmislegt fleira, sem mér fannst ekki eins gaman að, en sem við urðum of oft að sinna; við urðum að berja niður öll merki um uppreisn meðal stein- smiðanna og verkamannanna — þú manst, vænti ég, að það var verið að byggja mikið í Versölum á þessum tíma? — Ég man það. , Tilbreytingarlaus rödd unga mannsins rifjaði upp gleymd svið, haa hrauka af höggnum steinum, vinnupalla eins og vefi utan um tvær álmur hallarinnar, sem verið var að stækka, stöðugur niðurinn í mönn- um að verki, sem fylgdi hirðmönnunum eftir, jafnvel þótt þeir færu út í fjarstu hluta garðanna: hróp, hamarshögg, marr í vögnum, glamur í skóflum — grúi af verkamönnum. Það var rangt að knýja verkamennina áfram með valdi ems og þeir væru i her. Þeir uröu að búa á staðnum, og þeim var ekki leyft að heimsækja fjölskyldu sína af ótta við, að þeir kæmu ekki aftur, ef þeim væri leyft að fara í burtu. Aður en langt um leið var mikil óa- nægja tekin að grípa um sig. Þetta versnaði yfir sumarið, þegar kóng- urinn tók að búa til. tjörn í skógarjaðrinum. Það var ofsalega heitt. Moskítóflugurnar frá fenjamýrinni komu og mennirnir íengu hitasótt. Þeir dóu eins og flugur. Við hjálpuðum til að grafa þá og svo einn daginn ..... Denis lýsti uppreisn verkamannanna. Verkstjórunum hafði veriö kastað út af vinnupöllunum, hópar af mönnum með verkfæri í hönd- unum höfðu flykkzt um blómabeðin og myrt hallarverðina miskunnar- laust. Sem betúr fór, var herdeild á skrautsýningu á Palace d’Armes. Hermennirnir lögðu þegar i stað til atlögu. Það tók tvær klukku- stundir að kæfa niður uppreisnina; tvær klukkustundir af múskettu- hita, ofan á bakandi sólarhitann undir haturshrópum og andlátsstun- um. Angagreyin voru reknir eins og geitur upp á sína eigin vinnupalla og köstuðu þaðan stærðar steinum niður á hermennina fyrir neðan, sem dóu eins og lýs undir nögl. En músketturnar voru i góðum höndum, og áður en íangt um leið, var hvit mölin i Versalagarðinum krök af líkum. Madame de Montespan og fylgdarlið hennar hafði horft á þetta, dauðskelfd, af suðursvölunum. Að lokum gáfust verkamennirnir upp. Næsta dag i dögun hafði verið farið með formenn þeirra út í skógarjaðarinn á móti höllinni, rétt hjá nýju tjörninni og Þar átti að hengja þá. Þegar verið var að smeygja snörunum um hálsana á þeim, þekkti Denis meðal þeirra Gontran bróð- ur sinn! Gontran de Sancé de Monteloup með æðisgenginn glampa I augum, rifin föt slett málningu og blóði, hendurnar siggrónar og skemmdar af sýrum. Gontran! Denis æpti: — Ekki hann! Hann hafði kastað sér fyrir _ framan eldri bróður sinn og verndaði líkama hans með sinum. Þeir gátu ekki gert þau helgispjöll að hengja de Sancé de Monteloup. Mennirnir héldu að hann væri genginn af göflunum. Furðulegt stríðn- is og þreytubros lék um andlit Gontran. Þeir höfðu farið að sækja ofurstann. Með miklum erfiðismunum reyndi Denis andstuttur að útskýra fyrir honum, að þessi uppreisnar- Framhald á bls. 33. 10. tbi. VIKAN 17

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.