Vikan


Vikan - 09.03.1967, Side 26

Vikan - 09.03.1967, Side 26
 DAIIBIFORSETA inu var O’Donnell í símanum og talaði við Roy Kellermann, háttsettan leyniþjónustumann. í öðrum síma liafði Keller- man samband við leyniþjónustumennina Forest Sorrels og Winston Lawson, sem staðsettir voru í Dallas. Þeir voru á Love-flugvelli með bílþakið. Átti að setja það á? Ken spurði hvernig útlitið væri í Dallas, og Roy flutti spurninguna á- fram. Yeðurstofan hafði gefið óljós svör og í blaðinu News var spáð rigningu, en Sorrels hafði á tilfinningunni að vind- urinn myndi hlása óveðrinu austureftir. „Hafið þakið ekki á, ef það verður hjartviðri og ekki rigning“, sagði O’Donnell. Síðan báðu þeir allir hænar. En ekki lengi. Meðan þeir 0‘Donnell og O’Brien biðu Yarboroughs framan við hótehð, glórðu þeir áliyggjufullir i skýin, en fljótlega fór að lifna yfir þeim. í fjarlægð kom appelsínugul ljósrák í augsýn. O’DonnelI varp öndinni. „Loftbólan“ yrði þá ekki höfð á bílnum. O’Brien veifaði til hans og sagði. „Veður fyrir Kennedy.“ Bílalestin, sem flytja átti ferðafólkið úl á Carswell-her- flugvöllinn, var tilbúin. Blaðamannavagnarnir höfðu fyllzt snemma, því enginn fréttamaður vildi missa af hrottför Ralph Yarhoroughs. Yarborough skálmaði út og var í þung- um þöngum. O’Brien skauzt til hans. „Yið mælumst til þess að þér endurskoðið afstöðu yðar, senator“, hóf hann máls. „Forsetinn yrði mjög ánægður ef þér ækjuð með varaforsetanum.“ Yarborougli var í þann veg- inn að hrista höfuðið neitándi. O’Brien gaut augunum rann- sakandi til blaðamannavagnanna. Hann sagði snöggt: „Þeir hafa gætur á okkur. Þetta er stóra fréttin þeirra.“ Senatorinn nam staðar og hóf máls: „Ég skal með ánægju tala við þá um hve vinsæll forsetinn er, Larry.“ Hann leit upp. Þetta dugði ekki. Larry varð ekki þokað. „Sjáðu nú til“, sagði Yarborough. „Ég gef út tilkynningu.“ Larry svaraði óþolinmóður: „Þótl svo að skýrslan yðar yrði tíu þúsund orð, hefði hún ekki eins mikil áhrif og þér sjálfur í bíl varaforsetans.“ Útundan sér sá hann Johnsonhjónin koma út úr hótelinu. Klukkan var fjörutíu mínútur yfir tíu. Þau voru reiðubúin til brottferðar. Þá gafst Yarborough upp, alveg óvænt. „Nú jæja, ef þetta er svona mikilvægt“, hóf hann máls og það var undirgefni í rómnum. „Það er það“, tók O’Brien fram i fyrir honum. Hann sneri sér að .Tohnson og sagði lágt: „Senatorinn ekur með yður og frú Johnson.“ „Gotl“, svaraði varaforsetinn á lægri nótunum. Nú skeði broslegt smáatvik. O’Brien fylgdi senatornum og varaforsétahjónunum að bílnum. Yarborough settist aft- an við bílstjórann, Lady Bird í miðið og Lyndon til hægri. Einmitt þegar Larry ætlaði að loka bíldyrunum Yarboroughs megin, kom verðandi áhrifamaður í landsnefndinni hinum megin að bilnum með Nellie Connally (konu ríkisstjórans) í fylgd með sér. Fimm manna Lincolninn, sem flytja átti for- setann út á flugvöllinn, rúmaði aðeins Kennedyhjónin, ríkis- stjórann og þá Kellerman og Greer frá leyniþjónustunni. Ríkisstjórafrúin varð þvi að fara með einhverjum hil öðrum. Landsnefndarmanninum fannst þá eðlilegt að hún fengi far með varaforsetanum og tók til við að ýta henni inn í aftursætið við hlið Johnsons. En aftursætið rúmaði aðeins þrjá farþega. Ef varaforsetinn og frú Johnson færðu sig til svo að frú Connally fengi sæti, færi ekki hjá því að Yar- borough yrði ýtt út hinum megin. Hann ætlaði guðsfeginn að grípa þetta tækifæri, sem hann taldi sem af himnum sent, og fór að mjaka sér út úr sætinu i áttina að gangstéttinni. Larry hugsaði bitur: Þar byrjar sama þvargið aftur. 1 örvæntingu ákvað hann að beita líkamsafli. Senatorinn komst ekki upp á gangstétt- 26 VIKAN 10- tbl- ina, því þegar hann laut áfram til að stíga út úr bílnum, rákust breiðar axlir hans á þreknar mjaðmir Larrys. Jafn- framt veifaði O’Brien hendinni ofsalega til landsnefndar- mannsins, sem skildi hvað á spýtunni héklc. Án nokkurrar skýringar — enda var engin skýring liugsanleg við slíkar kringumstæður — dró hann Nellie út og ýtti lienni inn i fram- sætið. Þar var ríkisstjórafrúnni, sem eklci vissi sitt rjúkandi ráð, holað niður á milli bílsljórans, sem var lögreglumaður, og öryggisvarðarins Rufusar Youngblood. Á Love-flugvelli í Dallas höfðu víðtækar öryggisráðstaf- anir verið gerðar. Vopnaðir lögreglumenn stóðu á hverjum húsmæni austan við flugvöllinn, og roskinn öryggisvörður með hauksandlit var að flæma ljósmyndara út fyrir varð- hringinn. En Jim Swindal, flugmaðurinn, gat ekki betur séð en þessi mannsöfnuður væri eins og hver annar múgur, sem kominn væri lil að hrópa viva. Séð úr flugmannssæt- inu virtist honum fólldð dæmigerðir Texanar, reiðubúnir að heilsa forsetanum með meiri hávaða en nokkrir liöfðu gei t siðan i San Anlonio. Svo einfalt var þetla nú ekki. öll San Antonio hafði fagn- að forsetanum. Fólkið, sem hauð liann velkominn til Dallas, tilheyrði einskonar neðanjarðarhreyfingu á staðnum. Frjáls- lyndir Daílasbúar slóðu sig sem sómdi hjartaprúðum drengj- um og fylktu þétt, hæði á vellinum og meðfram veginum, sern ákveðinn hafði verið fyrir bílalestina. Nokkrir skóla- skróparar héldu á lofti bandaríska fánanum og sýndu jafn- vel þá hugdirfsku að hefja á loft horða mcð áletruninni: Við elskum Jack. Og lílill negradrengur veifaði pappa- spjaldi sem hripað var á: Hooray for JFK. Þeim frjálslyndu í Dallas lék mjög hugur á að heilsa Kennedy með meira fjölmenni og liávaða en gert hafði verið i Houston og Fort Worth. Sú staðreynd að þeir höfðu beðið ósigur í kosning- um i borginni, voru einangraðir af meirihlutanum og fyrir- litnir af voldugustu mönnum borgarinnar hafði hleypt í þá sérstökum eldmóði. En rödd þessa múgs var ekki rödd Dallashorgar. Henry Gonzalez, þingmaðurinn frjálslyndi, tók eftir því að sumir hyrjuðu að veifa, en hætlu svo við það og horfðu hræðslu- lega um öxl. Opinbera móttökunefndin, skipuð tólf mönnuin, sýndi hið rétta andlit borgarinnar. Enginn fulltrúi frá verkalýðs- samtökunum var þar á meðal, og mátti það undarlegt heita þegar verið var að laka á móti forseta úr flokki démókrata. Verkalýðssamtökin á staðnum höfðu verið áfjáð í að taka ])átt i liátíðahöldunum, bæði á flugvellinum og við hádegis- verðinn, en eftir nokkra ónotalega árekstra við repúblík- ana og hægri-demókrata, sem höfðu yfirtökin i móttöku- nefndinni, gáfust þau upp. Nefndin, sem nú beið eftir for- setanum, samanstóð af níu repúhlikönum, tveimur dixí- krötum (íhaldssömum suðurríkjademókrötum) og einum frjálslyndum demókrata, Barefoot Sanders. í samræmi við þetta var talið hcppilegra að Connally, en ekki forsetinn, heilsaði 'móttökunefndinni fyrstur. Þetta var bi-ot á reglum, en nefndin var nú ómótmælanlega skipuð mönnum, sem hann hafði sjálfur samvizkusamlega valið, og hann var ekki síður hollur þeim en þeir lionum. Kcnned}7 gat elcki unnið Dallas. Hinn demókratíski ríkis- stjóri var hins vegar lietja staðarins. Kennedy steig út á efsta þrep stigans og skimaði píreyg- ur yfir mannfjöldann. Frú Kennedy kom fram að lilið hans og „neðanjarðarhreyfingin“ öskraði af velþóknun. Við neðri enda stigans höfðu .Tohnsonhjónin beðið þolinmóð i fimm mínútur. í fjórða skiptið á varla tuttugu og fjórum klukku-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.