Vikan - 09.03.1967, Page 27
slundum átlu þau nú að bjóða Kennedyhjónin velkomin
með sínu blíðasta gaman-að-þið-komuð látbragði, og báðum
hjónunum fannst aðstaðan svolítið hjákátleg. Þar á ofan
áttu þau að ganga i gegnum þetta tvisvar í viðliót þennan
dag, á Bergstrom-herflugvelli nálægt Austin og við búgarð
Jolmsons. Lyndon leil upp til Jackie og yppti öxlum kími-
leitur vegna iiins fjarstæðukennda í þessn öllu saman, og
hún liló.
Jafnskjótt og þau liöfðu lieilsazt, hafði varaforsetinn
levst af höndum hlutverk sitt í Dallas. Næst átti liann, sam-
kvæmt áætlun, að koma fram á Bergstrom-flugvelli klukk-
an fimmtán minútur yfir þrjú. Hrópandi manngrúinn hin-
um megin við varðkeðjuna var greinilega hlynntur for-
setanum. Eftir að liafa sýnt sig til málamynda, leiddi vara-
forsetinn Lady Bird að gráa, opna fjögurra dyra bilnum, sem
þau áttu að aka í. Hann var í svo slæmu skapi vegna áfram-
haldandi illdeilna í flokknum á staðnum, að hann skipaði
svo fyrir að bílútvarpið yrði opnað og látið ganga á fullu,
svo að minna heyrðist til múgsins.
Um borð í Aii Force One var George Tliomas að taka tii
föt. Hann lagði á rúmið í klefanum alklæðnað fyrir næsta
viðkomustað, Austin: skyrtu, sokka og létt föt blá. Þá flaug
lionum i hug, að forsetinn yrði þreyttur, þegar hann kæmi
aftur lil flugvélarinnar, svo að hann taldi vel við eiga að
taka til eitthvað, sem minnti hann á kvöldið á búgarðinum,
þar sem Iilé yrði á ræðum og' bátíðlegum innreiðum. IJann
lagði því tvennar kakibuxur við hliðina á skyrtunni, og auk
þess peysu og' sportskyrtu.
Roy Kellerman liélt sig aðeins fáeina þumlunga aftan
við forsetann og renndi vökulum augum yfir andlit og
myndavélar. Blaðamaður af staðnum sagði við fréttamann
frá Washington: „Dallaslögreglan hefur lært sína lexiu. Eft-
ir að Ivennedy fer liéðan, láta þeir engan komast í minna
en líu feta fjarlægð frá honum.“ Þjóðarleiðtoginn héll áfram
göngu sinni meðfram jaðri mannþyrpingarinnar. Ronnie
Dugger, blaðamaður við Texas Observer, skrifaði hjá sér:
„Kennedy er að sýna, að lianri sé ekki hræddur.“
Þegar leið að brottfarartíma bílalestarinnar, liófst ákaf-
ara kapphlaup um sætin en hægt var að telja samboðið svo
virðulegu fólki. Það hafði þær afleiðingar að dr. George
Burkley, einkalæknir forsetans, lenti í vagni aftarlega í lest-
inni. Sjálfs sin vegna var lækninum sama hvar liann sat,
en hann sagði við Evelvn Lincoln, ritara forsetans: „Ég skil
ekki hversvegna þeir geta ekki haft mig i forustubílnum.
Mér væri sama þótt einhver öryggisvörðurinn sæti undir
mér“.
Auðvitað voru sáralitlar líkur til þess að á honum þyrfti
að halda. En þær sáralitlu líkur voru eina ástæðan fyrir
þarveyu dr. Burkleys.
O’Brien hafði gengið að því vísu, að vandamálið varðandi
Yarborough væri leyst. En nú rann allt í einu upp fyrir
honum, að senatorinn hafði ekki vikið að því einu orði að
hann hyggðist aka með varaforsetanum í þetta sinn. 1 sömu
svipan sá O’Brien að Kennedy livessti á Iiann augun og gaut
þeim jafnframt á ])ýðingarfullan hátl í áttina til Yar-
boroughs, sem greinilega var að svipast um eftir einhverj-
um öðrum bil. Larry greip um bandlegg senatorsins, leiddi
hann til sætis við hliðina á Lady Bird og skellti svo aftur
hurðinni. Bílalestin var að komast á hreyfingu.
SJÖUNDI KAFLI
Allan morguninn liöfðu gólflagningarmenn verið að verki
á þeim hluta sjöttu hæðar texönsku skólabókaútgáfunnar,
sem rýmdur hafði verið. Nú var komið að miðdegishlé-
inu. Þá myndu menn fyrst fá sér samlokur og virða síðan
fyrir sér hinn pólitiska sjónleik úti á götunni.
Hugarfar manna í garð bílalestarinnar var mjög mismun-
andi.FIestir starfsmannanna hjáskólabókaútgáfunni voru lit-
ið hrifnir af þeirri óhagganlegu afstöðu, sem forsetinn bafði
tekið með negrunum í jafnréttisbaráttu þeirra. Roy Trúly,
sem ekki taldi að til þess væri ætlazt að kynþættirnir blönd-
uðust, dró siðar i efa að „helmingurinn af strákunum mín-
um iiefði farið út til að horfa á skrúðlestina, ef ekki
hefði verið matartimi.“ Til nánari skýringar sagði liann:
„Burtséð frá niggurunum mínum eru strákarnir íhaldssam-
ir, likt og ég sjálfur — líkt og flestir Texanar.“ En skrúð-
lest er nú einu sinni skrúðlest. Eimmtán mínútum fyrir
tólf notuðu starfsmennirnir báðir hinar fornlegu lyftur
luissins til að komast niður á jarðhæðina. Þegar önnur lyft-
an fór frambjá fimmtu hæð, sá Charles Givens Lee Osxvald
standa við lyftudyrnar og horfa á þá. Þegar þeir voru
fainir, voru efstu liæðirnar mannlausar. í sannleika sagt
var nú efri hluti vöruhússins orðinn dæmi um klassískt leyni-
skyttuhreiður, eins og komizt var að orði af hálfu leyniþjón-
ustunnar.
Samt getur enginn byssumaður verið öruggur um, að ekki
rekist einhver óvænt inn til hans og vitni síðar gegn lionum.
Þetta kom fvrir Oswald. Givens uppgötvaði að hann liafði
gleymt sigarettunum sínum i jakka, sem hann hafði skilið
eftir uppi. IJann fór því upp aftur og hitti Oswald á sjöttu
Iiæð. „Ætlarðu ekki niður, drengur?“ spurði hann steinhissa.
„Það er liðið fram að mat.“ „Nei, herra minn“, svaraði Os-
wald, háttvís eins og' hans var vandi.
Siðan sagði hann. „Lokaðu lyftudyrunum, þegar þú ert
kominn niður.“ Kannsld sagði Iiann þetta til að bægja frá
sér grunsemdum, en hitt er trúlegra, að hann hafi hér verið
að reyna að auðvelda sér flóttaleið. Hann átti við lyftuna í
vesturhluta byggingarinnar, en henni var aðeins liægt að ná
upp þegar dyrunum niðri var lokað. „Ókey“, sagði Givens
og lét hann eiga sig. Oswald var þá einn og hafði meira en
hálftíma til endanlegs undirbúnings aðgerða sinna. Þegar Giv-
ens kom niður, tókst honum ekki að loka lyftudvrunum.
Lyftan var þar ekki. Hún liafði stanzað einhversstaðar ofar.
Givens gekk á brott og hugsaði ekki meira um þetta. Hann
minnir að klukkuna hafi þá vantað fimm minútur i tólf.
Tuttugu minútum síðar stóðu Roy Truly og strákarnir
hans framan við útgáfubygginguna og hlustuðu á drunurn-
ar í bifhjólum, sem nálguðust. Á því andartaki hefði lög-
reglumaður með augun Iijá sér getað breytt stefnu sögunnar,
svo fremi hann hefði hvarflað sjónum um glugga bygging-
arinnar. Því að nú hafði Lee Oswald tekið sér stöðu, og þeir
sein niðri stóðu máttu gcrla sjá hann. Unglingur að nafni
Arnold Rowland, sem var kunnáttumaður um byssur, hafði
beðið niðri ásamt konu sinni siðan klukkan var fjórtán
mínútur vfir tólf. Hann sá móta fvrir Oswald innan við
gluggann og i höndum lians eitthvað, sem lionum sýndist
vera kraftmikill riffill með sjónauka. Oswald hélt annarri
hendi um skeftið en hinrii um hlaupið.
Lögregluforingi einn stóð í aðeins tólf feta fjarlægð frá
Rowland, en piltinum datt aldrei í hug að tala um þetta við
hann. Hann gerði ráð fyrir að Oswald væri þarna til verndar
forsetanum og sagði við konu sína: „Langar þig til að sjá
leyniþjónustumann ?“
„Hvar þá?“ spurði hún.
byggingunni þarna,“ svaraði liann.
Vestan megin við Houston Street höfðu þeir Robert Ed-
10. tbi. vikAN 27