Vikan - 09.03.1967, Blaðsíða 30
«1111
DAUDI FORSETA
að eyra lians og hvíslaði: „Þetta fer allt saman vel; vertu
rólegur.“ En liún trúði ekki eigin orðum. Hún efaðist um að
nokkuð gæti farið vel þaðan af. Um smástund hélt hún að
hann væri þegar dáinn. Svo titraði önnur hönd hans lítillega.
Hún flýtti sér að leggja sína eigin hönd á hana.
Nellie heyrði lágt kjökur frá aftursætinu. .lacqueline
Kennedy var að segja liálfkæfðri röddu. „Hann er dáinn —
þeir hafa drepið hann — ó Jack, ó Jack, ég elska þig.“ Síðan
varð þögn. Því næst heyrðist hálfkæfða röddin á ný. Nellie
og Clint heyrðu til frú Kennedy, en hún heyrði ekki til sjálfr-
ar sín.
Raunveruleikinn birtist lienni í óskýrum leiftrum. Hún
hafði heyrt Kellerman tala í senditækið og furðað sig á því,
live lengi billinn var að komast af stað. Því næst beindist
alliygli hennar fyrst og fremst að höfði manns hennar. Skynj-
un hennar var sem umlukt rauðri þoku.
Ilún kraup yfir mann sinn á eyðilögðu áldæðinu, hélt
örmunum um axlir hans og höfði hans milli lianda sér.
Hið eina, sem nú virtist skipta máli var að reyna að græða
það sár, sem ekki var hægt að græða; hún gat ekki til þess
hugsað að aðrir sæu það sem hún hafði séð.
ÁTTUNDI KAFLI
Ein fyrsta afleiðing þessa hryllilega atburðar varð um lcið
sú, sem hvað mest sveið undan: klofningur meðal þeirra, er
þjónuðu undir forsetaembættið. Þeir trygglyndari syrgðu
Kennedy og gátu ekki í bráðina sætt sig við Lyndon Johnson.
Raunsæismennirnir gengu hinsvegar að valdatöku hans sem
gefnu atriði, sumir af undraverðum fúsleika. Þegar fyrstu
mínúturnar eftir að síðara skotinu var hleypt af, var ágrein-
ingurinn milli hinna tryggu og þeirra raunsæju farinn að
tæta leyniþjónustuna sundur.
Viðbragðsfljótastur raunsæismannanna varð öryggisvörð-
urinn Emory Roberts, sem gerðist fullkominn maður John-
sons meðan hjarta Kennedys sló enn. Roberts sá síðara
skotið hæfa Kennedy í liöfuðið, var sannfærður um að sárið
væri banvænt og dró af því þær ályktanir, er hann taldi
rökréttastar. Sem hver annar lífvörður bar hann í vasanum
bók með reglugerðum, sem meðal annars mæltu svo fyrir
að hann ætti að „vernda forseta Bandarikjanna.“ Þar eð
dauður maður mundi duga skammt sem forseli, hlaut vara-
forsetinn þegar að vera orðinn æðsti leiðtogi þjóðarinnar,
eða það hélt Roberts.
Hann hafði ekki verið nógu fljótur að komast að þessari
niðurstöðu til að stöðva hlaup Clints Hill yfir i forsetabílinn,
en þegar Jack Ready gerði sig líklegan til að fylgja Hill eftir,
lcallaði Roberts: „Farðu ekki, Jack!“ Ready hikaði, en hætli
siðan við að fara. Þegar billinn jók hraðann, sagði Roberts
við BiII Mclntyre, öryggisvörð, sem staðið hafði bakvið Clint
Hill: „Þeir höfðu það af. Þið Bennett snúið ykkur að .Tohnson
jafnskjótt og við stönsum.“
Þegar bíll varaforsetans ók upp að Parkland-sjúkrahúsi,
yfirgnæfði bílútvarpið hávaða annarsstaðar frá. Um skeið
virtist allt á tjá og tundri í útvarpssalnum; húsgögn heyrðust
velta og tæknifræðingar ræðast við, móðursjúklega hvískr-
andi eins og á leiksviði. Að lokum liafði einn þulurinn jafnað
signægilega og tók til máls, lafmóður. Hann var tekinn til við
að skeyta saman þær upplýsingaslitrur, sem borizt höfðu,
eftir nokkurra andartaka algera ringulreið. Hann minntist
ekkert á flugelda. Hann talaði um byssuskot.
Heimild þulsins var blaðamannabill MacKilduffs, sem- var
í lestinni fimmtiu fetum aftar en bill varaforsetans. Fyrr
höfðu fréttaritararnir verið jafnvel enn nær vettvangi at-
30 VIKAN 10-tbl-
burðanna. Eftir að bílalestin var komin framhjá Verzlunar-
miðstöðinni, hafði blaðamannabíllinn dregist afturúr og ók
nú í stórhættulegum beygjum. Bílstjórinn á skilið lirós fyrir
að honum tókst að hakla vagninum á veginum. Það var
nefnilega slegizt af grimrnd í kringum hann.
Merriman Smitli liafði þrifið kalltæki bílsins meðan þeir
voru enn á Elm Street. Fréttastofan hans, UPI i Dallas, heyrði
hann gjamma: „Þremur skolum var skolið á bílalest Kenne-
dys í miðri Dallas.“ Fyrsta fréttatilkynningin var komin á
fjarritann hjá UPI klukkan þrjátíu og fjórar mínútur yf-
ir tólf. Áður en þeir, sem horft höfðu á morðið, voru fyllilega
búnir að átla sig, voru fréttirnar koranar á fleygiferð í
krþigum hnöttinn. Sumum er þannig farið, að þeir trúa öllu
sem þeir lieyra og lesa, og þeir tóku töluna þrír varðandi
skotin undireins mjög liátíðlega. Margir, sem liöfðu verið á
torginu og talið sig heyra aðeins tvo hvelli, leiðréttu síðar
minni sitt.
í bílnum var annar símskeytafréttaritari, Jack Bell frá
AP. Smith var eldri í starfinu og starfsaldur hans hafði
gefið honum forskot að senditækinu, dýrmætasta forskotið,
sem hann liafði fengið siðan hann varð fréttamaður. Þeim
mun lengur sem hann gæti komið í veg fyrir, að Bell næði
sambandi við AP, þeim mun lengra yrði forskot lians sjálfs
— svo að liann talaði áfram. Bell móðgaðist og lieimtaði að
fá að komast að. Smith þokaðist hvergi. Hann lagði álierzlu
á að móttakandi hans í fréttastofunni endurtæki skeytið.
Simalínurnar fyrir ofan gátu hafa truflað útsendingu lians,
liélt liajm fram. Allir í bílnum gátu heyrt klakandi raust
móttakandans hjá UPI.
Skej'tið hafði komizt snurðulaust til skila. Bell, rauður í
framan og öskrandi, reyndi að rífa kalltækið af starfsbróð-
ur sínum. Smith tróð tækinu niður á milli hnjáa sér og sjálf-
um sér undir tækjaborðið, en högg Bells lenlu bæði á bílstjór-
anum og MacKilduff. Það var runninn á liann berserks-
gangui-. Að lokum afhenti Smith starfshróður sínum tækið,
og á sama andartaki rofnaði sambandið.
Ekkert af starfsfólki sjúkrahússins var sýnilcgt, þegar
að því var komið. Kellerman, Sorrels og Lawson litu hver á
annan og voru sem þrumu lostnir. „Útvegið okkur tvenn-
ar börur á hjólum!“ beljaði Roy.
Dallaslögreglan hafði reynt að gera Parkland-sjúkraliúsi
viðvart, en senditæki lögreglunnar voru ekki í fullkomnu
lagi. Þessi mistök, ein af mörgum sem urðu þcnnan dag,
tuttugasta og annan nóvember, skiptu engu máli í harm-
leiknum kringum dauða .Tolnis Kennedy. Hefði hann ekki
verið svo alvarlega særður, hefði þessi truflun á skeyta-
sendingum gefið fullkomið tilefni til málsrannsóknar. Sama
er að segja um þá ákvörðun, að bafa dr. Burklej' í liala
bílalestarinnar. En það var engin von til þess að lifi þjóð-
arleiðtogans yrði bjargað, og þannig hafði það verið síð-
ustu sex mínúturnar. Hefði hann verið einhver annar en
forseti Bandaríkjanna, hefði fyrsti læknirinn, sem tekið
hefði á móti honum á sjúkrahúsinu, skráð DOiA (Dead on
Arrival = dáinn við komu) við nafn hans i dagbókinni.
öndunin var ómerkjanleg. Sjáöldrin voru útþanin og hrevf-
ingarlaus. Heilinn var eyðilagður.
Nellie Connally var komin úr jafnvægi svo áberandi var.
Á leiðinni til sjúkrahússins hafði hún haft aðdáunarverða
stjórn á sér, en nú var henni nóg boðið. Það lá í augum
uppi hvernig komið var, fannst henni. Maðurinn í aftur-
sætinu var dáinn. Hún hafði séð allt blóðið, sem nú var far-
ið að storkna — enginn maður gat lifað slíkt af. Engu að