Vikan


Vikan - 09.03.1967, Blaðsíða 31

Vikan - 09.03.1967, Blaðsíða 31
síður virtust allir vera með hugann við aftursætið. Þeir sóuðu allri umhyggju sinni á lík og skeyttu ekkert um John liennar. Þarna lá ríkisstjórinn í Texas með blæðandi sár og þeir snerust hvtr um annan eins og álfar. Slikt framferði var fyrir neðan allar hellur, fannst frú Connally. Satt er það að athygli manna beindist fyrst og fremst að forsetanum, en þar fyrir mundu allir eftir ríkisstjóranum. Þeir gátu ekki gengið framhjá honum. Jafnvel þótt þeim hefði staðið á sama um þjáningar hans, var ekki liægt að sniðganga þá staðreynd að hann var þarna. Þessvegna var það að starfsmennirnir frá sjúkrahúsinu, sem um síðir létu sjá sig, teygðu sig í ríkisstjórann yfir konu hans, sem enn sat iijá honum i aftursætinu, og Dave Powers, sem barð- ist við grátinn, tók undir fætur Connallys. Hann var auð- veldur í meðföruin, enda hvergi nærri eins illa leikinn og liann leit út fyrir að vera. Vöðvar rikisstjórans voru stinnir, liann gat lileypt í sig spennu og hjálpað sjúkraherunum, enda ekki með öllu án meðvitundar. Hann var lagður á þær bör- urnar, sem fyrr var komið með, og ekið með liann inn. Nellie reikaði á eftir. Þá var komið að forsetanum. Frú Kennedy hafði ekki hreyft sig úr stað. Hún sat álút yfir eiginmanni sinum og hélt honum í fangi sér. Ef hún sleppti honum, hlyti lnð hroðalega sár lians að sjást, og til þess gat hún ekki liugsað. Til að forðast að lita framan í andlitin umhverfis hana, laut liún dýpra og dýpra yfir mann sinn og þrýsti ötuðu andliti hans að brjósti sér. Öðru hvoru heyrðust frá henni lág gráthljóð. „Fyrirgefið, frú Kennedy,“ sagði Clint Hill. Hann snart öxl hennar, sem skalf eins og í lcrampa. Fjórar, fimm sek- úndur liðu. „Fyrirgefið,“ tautaði Clint aftur. „Við verðum að koma forsetanum til læknis.“ Hún kveinaði: „Ég sleppi honum ekki, Mr. Hill.“ „Við verðum að fara með hann inn, frú Kennedy.“ „Nei, Mr. Hill. Þér vitið að hann er dáinn. Látið mig í friði.“ Skyndilega gerði Hill sér ljóst, hvað hún var að hugsa um. Hann snaraði sér úr jakkanum og lagði hann á hné henni. Hún vafði flíkinni varfærnislega um höfuð forsetans, og fimm öryggisverðir báru hann áleiðis að seinni börunum. Sem snöggvast varð hún aftur gripin ofboði; þeir flýttu sér of mikið, fannst henni, og jakkinn gat dottið af. Meðan þeir voru að ná taki á mjöðmum hans og lærum, kraflaði hún sig til þeirra eftir hlóðvotu sætinu og greip i jakkann svo föstu taki að hnúarnir hvítnuðu. Verðirnir áttu í erfiðri og mjög óhugnanlegri glimu við byrði sína. Gagnstætt því sem var um Connally, var engin spenna í líkama forsetans. Hann var gersamlega máttlaus og Yarborougli, sem fyrrum hafði verið starfandi lögfræðingur, sá undir eins livað það þýddi. Hann hugsaði, altekinn hryllingi: Fætur hans dingla hingað og þangað. En á hörurnar komst hann og svo var honum í flýti ekið framhjá svörlu skilti, sem á stóð No loitering (ekkert slór), og inn um víðar dyr. Handan þeirra var annar heimur. Þar var ekkert sólskin. Það var þefur í loftinu. Gangveggirnir voru lagðir tígulsteini í dapurlegum, brúnum lit og á gólf- inu var linóleumdúkur, daufrauðbrúnn á lit. í slysavarðstofu nr. 2 lá John Connally og stundi. Nellie stóð þögul í dyrunum. Andlit hennar var þrútið af gráti og hún forðaðist að líta framan í nokkurn. Forsetanum var ek- ið til liægri inn í slysavarðstofu nr. 1. Hönd þreif í Jackie og þarna, á þröskuldinum, sleppti hún takinu á jakka Clints og dró sig í hlé. Hiil vonlausa bið hennar var hafin. Fréttaritarar þeir, sem óku með Mac Kilduff í blaðabíln- um, voru i tveimur vögnum stærri. Þeim var sleppt úr á Industrial Boulevard, á milli Furniture Mart (Ilúsgagna- miðstöðvarinnar) og Apparel Mart, eins og fyrirhugað liafði verið. Fleslir fréttamannanna frá Hvíta húsinu sýndu Dallas- lögreglunni, sem þarna var á verði, vegabréfin sín, fóru inn í Verzlunarmiðstöðina og heyrði fréttirnar annaðhvort af munni lögreglumanna þar eða matargesta, sem höfðu heyrt útsendingu Merrimans Smith í ferðatækjum. Meðal þeirra síðustu, sem fréttu að eitthvað hefði gengið úr lagi, voru farþegarnir í langferðavagninum ógæfulega, sem líflæknir forsetans hafði verið settur í. Þeir liöfðu fengið fyrirmæli um að fara beint að bakdyrum Verzlunarmið- stöðvarinnar, en Dallas-lögreglan liafði enga verði við þann inngang. Hans gættu texanskir i íldslögreglumenn, sem voru í engum tengslum við útvarpskerfi borgarlögreglunn- ar og höfðu ekkert frétl. Þar að auki hafði enginn þeirra nokkurntíma séð Hvitahússvegabréf. Þeim hafði verið sagt að levniþjónnstumenn yrðu viðstaddir til að ábyrgjast trún- aðarfólk Kennedys. En flestir leyniþjónustumannanna höfðu farið til Parkland-sjúkrahúss eftir að neyðarkall Kellermans harst lil þeirra í gegnum loftskeytatækin. Þessvegna fékk liflæknir forsetans, dr. Burkley, mjög svo kuldalegar móttökur, og einnig Evelyn Lincoln, Pan Turn- ure, Mary Gallagher, Jack Valenti, Lis Carpenter og Marie Fehmer. Ranger (liðsmaður riddaralögreglunnar) einn, sem þekkti Barefoot Sanders, bauðst til að lijálpa honum inn. En það var af og frá að nokkur mætti koma með lionum. Liz tók sér þetta mjög nærri, enda var hún Texani sjálf. „Þetta er Evelyn Lincoln, einkaritari forsetans“, sagði hún móðg- uð og ýtti Evelyn fram. Varðmaðurinn grannskoðaði vega- hréf Evelvnar og rétti henni það svo aftur. „Þvi miður, frú“, sagði hann ósnortinn. Allt í einu þóltist dr. Bui-kley skynja, að eitthvað hræði- legt hefði komið fvrir. Það var sem einhver váboði lægi í loftinu. Hópar ókunnugs fólks voru á vakki til og frá. Doug Kiker, fréttaritari frá Herald Tribune i New York, sagði snöktandi og röddin skalf af tilfinningaofsa: „Andskot- ans þorparar.“ Lælcnirinn veifaði i öryggisvörðinn Andy Berger, sem var í ]>ann veginn að vfirgefa staðinn i lög- reglubíl. Læknirinn var rétt búinn að snara svörtu töskunni sinni inn í bílinn, þegar Chuck Roherts frá Newsweek kom þjótandi. „Lofið þið mér að koma með ykkur“, bað hann. Burklej^, sem yfirleitt var nærgætinn við fólk, skellti dyrun- um aftur fyrir framan nefið á honum. Lögreglubíllinn hevgði út á Harrv Hines Boulevard og læknirinn fór úr hon- um við neyðarinngang Parkland-sjúkrahúss fáum minútum eftir að forsetinn hafði verið borinn þar inn. Slysadeild Parkland-sjúkrahúss hafði verið ofurliði borin, bókstaflega sagt. Sjúkrahús i stórborg er betur úr garði gert til að ráða við ofboð og ringulreið en flestar eða allar aðrar opinherar stofnanir, en engin stofnun í heiminum hefði getað staðið af sér slíkan storm, svo vel væri. Þarna var of mikið af of háttsettu fólki, og allur agi fór gersamlega út um þúfur. Jack Price, sjúkrahússstjórinn, gráthað samstarfsmenn sína að vera kyrra, hvern á sinni deild. Sjúklingar sem höfðu fótavist fylltu út í allar dyr og létu sig engu skipta, þótt þeir væru beðnir að hverfa til baka. Maður einn sagði við hjúkr- unarkonu: „Fyrst forsetinn er dauður, hversvegna megum við þá ekki sjá hann? Líkinu ætti að vera sama.“ Hún var svo fljótfær að segja, að forsetafrúin hefði rétt á að fá að vera í friði. „Er Jackie hér?“ æpti maðurinn þá. „Hvar?“ Það varð að haldá aftur af honum með valdi. 10. tbi. vikAN 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.