Vikan


Vikan - 09.03.1967, Qupperneq 33

Vikan - 09.03.1967, Qupperneq 33
ur, menn beygðu höfuð sín og konurnar hneigðu sig með silkiskrjáfi. Albert kastaði sér á kné, fölur og dramatískur: — Sýnið miskunn, Sire, bróður mínum Gontran de Sancé, bað hann. Konungurinn var hörkulegur á svipinn. Hann vissi hverjir þessir ungu menn voru og hverra erinda. E'ngu að síður spurði hann þá: — Hvað hefur hann gert? — Þeir drúptu höfðum. — Sire, hann er einn af þeim mönnum, sem gerðu uppreisn í gær. Það fóru kuldalegir drættir um andlit konungsins: — De Sancé de Monteloup, aðalsmaður af fornri ætt meðal stein- smiðanna! Hvað í ósköpunum eruð þér að segja! ■—■ Því miður, yðar hágöfgi, er það satt. Bróðir okkar hefur alltaf verið sérlundaður. Hann langaði til að mála, svo hann varð lista- maður í trássi við föður okkar, sem í reiði sinni svipti hann arfi. — Það var sannarlega skrítin hugmynd. Fjölskylda okkar missti sjónar af honum. Það var ekki fyrr en það átti að leggja snöruna um hálsinn á honum að Denis, bróðir minn, þekkti hann. — Svo þér brugðuð út af skipuninni um aftöku hans? spurði kon- ungurinn og snéri sér að liðsforingjanum. — Sire, hann er bróðir minn! (Öll réttindi áskilin, Opera Mundi, Paris.) Framhald í næsta blaði. Angelique Framhald af bls. 17. VIKAN Eins og lesendur blaðsins — og þá einkum hinir fjölmörgu Angelique vinir — hafa væntanlega rekið eftir, er forsíðutextinn á bls. 3 algerlega út í hött. Þar er kynnt allt önnur forsíða en prýðir biaðið að þessu sinni. Ruglingurinn stafar af því, að blaðið er ekki prentað allt í einu heldur kápan sér, og eru les- endur Vikunnar beðnir velvirðingar á mistökunum. ForsíSan er að þessu sinni helguð Angelique, í tilefni að því, að við höfum nú tekið til við birtingu fjórðu Angeliquebókar- innar, ANGELIQUE í BYLTINGUNNI. Forsíðumyndin er í kvik- myndinni Angelique og kóngurinn, sem sýnd verður í Reykja- vík um páskana. Þar hittum við marga gamla kunningja, með- a! annars Joffrey de Peyrac greifa, sem leikinn er af Robert Houssein. Angelique leikur franska leikkonan Michele Mercier. Beztu vélar til lands og sjávar verða að hafa hina góðu rafgeyma. Fyrirliggjandi í flestar gerðir bifreiða og véla. Garlar Gíslason h.f. bifreiðaverzlun. maður. með hendurnar bundnar á bak aftur, væri af hans ætt, raunar bróðir hans, borinn af sama föður og móður, einnig bróðir Marquise du---------------------------------------------------------------------I Plessis-Belliére. 1 krafti þessa fræga nafns og af augljósri líkingu með bræðrunum, ef til vill einnig vegna reisnarinnar og stoltsins í fasinu, aðalsmannsfasi hins dæmda manns, frestaði ofurstinn aftökunni. Þeir gátu að sjálfsögðu ekki trássazt of lengi við að hlýðnast þeim skipunum, að fyrir sólarsetur skyldu allir uppreisnarmennirnir hafa goldið bráð- ræði sitt með lífinu. Denis hafði Þessvegna tímann fyrir sér fram að sólarlagi, að fá fyrirgefningu konungsins. En hvernig gat hann, auðvirðilegúr liðsforingi, farið sjálfur til kon- ungsins? Hann þekkti engan. — Ef aðeins þú hefðir verið þar, Angelique! Hefði þetta aðeins verið fáeinum mánuðum áður, hefðir þú verið við hirðina, konungurinn hefði séð allt með þínum augum, og þú hefðir aðeins þurft að segja eitt orð. Hversvegna, ó, hversvegna hvarfstu, þegar allt lék í lyndi, þegar þú stóðst á tindi frægðar þinnar? Ó, ef aðeins þú hefðir verið þar! Aftur flaug Denis Albert í hug, sá sem af öllum bræðrunum virtist þá í öruggustum sessi. Það hefði tekið of langan tíma að fara til Jesúítans Raymonds, og þótt Jesúítarnir væru valdamiklir, höfðu Þeir andúð á að gera nokkuð að óyfirveguðu máli. Þar að auki hafði of- urstinn aðeins gefið frest til sólarlags. Denis hleypti hestinum á skeið til Saint Cloud. Monsieur var á veiðum og auðvitað eftirlætishirðmenn hans með honum. Denis hleypti á eftir þeim. Það var komið hádegi, þegar hann náði Albert. Síðan varð að fá Monsieur tii að sjá af félög- um sinum í nokkrar klukkustundir og það hafði tekið nokkurn tima. — Albert stendur öllum framar i því að brosa og koma sínu fram. Hann er verri en kona. Ég horfði á þá daðra með augunum og knipp- lingamanséttunum, og hugsaði um Gontran undir trénu. Ég skal segja þér, að ég hef andstyggð á Albert, en ég verð að viðurkenna að hann stóð sig vel í þessu máli, hann gerði allt sem i hans valdi stóð. Við náðum til Versala um miðjan síðari hluta dags og hann gekk fyrir hvers manns dyr. Hann talaði við alla. Hann óttaðist ekkert, hvorki þrábeiðni, betl, skjall, né brottvísun. En hann glataði miklum tíma hér og þar. Ég horfði á sólinu lækka á himninum .... Að lokum lét Monsieur de Brienne svo lítið að hlusta á okkur. Svo skildi hann okkur eftir eina um hríð, kom Þvi næst aftur og sagði, að ef til vill gætum við náð tali af konunginum, þegar hann færi úr vinnustofu sinni, þar sem hann hafði tekið á móti öldungardeildarmönnum París- ar þann dag. Við biðum meðal hirðmannanna í hersalnum — við enda stóra salarins — þú veizt. —- Ég veit. Dyrnar opnuðust og konungurinn kom í Ijós, alvarlegur, hátignar- legur, og þegar hirðmennirnir komu auga á hann, þagnaði allt skvald- FYRIR PÁSKAHELGINA ELAN skíði með stálköntum TOKO skíðaáburður Skíðastafir Bindingar Skíðaskór frá kr. 478/- Skíðabuxur Bakpokar Svefnpokar SIMI 13508 Póstsendum LAUGAVEG 13 10. tbi. VIKAN 33

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.