Vikan


Vikan - 09.03.1967, Blaðsíða 40

Vikan - 09.03.1967, Blaðsíða 40
VIKAN TILKYNNIR ÞEIR SEM ÖSKA AÐ FÁ VIKUNA INNBUNDNA GETA FENGIÐ ÞAÐ GERT í HANDBÖKBANDINU Á FRAMNESVEGI 17 2HÆÐ SÍMI12241 sýningu í leikhúsi ( fyrsta sinn, sem snýr hnakkanum í senuna til að geta horft eins og hólfviti ó Pét- ur og Pól meðal óhorfenda. Og nú lyftist tjaldið og heldur betur. Flug- freyiurnar ungu og fögru birtust knúðar seiðandi kynþrýstingi með glóandi glasabakka og ginnandi viskýsjússa. Þessar þokkadísir bærðust með bifandi brjóstin og aðra fagurskapta líkamshluta fram eftir röðunum, og þögn sló ó mann- skapinn, líkt og þegar stór undur gerast. Nú lýstist allt, lifnaði og lyftist, og glaða sólskin lék um allt um borð. Þarna birtist gull- falleg prestsdóttir norðan úr landi í flugfreyjulíki, eins og sjólf Venus hóloftanna hefði allt í einu stigið inn í vélina af ilmandi parfúmskýi við loftskör Himnaríkis. Hér var ekki síður gott að lifa og deyja en annarsstaðar. „Já, lífið það er sterkara en dauðinn", kvað Káinn, þótt aldrei kæmi upp í flugvél og þægi vænar veigar af bakka barmafullrar flugfreyju. En það er nú kannski öruggast að syngja ekki sálminn þann fyrr en að leiðar- lokum í Reykjavík, að gandreið þessari lokinni. Þá fer stundum mesta notakenndin um suma gagn- vart flugi og þá vaknar sönggleð- in fyrst. En nú er röddin búin að öðlast fyrri styrk. Og langþyrstur listamaðurinn kallar svo yfirgnæfir vélardrunur Rolls Roysanna: „Flug- freyja, einn dobbel til viðbótar". Blessuð prestsdóttirin kemur svíf- andi með sjússinn eins og á engla- vængjum, og margs konar forvitni vaknar í brjósti kúnnans: „Heyrðu góða (ef manni verður á að þéra yngismeyjarnar í dag þá blátt áfram álíta þær mann gamlan og gamaldags) ertu ekki ættuð norðan úr Eyjafirði??" Hún nikkar sjarmer- andi með þögiu jáyrði eins og prestsdætur og englameyjar eiga að gera. Þá segir eiginkonan og byrstir sig: „Ekkert baðstofukjaft- æði hér". „Ég var bara að spyrja, hvort við værum ekki sýslungar og fékk bara skyndilega ættfræðileg- an áhuga á flugfreyjunni eins og á mörgu öðru fólki og ekkert ann- að. Það er ekkert Ijótt við það, og ég fékk meira að segja það stað- fest, að hún er frá Möðruvöllum, blessunin. Það skemmtilega við ætt- fræði er að fá staðfestingu á eigin kollgátu, þegar ýmsir eiginleikar I fari viðkomenda birtast og láta mann ekki í friði. Eiginleikar sem birzt hafa okkur í einhverjum fjar- lægum ættingja. Þar er um að ræða göngulag, svipbrigði, takta og til- burði, kæki og önnur skrýtilegheit o.s.frv." Flugfreyjan unga og fal- lega var horfin. Hvað ætli hana varði um svona karlskrögg, sem tal- ar bara um ættfræði, hreppstjóra- fræði eins og Bensi frá Hofteigi og Steinn Dofri inni f nýtízku flugvél. Hennar er framtíðin að, hugsa um að auka kyn sitt, en ekki „spekúla- sjónir" um löngu getin afkvæmi. Svona kallhlúnkar ættu ekki að fá að stíga inn í flugvél, hvað þá hæfir til útflutnings. Og listamað- urinn heldur áfram að hugsa um sjálfan sig og afstöðu sína til l(fs- ins að hætti sjálfhverfra, en snjallra listamanna. Enn meiri notakennd fer um sál og líkama eftir dobbel- sjúss prestsdótturinnar, sem hann sporðrenndi eins og messuvíni, svo engu er líkara en svifið sé á skýi um geislabjarta sólarheima. Og nú liggur vel á listamanninum. Hann er glaður og reifur í sinni, og rek- ur nefið í allar áttir í einu. Raun- veruleikinn virðist nú loksins rata rétta boðleið gegnum fægðar rúð- urnar, og listmálarinn og rithöf- undurinn segir kampakátur: „Mikið eru Vestmannaeyjar sjarmerandi þarna nðiri á haffletinum ,og ósköp rýkur úr honum „old faithful", „Surti gamla". Þýðleg ungpfurödd flugfreyjunnar syngur um leið: „Nú fljúgum við vestur af Færeyjum og reykurinn sem þið sjáið þarnan er frá kolakyntum togara". „Breti f landhelgi!" öskrar einhver. „Takið þið það með ró, piltar, þið náið til London fyrir lokun í kvöld hvort sem er", segir flugfreyjan með stó- ískri ró. Og nú heyrðist skotið af klósettbyssu flugfarsins af feitri og ffnnri frú úr Reykjavfk. Listamaður- inn rekur forvitið nefið á gluggann til að fylgjast sem bezt með skot- inu. Hvílík skytta, svei mér ef hún hefir ekki hitt í mark í fyrsta skoti og sökkt ryðkláfnum, frúin að tarna, að minnsta kosti er hann horfinn sýnum. Svoina leynivopn á að nota á landhelgisflugvélinni gegn Bret- um á heimamiðum. Þá voguðu þeir sér ekki lengur inn fyrir línu, tjall- arnir að tarna, jafnvel þótt þeir væru brynjaðir brezkum regnhlíf- um, skál!" „Hættu þessu bjefuðu bulli, ég held, að þú sért að verða fullur", segir kona listamannsins með þunga. Og listaðmaðurinn leggur saman á sér skoltana og fer í þögult mótmælaverkfall alla leið til Englands, eins og óþekkur smá- strákur f uppreisnarhug gegn mömmu sinni. Enda fljúgum við nú inn í þykkan skýjabakka og þok- an þéttist og verður öll válynd. Það er lent í London með leikni. Það notalegasta við flug er, þegar því er lokið. Lífið brosir nú mót við- hlæjendum á nýjan leik, þegar gengið er niður landganginn, út úr þessu fljúgandi hulstri, og við blas- ir: „Welcome to Britain! „Glaður í bragði, með hjartað aftur á réttum stað, hrópar konnúasörinn, sjáand- inn og stúdíósinn á brezka mennt, list og kúltúr: „Say, buddy, Where is the nearest pub, Please?" Hér hefur Örlygur talað og sagt allan sannleikann fyrir sjálfan sig og framtíðina svo naumast er þörf að bæta þar neinu við. Samkvæmt þessu er auðséð að flugið sjálft, er ekki nein ánægja hvorki fyrir Örlyg eða né flesta aðra og til- finningin verður naumast betri þó þessi fljúgandi hylki bæti við sig tvöföldum eða þreföldum hljóð- hraða. Kannski situr þetta í Mör- landanum framar öðrum mönnum vegna þess að forfeður vorir ferð- uðust annaðhvort fótgangandi ell- egar á hestbaki og lögðu að baki að meðaltali 5 kílómetra á klukku- tímann. Kannski verður flughræðsla óþekkt fyrirbrigði árið 2000 þá verður væntanlega brosað að þess- ari opinskáu frásögn Örlygs en fari svo að manneðlið haldist óbreytt þá verða merkustu tímamót flugs- ins bundin við það, þegar byrjað verður að hraðfrysta farþega eða svæfa þá alla á einu bretti áður en tekið er á stað og sfðan viti eng- inn neitt fyrr en í áfangastað. Þó er líklegt að sumir kjósi heldur að vita af sér til þess að missa ekki af koníakinu og væru til með að taka undir með þekktum, íslenzkum blaðamanni sem sagði eftir að komið var á loft: „Ef ég fæ ekki mitt brennivín þá er ég farinn". ☆ Jurtalitun og heimilis- iðnaður Framhald af bls. 46. gengur inn úr Balsfirði í Nor- egi. Þar eru 230 íbúar alls og frekar slæm skilyrði til búskapar, svo fólkið þar þarf að stunda ein- hverja aðra atvinnu til að geta lifað. Þar framleiða þeir loðna, handsaumaða morgunskó úr skinni fyrir meira. en tvær og hálfa milljón krónur á ári, brúttó. Það má segja að það sé töluverð " 1 ISKARTGRIPIR1 UV/U^^L^l SIGMAR & PÁLA Hverfisgötu 16A, sími 2. Laugaveg 70 - Sími 2A =□ J=J /11 1355 ■910 40 VIKAN 10-tw-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.