Vikan - 09.03.1967, Side 45
Þér hafið því aðeins smekklegt nýtízku heimili að TRINTON BAÐ-
SETTIÐ sé í húsinu — TRINTON BAÐSETTIN eru úr ekta postulíni
TRITON Umboðið enda Vestur-þýzk
SIGHVATUR EINARSSON&CO
SÍMI 24133
SKIPHOLT 15
vitað ókaflega óheppilegt að -þetta
skildi henda á brúðkaupsferð henn-
ar. Ef Sara og Hank hefðu eignazt
barn, eða ef að hún hefði haft
meira að gera ó heimilinu, þá hefði
Hugh McDowell dáið eðlilegum
dauðdaga í huga hennar. En eins
og málin snerust hafði Sara í raun
og veru verið Hank ótrú í þessi
átta ár sem hún hafði verið gift
honum.
Hún var auðvitað góð eiginkona,
eftir sem áður, reyndi að sporna
við því að Hank fitnaði, með því að
gefa honum ekki fitandi mat, en
bjó samt til uppáhaldsrétti hans á
sunnudögum.
— Guði sé lof fyrir sunnudagana,
var Hank vanur að segja á hverj-
um sunnudegi. Sara hafði tamið
sér að láta þetta ekki fara f taug-
arnar á sér, en gat ekki komizt
hjá því að hugsa, að heilaskurð-
læknir gæti örugglega aldrei slapp-
að þannig af á sunnudögum, hann
yrði alltaf að vera upplagður og
alltaf til staðar, jafnt sunnudaga
sem aðra daga.
— Eg held ég nenni ekki að raka
mig í dag, bætti Hank líka við á
sunnudögum.
Skildi Hugh nokkru sinni láta
hjá líða að raka sig? hugsaði Sara.
— Þú verður þó að raka þig í
kvöld, sagði hún, einn sunnudag-
inn, — við erum boðin í veizlu hjá
Kathy f kvöld.
Kathy var elzta vinkona þeirra,
og það var hún sem hafði bent
þeim á hótelið f Sweetbriar í sína
tíð, þegar þau fóru í brúðkaups-
ferðina. Kathy og maðurinn hennar
voru með tímanum orðin bezt stæða
fólkið í bænum og Kathy hélt fín-
ustu boðin.
— Já, það er rétt, sagði Hank,
— en ég rakaði mig nú í gærkvöldi,
og það var eins og hann vonaðist
til að sleppa við raksturinn.
Þetta stóð heima, Sara hafði
neytt hann til að raka sig, kvöldið
áður, þá höfðu þau farið á hljóm-
leika og þar sem þau áttu von á
því að hitta alla kunningja sína,
þar á meðal Kathy, gaf hún honum
ekki eftir með raksturinn.
— Það eru bara glaumgosar,
sem raka sig tvisvar á dag, lýsti
Hank yfir.
— Drottinn minn, hugsaði hún
með sjálfri sér, — er þetta eina sam-
talsefnið okkar? Hvort hann þyrfti
að raka sig einu sinni eða tvisvar,
með rafmagnsrakvél? Þetta var allt
of smámunalegt.
— Eg bið þig nú samt um að raka
þig vel í kvöld, sagði Sara, — þú
vilt líklega ekki að við lítum út
eins og niðursetningar? Það leit
út fyrir að Kathy ætlaði að gera
eitthvað sérstakt þetta kvöld ....
Það var eitthvert sérstakt tilefni
til þessarar veizlu, það fundu þau
þegar þau komu. Allsstaðar voru
blóm, nýfægt silfur og glitrandi
kristall. Fólkið pískraði sín á milli
um það hvað það væri, sem Kathy
ætlaði að láta koma flatt upp á
þau, og flestir voru á þeirri skoð-
un að það væri stjórnandinn frá
hljómleikunum í gær, sem ætti að
vera heiðursgesturinn. Og þess-
vegna var undrunin fullkomin, þeg-
ar Kathy kynnti, — ekki le maestro,
heldur hinn fræga heilaskurðlækni,
Hugh McDowell!
Við förum árlega til Sweetbriar,
sagði Kathy, — og það gerir Mc
Dowell líka. Þótt hann sé mjög hlé-
drægur, höfum við samt kynnzt á
þessum ferðum, og það eru mörg ár
síðan hann lofaði að heimsækja
okkur, ef hann væri hér á ferð ...
Þannig skeði það, að Sara stóð
loksins, eftir öll þessi ár, andspæn-
UNGFRU YNDISFRIÐ
býður yður hið landsþekkta
konfekt frá NÖA.
HVAR E R ÖRKIN HANS NOA?
Það er alitat sami leikurinn i henni Ynd-
isfríð okkar. Hún hcfur falið ðrKliia hans
Nóa einhvers staðar í blaðintt og heitir
góðUm verðlaunum handa þoim, sem getur
fundið örkina. Verðlaunin eru stór'1 kon-
fektkassi, fúUur af hezta konfekti, og
framleiðandinn er auðvitað Sœlgætisgerð-
in Nði.
Nafn
Ilcimill
Örkln er & bls.
Síðast er dregið var hlaut verðlaunin:
Hrefna Gissurardóttir,
Skólastíg 26. Stykkishólmi.
Vinninganna má vitja í skrifstofu
Vikunnar. io.
io. tbi. VIKAN 45