Vikan


Vikan - 09.03.1967, Síða 49

Vikan - 09.03.1967, Síða 49
fallega gert af þér að koma, sagði Hank. Svona rétt eftir skilnaðinn. Deidre hefur ekki getað komið, býst ég við? — Drottinn minn, hugsaði Sara, — hvað er maðurinn að tala um? — Deidre? hafði hún upp eftir honum. Hank var bæði óþolinmóður og stoltur ó svipinn. — Hún hefur nýlega verið í frum- sýningu, sem Júlía. Manstu ekki hve gagnrýnendur voru hrifnir af henni, þegar hún lék Ofeliu? í fyrstu óljóst og síðan svolítið skýrari kom fram í huga Söru mynd af Ijóshærðri leikkonu. — A Sweetbriar hótelinu? Hann kinkaði kolli, hólf afsak- andi. — Ég hef alltaf hálf skammazt mín fyrir það. Ég meina það að ég skildi hitta hana á brúðkaups- ferðinni okkar. — Ég er í sama báti, sagði Sara. — Ég hélt að þú hefðir aldrei tekið eftir því, sagði Hank, dálítið undrandi. — En ég hefi verið góður eiginmaður, er það ekki? Ég meina fram að skilnaðinum. Þetta var eins og brjálæðiskennd- ur draumur. En í allri þessari vit- leysu upplifði Sara einhverja nýja tilfinningu, eitthvað sem tengdi hana fastar við Hank. Ekki ein- göngu það, að þau höfðu átt við sama vandamálið að stríða, heldur það, að nú gátu þau talað um það, eftir átta ára þögn. — Ég ætti að vera hjá henni núna, sagði hann. — Vesalings litla stúlkan, hún er svo einmana ef ég er ekki hjá henni. Hún segir að ég . . . ég gefi henni styrk . . . — Hittizt þið eftir sýningar? spurði Sara. — Auðvitað, það eru okkar beztu stundir. — Fáið þið ykkur kaffi og kaviar- samlokur? — Nei, en það er annars ágætis hugmynd, ég verð að muna eftir þv(, sagði Hank. Stundum, þegar það er orðið svo seint að það verður snemma, getur maður heyrt fuglana syngja í Cent- ral Park .... Hún gat ekki ráðið við tilfinning- ar sínar, hún varð að lúta andlitinu niður að sænginni, og þegar það snerti hönd Hanks, komu tárin; en Hank varð ekki var við það, hann var sofnaður. Þegar hún mætti hjúkrunarkon- unni fyrir utan herbergisdyrnar, horfðust þær í augu. — Sjúklingar fá stundum svona hugmyndir, sagði hjúkrunarkonan í huggunarróm. — Sérstaklega þegar þeir hafa orðið fyrir áfalli á höfuð- ið . . . . ég vona að þér skiljið það, frú Humbolt? — Ég skil það vel, sagði Sara. Svo sagði hún eftir andartaksþögn: — Það er eitt sem mig langar til að vita og það er hvort maðurinn minn kemur til með að muna þetta, þeg- ar hann kemur til sjálfs síns? — Það held ég að sé alveg úti- lokað, sagði hjúkrunarkonan. Sara leit í kringum sig á gang- inum, opnaði svo dyrnar á biðstof- unni. Þar var enginn. — Hvar er herra McDowell? spurði hún. Hún vissi svarið fyrirfram, en samt var eins og henni létti. — Hann er farinn, sagði hjúkr- unarkonan. ☆ Fimm dagar í Madrid Framhald af bls. 23. til hliðar á Hank. — Hvað er að? Hvað kom fyrir þig? — Maðurinn í íbúð Glendenn- ings, er hann starfsmaður kom- múnista? spurði Hank. — Er þetta ekki tilgáta? Vitið þið það? — Við vitum það. Staðurinn hefur verið böggvaður síðan í gær. Maðurinn, sem leikur Glen- denning á að myrða Ferraz. Hann er kallaður Brock. Hvers- vegna? Hank reyndi að vera ekki skjálfraddaður. — Kay Taylor var í íbúð Glendennings. Einhver af skrif- stofunni hennar bað hana fyrir boð til hans. Hún kom þar í gær og líka daginn áður. Hún hélt, að hún væri að tala við Glen- denning, en það var Brock. Hún gæti sannað, að þar var ekki Glendenning, sem var í íbúð- inni. Ég vissi það ekki, sagði Coop- er. Rödd hans var eins og hálf- kæfð af þessum óvæntu upplýs- ingum. — Ég hélt, ég var að vona, að hún hefði möguleika, en þetta gerir það erfitt fyrir hana. — Já, sagði Hank. — Gregory getur leitt okkur til hennar, sagði Cooper. — Það er töluverður möguleiki á því. Töluvert góður möguleiki. Hank svaraði honum ekki. Klukkustund seinna, þegar ljós Madrid voru orðin greini- leg í fjarska, beygði Cooper út af aðalveginum og ók inn í stór- glæsilegt úthverfi. Leiðin lá eftir bogadregnum, malbornum götum, milli húsa, sem voru glampandi hvít í tunglsljósinu, umkringd blómstrandi rósarunn- um og trjám. — Það er kominn tími til að vekja drenginn, sagði Cooper. Hank sneri sér við og kom við öxlina á Charles. Drengurinn rótaði sér ekki, og Hank hristi hann ofurlítið. Um leið og bíll- inn nam staðar fyrir utan hlið á limgerði, settist Charles upp, sá hvert þeir voru komnir, og var þegar glaðvakandi. Hér hafði hann verið nóttina og dag- inn, áður en hann var fluttur til Avila. Hávaxin kona með blágrátt hár reis upp úr ruggustól í garð- inum og kom út um hliðið. Hún kastaði á þá kveðju og rétti Charles höndina, þegar hann kom út úr bílnum. — Komdu nú sæll, sagði hún og brosti. — Sæl, frú Stone, sagði hann. — Skelfing er ég feginn að þú kemur svona fljótt aftur, sagði hún. — Ég verð að fá tíma til að gefa þessum unga manni að borða, áður en við förum til flugvallarins. Ertu ekki svang- ur, Charles? — Jú, ég býst við því. Hvenær á ég að hitta pabba. Hann leit brosandi til Hank. — Minn raunverulega pabba á ég við. Hann bíður þín í Stokkhólmi. — Við verðum að halda áfram, sagði Cooper. — Auðvitað, sagði frú Stone. — Auðvitað, sagði Cooper. — Vertu sæll. Hann tókst í hendur við Cooper, síðan Hank. — Vertu sæll. — Vertu sæll, Charles. — Ég bið að heilsa ungfrú Taylor, sagði Charles. Frú Stone leiddi Charles í gegnum hliðið; hún lokaði því á eftir þeim. Hank og Cooper heyrðu raddir þeirra berast yf- ir limgerðið. Rödd drengsins áköf, konunnar glaðleg, alúð- leg. Þeir óku til Madrid. ALLT Á SAMA STAÐ 10FTPÚDAR AIR-LIFT LOFTPÚÐARNIR ryðja sér til rúms hjá fólksbílaeigend- um. Hvergi eru þeir nauSsynlegri en einmitt á okkar holóttu vegum. Loftpúðarnir fyrirbyggja að fjaðrabúnaður slái saman á vondum veg- um. - Burðarþol eykst verulega. - Mýkri akstur og öruggari í beygjum. FYRIRLIGGJANDI f FLESTA BÍLA. EGILL VILHJÁLMSSON HF. Laugaveg 118 - Sími 2 22 40 10. tbi. VIKAN49

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.