Vikan


Vikan - 09.03.1967, Qupperneq 53

Vikan - 09.03.1967, Qupperneq 53
Maureen kom í ljós í dyrun- um, með hraðritunarblokk í hendinni. Eftir langa þögn hafði hlerunin í íbúð Glendennings frá nokkru að skýra. — Gregory er í 22, sagði Mau- reen. — Hann kom fyrir um það bil hálftíma. — Eruð þið örugg? — Ég rnyndi halda það. Mað- ur, sem Brock og Peralda kalla Elmo, var rétt í þessu að koma í íbúð Glendennings frá 22. Hann kom með hringinn frá Gregory. Broock setti hann á sig og er nú með hann. — Þessi Elmo er ekki farinn? — Nei. Segið strákunum að gefa strákunum á götunni merki, ef Elmo skyldi fara. Nokkuð fleira? — Já, svolítið, sagði Maureen. — En það getur verið tímasóun fyrir þig. — Hvað er það? — Það er slitrótt, vegna þess að það kom frá einum af dauðu stöðunum í böggvuninni. Það lít- ur út fyrir, að annaðhvort Brook eða Peralda hafi spurt einhvers, við heyrðum ekki hvað það er, en Elmo svaraði með dagsetn- ingu. — Átjándi júlí. Trask gretti sig. — Átjánda næsta mánaðar. — Getur verið að þeir hafi í hyggju að myrða Ferraz, þegar hann kemur aftur til Panama? spurði Maureen. — Þann átjánda júlí? — Nei, ég held að þeir hugsi ekki lengra en til dagsins á morgun, sagði Trask, — en þýddu þetta og vélritaðu fyrir mig af- ganginn. — Skal gert, sagði Maureen. Hún fór aftur inn í svefnher- bergið og þeir heyrðu hana tala í símann og eftir það tók hún að vélrita, hratt og fimlega. í setu- stofunni var ekkert að gera ann- að en bíða. Gregory hafði kom- izt framhjá útsendurum Trasks og náð óséður til 22. Nú höfðu þau misst af einni leiðinni til að hafa upp á aðalstöðvunum í Calle de Molino. Maureen kom með bunka af vélrituðum blöð- um til þeirra, þýðingu af spænsku yfir á ensku og bætti því við staflann, sem fyrir var á borði Trasks. Hann tók upp bunkann og rétti Hank. — Farðu í gegnum þetta, sagði hann. — Það getur verið, að þú rekist á eitthvað, sem mér hefur yfirsézt. — Þú veizt, að ég geri það ekki, sagði Hank. — En þakka þér fyiúr að leyfa mér að gera eitthvað. Tuttugu mínútum fyrir eitt kom skýrslan frá Calle del Mol- ino. íbúðin yfir kránni á núm- er 22 hafði verið böggvuð heilu og höldnu, síminn líka. Það höfðu engar hringingar komið, hvorki að né frá. Staðurinn var þögull, en ekki auður. Þeir höfðu heyrt fótatak berast frá herbergi til herbergis, en engar raddir. Það DOM ESTOS Drepur sykla! Domestos er sterkt, fjölvirkt, sýklaeyðandi hreinsiefni. Notkun þess tryggir hreinlæti. Tvær flöskur af Domestos ættu ávalt að vera til á hverju heimili. Ein í eldhúsinu— önnur í baðherberginu. Domestos DREPUR ALLA þEKKTA SYKLA X DOMl/lCE 71S2 var ógerningur að segja til um, hvort það voru fleiri en einn í íbúðinni. Kay gat verið þarna, hugsaði Hank. Ef aðeins væri einn vörð- ur yfir henni, maður á borð við Gregory, var ólíklegt að þau myndu spjalla saman. Þar að auki var líklegast, að yfirheyrzl- unum yfir Kay væri lokið. Maureen tók aftur til máls, um leið og hún kom inn um dyrnar. — Það er svolítið meira frá íbúð Glendennings. Þeir halda, að það sé tóbaksverzlun hinum megin við götuna, gegnt 22 . — Hvað eru þeir vissir? — Alveg vissir. Það lítur út fyrir að Peralda sé mikill reyk- ingamaður. Hann er orðinn síga- rettulaus og hefur verið að grandskoða íbúðina í leit að sígarettum, en engar fundið. Hann er reiður við Elmo fyrir að hann skyldi ekki koma með sígarettur. Hún leit á blöðin sín og þýddi af þeim í senn úr hrað- ritunartáknum og af spönsku yfir á ensku. — Það er engin af- sökun, sagði Peralda. Það er tóbaksverzlun hinum megin við götuna, móti 22 . — Getið þið haft samband við del Molino í gegnum símann? spurði Hank. — Nei, sagði Trask. — Ef það er ekki tóbaksverzl- un hinum megin við götuna, sagði Hank, -— erum við að sóa tíma og mönnum. — Ég veit, sagði Trask. — Andskotinn er þetta, af hverju getum við ekki haft fleiri menn? Maureen, hringdu í lögregluna og segðu þeim þetta. Tóbaks- verzlun hinum megin við götuna, gegnt kránni á 22. Það ætti að þrengja hringinn. Hank, þú tek- ur við eftirlitinu hér. Ég ætla að athuga með del Molino. — Sjálfsagt, sagði Hank. Trask stökk til dyra í þrem- ur hröðum, löngum skrefum, svo hægði hann á sér og tók upp 10. tbi. VIKAN 53

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.