Vikan


Vikan - 28.09.1967, Blaðsíða 4

Vikan - 28.09.1967, Blaðsíða 4
Framhaldssagan^eftlr Sergeanne Goloni32. tilutl -V Þegar þau nálgutSust St. Nicholashliöið, ákváðu þau að skipta sér í hópa. Liðsforinginn, Joseph Garret, fór fyrst ásamt Jenny og Jeremy síðan Monsieur Manigault með sjómönnunum þremur. Sjóræningjarnir svöruðu öllum spurningunum, sem fyrir þau voru lagðar, á ensku. Það vildi svo til, að hiiðvörðurinn kunni ekki stakt orð í þvi tungumáli, en hann vissi að enskt skip hafði komið inn daginn áður og lá fyrir akkerum í höfnini. Svo hahn Weypti þeim i gegn í þeirri góðu trú að þetta væru útlendingar, sem vildu fara í gönguferð. Það var ekki ann- að séð, en þeir hefðu krækt í tvær Þokkalegar stúlkur, Angelique og Deborah! Um leið og þau höfðu fengið leyfi, hlupu þau glaðlega í gegnum hliðið, án þess að skeyta nokkru um þá skyldu að gefa upp nöfn sín og stöðu, og varðmennirnir nenntu ekki að kalla í Þau aftur. Svo trítluðu þau áfram og varðmennirnir horfðu virgjanlega á eftir þeim. Þettá var það erfiðasta, sagði Angelique við Monsieur Manigault. — Þeir þekktu þig ekki. Þau gengu í einfaldri röð til að komast hraðar yfir. Það var sama og enginn vindur, skýin liðu hægt yfir himininn, skjannahvit, með maríutásur á jöðrunum. Hafið var ennþá dimmt eftir stormrótið um nóttina. — Hvað verður um mömmu? Og systur mlnar? — Aanaðhvort koma þær eða ekki. Þau sáu langt útyfir heiðina og gátu þegar greint kofana í St Maurice. Það var tekið á móti þeim með hrópinu: Loksins! Flóttafólkið kom út úr húsinu, þar sem það hafði látið fyrirberast. Maitre Berne hafði átt í erfiðleikum með að halda öllum hópnum rólegum og trúnaðartraustinu uppi. Þeim hafði verið sagt að skip væri í nánd. Hvar var það? Hver og einn var tekinn að uppgötva, að hann hafði skilið eitthvað mikilvægt eftir. — Sjalið hans Tafaels! — Pyngjan mín! Það voru fimm tivres í henni! En vegria þess trausts, sem Maitre Berne naut meðal þeirra, var hópurinn samt til Þess að gera rólegur. Börnin höfðu fengið mjólk að drekka, og séra Beaucaire byrjaði að þylja bænir og ibúar þorps- ins, svo villimannlegir, sem þeir voru, tóku þátt í bænasöngnum, þvi þrátt fyrir nafnið á þorpinu voru allir íbúarnir mótmælendur. Angelique taldi hópinn og þeir einu, sem vantaði voru Madame Manigault og tvær eldri dæturnar. — Við verðum að fara, að síður, sagði sjóræninginn af Goulds- boro, sem talaði svo skrýW frönsku, og gengdi nafninu Nicliolas Perrot. 4 VIKAN 39-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.