Vikan


Vikan - 28.09.1967, Blaðsíða 11

Vikan - 28.09.1967, Blaðsíða 11
baðstofu. Þar sat öldungur við snjóð borð undir litlum glugga og skrifaði með vettlinga ó höndum. Hann kunni sunnlenzkar ættir flestum betur og skjalfesti ýmsan þann fróðleik ó ellidögum, en hvað fór ekki með honum ( gröfina? Hamingjusamur er Þórður fró Vallnatúni í samanburði við nafna sinn sóluga ó Tannastöðum. Byggðirnar stækka í tvennum skiln- ingi, ef íslendingar rækta landið og varðveita söguna, minjar hennar og minningar, örlög og þróun. Enginn misskilji mig og ætli, að ég gleymi þjóðminjasafninu. Það er fræðamusteri eins og landsbókasafnið, hóskólinn og þjóðskjalasafn- ið. íslendingar báru gæfu til þess að reisa þjóðminjasafninu veg- legt hús í tilefni lýðveldisstofnunarinnar á Þingvelli við. Öxará rign- ingardaginn ógleymanlega 1944. Þó vantar margt í þjóðminjasafnið, þrátt fyrir allan þess auð. Heimildum atvinnusögunnar verður þar ekki fyrir komið að sinni, og er bágt. Umskiptin í atvinnuháttum íslendinga hafa verið svo stórfelld og eru svo margþætt og snögg, að mörgu er hætt við gleymsku, ef munir og gripir fá ekki sinn rétta stað ( þjóðminjasafni. Sú stofnun verður raunar aldrei fullgerð, meðan ísland bltfur og íslendingar fæðast, lifa og deyja. Þjóðminjasafnið á að spegla aldirnar, sem voru og verða. Þess vegna ber ríka nauðsyn til að láta það fylgjast með þró- uninni á hverjum tíma. Hlutur, sem virðist smár ( dag, getur orðið merki- legur á morgun. Sér í lagi þarf samt að hyggja að öllu stóru, ekki sízt atvinnutækjunum, sem gerðu ísland byggilegt, en urðu að víkja fyrir vélum nútímans og framtíðarinnar. Og þjóðminjasafnið leysir ekki byggða- söfnin af hólmi. Þau eiga að geyma einstök atriði, sem varða afmarkað umhverfi, en það á að bregða upp heildarmynd þjóðarsögunnar frá þv( landið fannst og íslendingar stofnuðu ríki. Ometanlegar eru þær fornleifar, sem grafnar hafa verið úr jörðu. Þeim svipar helzt til handritanna, sem íslendingar telja að vonum dýrmætan arf og vilja heimta. íslenzkir fornleifafundir munu furðulega margir og góðir, þar eð leitin að þeim er harla torveld, krefst elju og nákvæmni og tekur langan tíma. Merkilegt er, að grafið var í Skálholtskirkjugarð þrjátíu ár niður fyrir Snorra Sturluson, þegar steinkista Páls Jónssonar biskups kom þar í leitirnar. Öll sl(k starfsemi verður að halda áfram, og í því efni má hvorki horfa í fé né fyrirhöfn, ef sæmilega aflast og stjórn- að er af ráðdeild og framsýni. Eigi að síður ber að muna þá gripi, sem eru ofar foldu, en á leið niður í jörðina, þv( að margir þeirra gætu tor- tímzt. Þess munu fjölmörg dæmi á íslandi. Fengur væri að atgeir Gunn- ars á Hlíðarenda, en hann er víst týndur, hvort sem hann sökk í BreiSa- fjörð eða grófst í sunnlenzkan öskuhaug. Svo er um fjöldann allan af minjum. Samtíð gefur þeim ekki gaum, og þess vegna verður söknuður hlutskipti framtíðar. Ekki grunaði víst Eystein, hvað kvæði hans yrði frægt, þegar hann orti Lilju. Eða myndi nú metin til peninga öxin, sem varð Jóni biskupi Arasyni og sonum hans að bana? Þetta skilst á stað eins og Stöng í Þjórsárdal, og þó fannst ekki þar vopn Gauks Trandilssonar. * í' ." •- EggFSBfeO-------- tf. Islendingar unna mjög fornleifum og gömlum munum. Það sannast af lýðhylli bóka, sem fjalla um slík efni, og til dæmis sjónvarpsþáttum Kristjáns Eldjárns og félaga hans. Sjónvarpið getur orðið þjóðlegum fræðum og sögufróðleik til mikilla nytja, komið þjóðminjasafninu og byggðasöfnunum á framfæri við þjóðina, þó að fjölskyldurnar sitji heima í stofu, því að þær gerast óháðar stað og stund vegna dásamlegrar tækni, sem er vísindum lík. Þetta er órækt vitni um íslenzkan bókmennta- arf, þar eð af þeim rótum er forvitnin sprottin. Og gott er til þess aS hugsa, að sögustaðir sjáist, þó að þeir séu ekki eltir uppi. Sjónvarpið gerir slíkt ævintýri mögulegt. Þó trúi ég, að marga fýsi á staðina vegna sjónvarpskynningarinnar, enda gefst þá fjölbreytilegri reynsla, þv( að tækni vélmenningarinnar er ekki almáttug. Suðurland er mér löngum ríki Njálu, þó að þar sé fátt heimilda um þessa meistaralegu sögu nema staðirnir. Ferð um þær slóðir sannar samt (mynduninni veruleika af þv( að sumt hefur aldrei breytzt að kalla. Fjöllin eru á sínum stað, fljótin og leiðirnar fornu, þó að húsakostur sé annar á Hlíðarenda og Berg- þórshvoli en á dögum Gunnars og Njáls. En vissulega öfunda ég þjóðir, sem eiga dýrmæta forngripi á upprunalegum stöðum og ( óbreyttu um- hverfi. Elfur tímans hefur skolað ísland stríðum flaumi, enda er (slenzk náttúra geðrík og stórlynd, veður mörg og hörð, vötn djúp og ströng og sær ágengur ( sambýlinu við landið. Og einmitt þess vegna er ísland engu Ifkt að allra dómi nema kannski þeirra, sem ætla til tunglsins. Framhald á bls. 28. 39. tbi. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.