Vikan


Vikan - 28.09.1967, Blaðsíða 50

Vikan - 28.09.1967, Blaðsíða 50
sé þú sefur ennþá nakin — jafn- vel ein. Augu hans hvíldu á nöktum lik- ama hennar með glettnislegri við- urkenningu. Það var eins og hann væri að rifja eitthvað upp fyrir sér, sem hann hafði þekkt fyrir löngu og kæmist nú að því, að það væri betra en hann minnti. Hún gerði enga tilraun til að hylja sig, en sagði: — Já. Viltu rétta mér sloppinn? Hann reis á fætur, tók slopp úr hvítu, deplóttu næloni yfir nælon- tafti, af fótagaflinum og rétti henni. Sneri svo aftur til stólsins. — Þú svafst f öllum fötunum fyrri helm- ing ævinnar og vilt nú aldrei fram- ar sofa í fötum af neinu tagi, var það ekki þannig? Hún kinkaði kolli. Kongóvopnið var aftur komið undir koddann og varaiiturinn á náttborðið. Hún vafði um sig sloppnum og horfði á Mike Delgado á meðan; hún fann gam- alkunnan sting fyrir bringspölunum og vissi, að hjartslátturinn var orð- in örari. Það fór f taugarnar á henni og hún sagði næstum reiði- lega: — Hvaða leið komstu inn? ' — Af svölunum. Hann bandaði letilega með hendinni f átt til gluggatjaldanna. — Ég hefði get- að hringt eða bankað. En það er erfitt að venja sig af gömlum sið- um, eins og þú veizt. Blágræn augu glitruðu glettnis- lega. — Er það? Það hefur mér ekki fundizt. — Samt sefurðu enn nakin. Hún yppti öxlum og tók sfga- rettu upp úr gullveski á náttborð- inu og kveikti í. — Og þú reykir ekki enn? spurði hún. — Alltaf jafn dyggðugur. Hann hafði lag á að bera langa hökuna þannig til, að hann varð eins og prestslegur. Þetta hafði alltaf kom- ið henni til að hlæja og hún hló nú, en þessi sami vottur af spennu var kyrr hið innra með henni. Bak við spennuna, sem var Ifkamlegs eðlis, vann nú hugur hennar hratt, meðan hún vóg og mat möguleik- ana. Mike Delgado var vel heima f þeim hópum, sem hún hafði tekið sér fyrir hendur að kanna, og vel kunnugur á ýmsum sviðum. Það var meira en mögulegt, að hann gæti staðfest grun Tarrants, að minnsta kosti að einhverju marki. En Mike gerði ekkert, nema hann hefði sjálfur hag af þvf. Ef hún spyrði hann beint út, myndi hún aldrei komast að því, hvort svar- ið væri satt eða logið. Jafnvel þótt hann vissi það, gat hann log- ið, til að auðvelda sér sínar eigin fyrirspurnir, meðan hann væri að komast að því, hvort eitthvað væri honum f hag f þessu. Henni gramdist þetta ekki. Þetta var hluti af leik, sem hún hafði leikið of lengi sjálf til að hafa nokkurn rétt til að láta sér gremj- ast. Framhald næst. mátti skjóta gusu af samþjöppuðu táragasi, nægilegu magni til að lama mann á sex feta færi. Hún greip um það og leitaði með þum- alfingrinum að rofanum á lampan- um. Hún sat uppi í sömu andrá og mild birta baðaði herbergið. Innan við gluggatjöldin sat mað- ur í hægindastól. Hann var f Ijós- drapplitum jakka og dökkum bux- um, f hvítri skyrtu með dökkbláa þverslaufu. Hárið var þykkt, dökkt og fremur sítt, en vandlega greitt. Augun voru blágræn og glaðleg í sólbrúnu andliti með langri höku, andlitið með þessum sérkennilega, þróttmikla svip, sem svo oft verð- ur árangur af blöndu frsks og spænsks blóðs. Modesty studdist við höndina, sem hélt á kongóvopninu, og fann kunnuglegan hrísling fara um Ifk- amann, eins og litlar heitar kúlur, sem þufu um undir hörundinu. Hún lokaði huganum fyrir þvf og sagði: — Sæll, Mike. — Sæl, þú. Röddin var þýð og vottaði ofurlítið fyrir hreim. — Ég Hvað kostar Vikan? Kr. 27.11 ef þú gerist áskrifandi Símar 36720 og 35320 50 VIKAN 39-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.