Vikan


Vikan - 28.09.1967, Blaðsíða 32

Vikan - 28.09.1967, Blaðsíða 32
w ONSON KVEIKJARAR Vanti ykkur tækifærisgjöf þá munið Ronson. Ronson kveikjarar fyrir dömur og herra, fjölbreyttara úrval en nokkru sinni fyrr, einnig úrval af borðkveikjurum. Einkaumboð: I. GUÐMUNDSSON & CO. HF. Hverfisgata 89, Reykjavík. STJÖRNUSPÁ w Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl): Eitthvað í umhverfi þínu gerir þig óstyrkan, en þetta mun réna er líður að vikulokum. Störf þín eru erfið og þú þarft að leggja þig fram. Þú verður áhorfandi að sérstökum leik. Vogarmerkið (24. september — 23. október): Hafðu meira og oftar samband við kunningja og vini. Þú hefur ekki gott af að draga þig út úr hópn- um. Þú ert á góðri leið að lokastigi aðaláhugamáls þíns. Varastu árekstra á heimilinu. m Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí); Nú er réttur tími fyrir þig að fara fram á ýmiss konar kjarabætur, beint eða óbeint. Þú þarft að blása nýju lífi í starf þitt, það er orðið allt of vana- bundið. Þú gerir góð kaup í vikunni. Drekamerkið (24. október — 22. nóvember): Það liggur mjög vel á þér, en þú mátt gæta þín að tala ekki of mikið. Greiðasemi þín fær ekki það þakklæti sem þú hafðir vonazt eftir. Þú ert ekki nógu nærgætinn við þína nánustu. Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní): Verk eins kunningja þíns kemur þér til að undrast. Gættu þess, að ekki verði gengið á hluta þinn, hafðu allt á hreinu. Gerirðu einhver kaup skaltu hafa ein- hvern með í ráðum. Bogamannsmerkið (23. nóvember — 21. des.): Þú 'nærð óvenjumiklum árangrl í vikunni, í sam- bandi við mál er þú hefur lengi glímt við. Þú færð fréttir af vinum í fjarlægu landi. Hikaðu ekki við að leggja hart að þér til að ná takmarkinu. © Krabbamerkið (22. júní — 23. júlí): Vertu vakandi, því góðu tækifærin gera ekki alltaf boð á undan sér. Ósætti kunningjafólks þíns kemur sér afar illa fyrir þig nú. Þú ferð í ferðalag og tekst áform þitt með ágætum. £ Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Nauðsynlegt er, að þú svarir þeim bréfum, sem þér hafa borizt, annað gæti haft vafasamar afleiðingar. Þú skalt aðstoða gamlan félag þinn, sem á mjög erfitt um þessar mundir. Líónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst): Eldri maður hefur augastað á þér sem samstarfs- manni. Treystu á sjálfan þig, það er ekki víst að aðrir dugi þér eins vel og nauðsynlegt er. Leggðu þig fram við hvað sem þú gerir. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar); Þér hættir til að eyða um efni fram og skaltu því ekki vera með mikla peninga á þér að jafnaði. Þú lendir í velheppnuðu samkvæmi, en það stendur kannski einum of lengi. kfi Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): Þú verður í mikilli umferð, vertu vel vakandi og varkár. Þú hjálpar kunningjum þínum dálítið, en það reynist helzt til tímafrekt vegna annarra starfa þinna. Heillalitur er blár. Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz); Þú ert mjög ákafur við áhugamál þitt, en þú mátt alls ekki vanrækja skyldustörfin þessvegna. Ætt- ingi þinn, sem þú hefur átt mikil samskipti við, þarf nauðsynlega að ná tali af þér. 32 VIKAN 39- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.