Vikan


Vikan - 28.09.1967, Blaðsíða 22

Vikan - 28.09.1967, Blaðsíða 22
— Af Modesty? — Mmm. Ég veit ekki hvernig það byrjaði, en allt í einu er eins og það hafi komið yfir hana ein- hverskonar æði. Hún hamast við fjárhættuspil. — En hún hefur aldrei gert það áður. Ég á við að hún hefur haldið því innan skynsamlegra takmarka. — Hún spilaði það ekki óhæfi- lega, meðan fullt var af öðru, sem hún þurfti að hugsa um. Willie andvarpaði og hristi höfuðið. hætti störfum. Nú átti hún blóm- legt hótel að hálfu og lifði þægilegu og skemmtilegu lífi. Bauer átti hinn helminginn og hún sá hann oft, en aðeins í viðskiptaerindum. Hún sagði honum hverja þá kjaftasögu, sem hann kynni að hafa áhuga fyrir, en hqfði tekið það skýrt fram, að hún myndi ekki starfa fyrir hann. — Veiztu, hvað ég held, Willie? spurði hún og lagði aðra höndina á bringu hans. — Kannske Modesty sig. — Mér er farið að fara aftur! Ilse hafði risið á fætur og farið ( hvítan innislopp úr silki, Nú þeg- ar bar hún aftur þennan fjarlæga, kynkalda svip, sem gaf rangar upp- lýsingar um hæfileika hennar. Willie spurði kvíðafullur: — Eru þeir enn með þessar dásamlegu ostrur hjá Ehmke? Hún leit á hann með léttri undr- un: — Auðvitað, Willie. Hvers- vegna? — Ó . . . . Ég var bara að hugsa. EFTIR PETER O'DONNEL FRAMHALDS- SAGAN 9. HLUTE Fyrir framan hann var mesta spilapeninga- hrúga, sem nokkurn tíma hafSi sézt í þess- um sal, og þó var bankahámarkið óvenjulega hátt, eða jafngildi tuttugu þús- und sterlingspunda. 22 VTKAN 39- tbl- — Það er öðruvísi núna. Hvern- ig hún hefur látið upp á síð- kastið ........ Hann hikaði eins og hann hefði verið að því kominn að segja eitthvað, sem ekki sómdi sér ....... það er allavega ekki skynsamlegt. — Tapar hún? — Það er upp og ofan. En það er hvernig hún spilar. Það er engin glóra í því. Ilse virti hann fyrir sér með gáfulegum augum. Einu sinni hafði hún verið aðstoðarstúlka í Netinu. Starf hennar hafði einfaldlega ver- ið fólgið í því að blanda sér í hóp fjármálamanna og iðnjöfra, hlusta og reyna að verða einhvers vísari. Hvaða gagn Modesty Blaise varð af upplýsingum hennar vissi hún ekki ,og lét sig engu varða. Hún fékk starfið hjá Bauer, sem var deildarstjóri Modesty í Þýzkalandi og gaf honum skýrzlur sínar. Hún áleit að það sem hún hafði að segja væri ef til vill notað fyrir iðnaðarnjósnir, sem var mjög ábatasamt fyrirtæki. Vegna þess að llse hafði jökla- fegurð, sem hvatti menn til að þýða hana, hafði starfið verið auð- velt. Hún þurfti sjaldan að sofa hjá manni til að komast að því, sem hana langaði að vita, og jafnvel ef þess þurfti, gat hún valið og hafnað sjálf. Ef hún gaf skýrzlu um að ekkert hefði áunnizt í einhverju ákveðnu máli, komu engar spurn- ingar, þrýstingur eða ávítur frá Bauer. Ef til vill væri það öðruvísi nú, þegar Bauer réði öllu. Það var þessvegna, sem llse hafði fremur kjörið að láta borga sér út, heldur en halda áfram að þjóna Bauer, þegar Modesty leysti NetiS upp og geðjist ekki að því að hafa ekkert að gera, og væri ánægjuefni að losna við alla sína peninga og verða að byrja upp á nýtt. Willie starði á hana með undr- un og vantrú, en áður en hann gæti sagt nokkuð, flýtti hún sér að halda áfram. — Nei, segðu mér ekki, að þetta sé barnalegt, Ef til vill gerir hún sér ekki grein fyrir þessari tilfinn- ingu sjálf, og þetta er aðeins eins konar. . . Hana vantaði orð á ensku og hún gretti sig óánægð. — Eitt af því, sem maður ræður ekki við, þú skilur. - Þörf? — Já. Einmitt það. Sálfræðilegt. — Það gæti kannske verið. Will- ie dró fýlulega að sér sigarettu- reykinn. Hann var mjög ánægður. Nema hann segði llse að þegja, myndi hún segja Bauer frá þessu, og það myndi spyrjast eftir réttum leiðum. Hann hafði þegar sett hið sama af stað í París, og á morgun myndi hann fara til Rómar. Þar myndi hann hitta Calvanti til að selja þrjá útskorna rúbin- steina fyrir Modesty, stórkostlega steina, sem hún hafði skorið út sjálf, með stnum eigin höndum, ( skartgripavinnustofunni [ þakibúð- inni. Og fyrir hreina heppni myndi Tasso einnig koma þangað frá Aþenu. Það liði ekki á löngu, þar til allir, sem máli skiptu, vissu um þetta. Willie fann til ofurlítils léttis yfir því, að eftir Jeanette í París í gær og llse hér i dag, átti hann engum svefnherbergisskyldum að gegna ( Róm á morgun. Þegar hann gerði sér Ijóst, að hann var þessu feg- inn, varð hann skyndilega skelfdur. — Jesús! sagði hann við sjálfan Hún kom og settist við hliðina á honum og hann fann létta snert- ingu langra fingra hennar, þegar hún hallaði sér fram og horfði á andlit hans. Ylur og æsingur log- aði á ný hið innra með honum. — Þú ert svo áhyggjufullur, Will- ie, sagði hún. — Ég er það ekki lengur. Hann velti sér hratt fram úr rúminu og stóð upp. — Nei, það er allt í lagi með mig, llse. Mér liður vel. Aðeins útvöldum viðskiptavinum var leyft að spila í la petite salle privée. Þessi staður var því aðeins lítill, að hann væri borinn saman við aðalspilasalinn, sem lá hins vegar við teppalagðan ganginn á efri hæð spilavítisins. Veggirnir í salnum voru klæddir eikarpanel. Loftið var með skreyti- myndum og mjög hátt undir það, og þrjár stórar Ijósastikur héngu niður úr þvi. Stóri bogaglugginn, sem vissi í áttina til hafs, var nú hulinn bak við dökkrauð flauelis- gluggatjöld. Svart teppi þakti gólf- ið út í hvert horn. Umhverfis lágt, nýralagað borðið voru tólf stólar úr safínviði með ávölu baki, eftir tizkunni, sem Robert Adam tók að láni frá Frakklandi. Tveir breiðir legubekkir og sófi frá því á siðustu öld stóðu meðfram veggjunum. í einu horninu var lúga inn f lítinn bar. Það var um tylft manna i saln- um. Modesty Blaise var eini kven- maðurinn. Hún var ( Ijósbrúnum, siðum silkikjól. Það glitraði á de- mantseyrnahringi ( eyrum hennar. Hvítir glófar úr frönsku nælonsatíni náðu henni upp fyrir olnboga. Þykkur reykjarmökkur sveimaði uppundir loftinu. Það var dauða-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.