Vikan


Vikan - 28.09.1967, Blaðsíða 13

Vikan - 28.09.1967, Blaðsíða 13
„FARÐU ÚR JAKKANUM OG BRETTU UPP SKYRTUERMINA/4 SAGÐI HANN OG VINUR OKKAR HLÝDDI. Það var einu sinni . . . þannig hefjast öll góð ævintýri eða gerðu það, þegar ég var ung . . . já, það var einu sinni maður, sem ekki gat sagt sannleikann. Hann laug meira að segja að sjálfum sér og trúði því statt og stöðugt, að hann segði sannleikann — líka meðan hann laug að öðrum. Það nefnist sjálfs- blekking og er erfitt og óskiljan- legt orð. Maðurinn í ævintýrinu var í raun og veru góður og grandvar maður, sem engum vildi gera mein og lyg- arnar hans voru á köflum til þess eins að gera engum mein. Hann var líka trúaður maður og hann vissi, að sannleikurinn er sagna beztur. Hann þjáðist vegna lyganna á kvöldin, þegar myrkrið ríkti og hann var einn með sjálfum sér og svo auðvitað konunni sinni, en hún telst ekki með öðrum, því maður og kona eru eitt. Hann breiddi sængina sína vand- lega yfir sig, stakk annarri hend- inni undir koddann og las Faðir Vor margsinnis í þeirri von að gaml- ar og fornar lygar megnuðu þá ekki að naga hjarta hans. Þó sofnaði hann sjaldan fyrr en undir morgun og þá alltaf með sömu orðin á vör- unum: „Elsku, hjartans, góði Guð, gerðu það fyrir mig að láta mig segja SANNLEIKANN og ekkert nema SANNLEIKANN á morgun." A morgnana efaðist hann um til- veru Guðs, þvi um leið og hann lauk sundur vörunum til að segja sannleikann, streymdu fram lygarn- ar líkt og lygn, stilltur árstraumur. Hann laug að konunni sinni, að vinnuveitanda sínum, að félögum sínum, ættingjum, vinum og yfir- leitt öllum, sem hann komst yfir að Ijúga að. Kona mannsins ávítaði hann fyr- ir smálygarnar (góðar eiginkonur skamma ekki manninn sinn) vinnu- veitandi hans skammaði hann fyrir fjarvistir hans og trúði ekki fjar- vistarsönnun hans (það gera góðir vinnuveitendur aldrei) og vinir hans, félagar, ættingjar og kunn- ingjar blátt áfram veltust um gólf- in veinandi af hlátri. „Svakalega ertu fyndinn! Þú lýg- ur meira en Vellýgni-Bjarni!" Maðurinn, sem ævintýrið er um var ofsóttur. Ofsóttur af alls konar smálygum. Þær létu hann ekki í friði. Þær létu hann aldrei í friði. Hann gat ekki um annað hugsað en litlu lygarnar og stóru lygarnar og mið- lungs lygarnar. Hugsað um þær fram og til baka, fundið örlítinn galla á þeim öllum, því enginn er fullkominn, og reynt að brjóta heil- ann um, hvernig það væri að segja sannleikann og ekkert annað. Já, hann vinur okkar var ofsótt- ur maður og niðurbrotinn maður, vegna þess eins að hann þráði óstjórnlega, yfirþyrmandi, ofsalega, geysilega að segja satt. Dag nokk- urn henti hann frá sér náttfötunum ( stað þess að brjóta þau snyrti- lega saman eins og hann var van- ur og hrópaði til Guðs Föðurs Al- máttugs: „Ef þú ert til, já, ef þú ert til, þá lætirðu mig segja sannleikann í dag og ekkert nema sannleikann. Hjálpaðu mér, Guð!" Máttarvöldin mátu hann víst ekki svo mikils að leggja það á sig að gera kraftaverk hans vegna enda hljóta kraftaverk að vera fram úr hófi kostnaðarsöm. Morgunninn var eins og allir aðrir morgnar og í há- deginu lagði maðurinn það ekki á sig að labba heim í mat og Ijúga þar meira en þegar var komið. Nei, hann ætlaði að setjast niður á bekk í Hljómskálagarðinum og vera þar einn með hugsanir sínar og smá- lygar innan um endurnar. „Ef einhver tryði mér," hugsaði vinur okkar, lygarinn, „ef aðeins einhver skildi, að ég vil segja sann- leikann og ekkert nema sannleik- ann." Og eins og í öllum ævintýrum var þetta augnablikið, sem krafta- verkið gerðist. Skyndilega, á algjör- lega óskiljanlegan hátt, birtist ung- ur, gamall maður við hlið hans á bekknum, þar sem hann hafði set- ið áður. Ungur og gamall. Lítill og stór. Hrukkóttur og sléttur. Ljótur og fal- legur. Eilífur og ódauðlegur. Hann sat þarna á bekk og gerði ekki baun, nema hvað hann horfði á endurnar. Hann reis ekki einu sinni á fætur og henti brauðmola út á tjörnina handa glorhungruðum önd- unum og þó átti hann plastpoka fullan af niðurbrytjuðu brauði. — Svona plastpoka eins og framleidd- ir eru í rúllum. Þetta var Ijómandi penn maður eins og raunar allir sannir töfra- menn og seiðskrattar eru og honum virtist líka vel við lygarann. „Amar eitthvað að, elsku vinur?" spurði ungi, gamli maðurinn og brosti svo skein ( óvenju hvttar hvassar tennur. Vinur okkar brosti á móti og sýndi sínar gulu geiflur, sem alls ekki hefðu hent í tannkremsauglýs- ingu nema þá að þær væru notaðar til að sýna, hvernig færi fyrir þeim, sem ekki notuðu X tegund af tann- kremi. Hann ætlaði sko ekki að játa hörmungar og sorgir fyrir bláókunn- ugum manni og það sitjandi á bekk í Hljómskálagarðinum undir Lista- skáldinu góða. Það hefði verið annað um há- nótt yfir flösku og undir Landnáms- manninum, en núna . . . nei, það var af og frá. En þetta bros, sem átti að vera kurteisisbros og jafnvel eilítið háðs- legt, svona til að segja, að hann væri ekki allur, þar sem hann væri séður, breyttist í orðaflaum lítils, ofsótts teturs, sem sagði nú í fyrsta skipti allan sannleikann og ekkert annað um lygarnar og annað slíkt. Hver hefði trúað því, að seið- skrattar og töframenn, sem við lás- um um í Þúsund og Einni Nótt og Þjóðsögunum gætu lifað á tuttug- ustu öldinni? Samt var það svo. Og Ijóti, fallegi maðurinn horfði beint á vin okkar og spurði með tann- burstabrosið enn á vörunum: „Svo þig langar til að segja sannleikann og ekkert nema sann- leikann alla tfð?" Lygarinn kinkaði kolli. „Það verður auðvelt," sagði ungi, gamli maðurinn og tautaði eitthvað fyrir munni sér meðan hann seild- ist í vasa sinn og dró fram sprautu, bómullarhnoðra, sprittglas og und- arlegt hylki. „Farðu úr jakkanum og brettu upp skyrtuermina," sagði hann og vinur okkar hlýddi. A meðan setti, hrukkótti, slétti maðurinn nálina í hylkið og saug inn í sprautuna rauðleitan vökva. Það fór að fara um vininn. „Hvers konar efni er þetta?" spurði hann og var jafnvel farinn að halda, að nú fengi hann eitt- hvert eitur eða jafnvel banvænt lyf í æð. Nema þetta væri Skratt- inn sjálfur og vildi láta hann und- irrita samning með blóði. Skrattinn hlaut að nota nýtízku vísindi til að ná í blóðið núna, en ekki hnífsodd eins og áður. „Sannsöglilyf," sagði ungi, gamli maðurinn og stakk nálinni ( æð mannsins og tautaði um leið fáein orð fyrir munni sér. Það er óþægilegt, já, jafnvel sárt að láta sprauta sig, en þetta var alvöru töframaður og alls ekki vondur eins og hinir f sögunum og lygarinn fann ekkert til. Alls ekki neitt. Þetta var ekki vitund sárt né óþægilegt. „Þá er þetta ( lagi," sagði fal- legi, Ijóti maðurinn og strauk með bómullarhnoðranum yfir olnboga- bót mannsins. „Nú segir þú sann- leikann og ekkert nema sannleik- ann." Svo hvarf hann. Ég veit ekki, hvernig hann hvarf. Töframenn fyrri tíma hurfu í skýstrók eða reykjar- mekki, en seiðskrattar nútímans not- færa sér tæknilegar framfarir og hverfa á annan máta. Kannske hann hafi svifið til himins, sokkið til heljar eða einfaldlega orðið ó- sýnilegur. Hvernig veit ég, hvert töframenn hverfa? Lygarinn sat á bekknum sínum við Tjörnina og horfði á það, hvern- ig litla stungan á handlegg hans hvarf unz ekkert sýndi, hvort hann hefði fengið sprautu eða hvar. — Hann bretti niður ermina og fór f jakkann sinn um leið og hann reyndi að Ijúga því að sjálfum sér, að hann hefði dreymt þetta allt. En veslings vinurinn sagði nú sannleikann og ekkert annað og það jafnvel þegar hann talaði við sjálfan sig í huganum. Hann átti enga sjálfsblekkingu lengur og það var slæmt. Hins vegar átti hann inni í sér þá vissu, að héðan í frá yrði það sannleikurinn og ekkert nema sann- leikurinn, sem fram gengi af munni hans og hann þandi út brjóstið og andaði léttar. Loksins! Loksins! Ekk- ert gat gert honum mein héðan ( frá. Hvernig átti vin okkar að óra fyrir því, að allt þjóðfélagið er byggt upp á smálygum. Ekki stór- um eða illgjörnum, heldur litlum, sætum, hvítum lygum. Vinur okk- ar var sannfærður um, að héðan í frá yrði hann mikils metinn sakir hreinskilni, sannsögli og heiðar- leika. Hann gekk Lækjargötuna og bar höfuðið hátt. Skyndilega skrikaði honum fótur og hann skall all harkalega á hnakkann. Kærulaus drengstauli hafði hent bananahýði á götuna, en þar sem vinur okkar var orðinn góður, sannsögull mað- ur, bar hann höfuðið hátt og leit ekki niður fyrir fætur sér. Það gera aðeins niðurlútir lyg- arar og útlagar, sem óttast allan heiminn og líka það, sem á jörð- inni hvílir. Sannsögull maður veit um ágæti sitt og ber höfuðið hátt líkt og Farí- seinn og fáir verða betri Farísear en þeir, sem falla og rísa aftur. Þeir hneykslast mest á syndum ann- arra. En svo við höldum áfram ævin- týrinu þá er bananabörkur afar háll og sleipur og vinur okkar féll ekki 39. tbi. VIKAN 13 i

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.