Vikan


Vikan - 28.09.1967, Blaðsíða 29

Vikan - 28.09.1967, Blaðsíða 29
mið miðlykkjuna sem alltaf er slétt. Fellið af frémur laust og prjón- ið um leið sl. 1. og br. 1. br. Saumið peysuna saman eins og öxlina og pressið lauslega yfir saumana frá röngu með örlítið rökum klút, ef með þarf. (Ef vill um leið yfir röngu peysunn- ar á sama hátt). Angelique Framhald af bls. 5. ina. Dn þeir brutu á sér fæturna um leið og þeir lentu og allur áhugi annarra til að fylgja þeim eftir drukknaði í þjáningarópum þeirra. Lægðin, sem þau fóru niðu klettana, var enn undir stjórn sjóræn- inganna og vernd. Aðrir sjómenn hjálpuðu konum og börnum niður og hlóðu þeim í skipsbátinn, sem síðan var róið á miklum hraða þang- að sem skipið lá fyrir akkerum. Um borð voru sjómennirnir reiðubúnir að leysa upp seglin og strengja þau, svo hægt væri að leggja af stað í flýti. Maitre Gabriel og Angelique sem þrýsti Honorine að sér, fikruðu sig fram á brúnina, maltverjinn hafði tekið Jeremy að sér. Skotliðarnir frá sjóræningjaskipinu voru einnig á hægu undanhaldi, skríðandi eins og allir aðrir. Rödd liðsforingjans hljómaði á ný: — Hafið engar áhyggjur drekar; þegar þessir glæpamenn komast niður á ströndina, getum við piprað á þá eins og okkur sýnist. Þið, þarna yfirfrá, skjótið á skipsbátinn! Hann hrópaði til hermannanna, sem hafði lánazt að ná út á kletta- brúnina lengst til hægri .Þeir voru of langt í burtu til að miða á flóttamennina og sjóræningjana, meðan þeir voru undir klettunum, sem slúttu framyfir sig. En um leið og skipsbáturinn kom framundan skjólinu, í stefnu á skipið, varð hann sæmilegt skotmark, þrátt fyrir fjarlægðina. Kúlur tóku að hvína allt umhverfis litla bátinn og skelfingaróp bár- ust frá konum og börnunum, sem þar kúrðu. Séra Beaucair stóð uppi, þrátt fyrir mótmæli þeirra sem bátnum stýrðu. Gömul, brostin rödd hans hljómaði yfir ysinn, þegar hann byrjaði af öllum kröftum að syngja sálma. Sjóræningjarnir i skipsbátnum reyndu að komast af hættusvæðinu eins fijótt og unnt var. Að þessu sinni heppnaðist þeim að komast um borð í skipið, án þess að nokkur hefði særzt, en þeir áttu eftir að snúa við og sækja Þá, sem enn voru í landi. Drekunum ynnist timi til að laga miðið. — Við náum þeim! Haldið áfram! Við hittum næst, þrumaði liðs- foringinn. — Hafið þið nú allt tilbúið! Þau heyrðu smella i byssuhömrum og ískra í teinunum innan í hlaup- inu, þegar byssurnar voru hreinsaðar, síðan heyrðu þau keðjurnar glymja við púðurhornið. Nokkrir hermenn þutu fram á klettabrúnina, ölvaðir af sigurtilhugs- uninni, og reyndu að ná til þeirra, sem enn stóðu uppi á klettunum. Angelique var vel komin af stað niður stíginn, ofan á ströndina, þeg- ar fúlskeggjað andlit eins drekans og ógnandi sverð gnæfði frammi fyrir henni. Gabriel Berne kastaði sér milli hennar og hermannsins og skaut; maðurinn féli til jarðar, en í dauðateygjunum náði hann að slæma sverðinu til Maitre Gabriels. Kaupmaðurinn riðaði með svöðu- sár á öxlinni og gagnauganu og hefði fallið fram yfir klettabrúnina, hefði Angelique ekki náð taki á honum í síðustu andrá. Hvað þessi stóri, máttvana skrokkur var þungur! Hún tók að renna í áttina að hengifluginu, kallandi á hjálp. Einn af skipverjum Gouldsboro, svartur í framan af púðurreyk, kom henni til hjálpar. Hann náði taki á særða manninum og sjálpaði þeim báðum niður eftir klettinum, eins vel og hann gat. Rödd niðri á ströndinni hrópaði skipun á ensku. Hún hlaut að hafa gefið fyrirmæli um að hörfa, því að síðustu sjóræningjarnir, sem enn voru á skytteríi uppi á sandhólunum, stukku upp eins og apahóp- ur og renndu sér niður eftir klettunum, til félaga sinna. — Nú er allt i lagi! Nú er röðin komin að okkur, hrópuðu drekarnir. Angelique reyndi á leiðinni niður að halda undir höfuð Maitre Berne, sem fossblæddi úr. — Hann er dáinn! Hann er dáinn! Ö vesalings vinur minn. Tvær hendur gripu um mitti hennar og neyddu hana til að snúa við. Það var Rescator. — Ah! Þarna eruð þér! Síðust, auðvitað! Þér eruð hreint brjáluð, vitið þér það! Hún sá ekki betur en að hann væri að hlægja undir grímunni. Hann virtist ekki gera sér grein fyrir þvi að þetta var dap- urleg stund, að hann sjálfur og áhöfn hans voru í svo að segja von- lausri aðstöðu hér á ströndinni, að skipsbáturinn gæti ekki nálgast þau meðan drekarnir stæðu þarna yfir þeim. Hann sýndist gersam- lega ómeðvitandi um þá staðreynd, að fjöldinn allur af mönnum hans lá særður á ströndinni og mölin litaðist af blóði þeirra, og siðasta stund þeirra allra var örugglega upprunnin ....... Hann hló og þrýsti henni að sér. Það var eins og hann væri ást- fanginn af ambáttinni, sem hann hafði keypt á Krít, eins og ástríða hans hefði aðeins orðið öllu kröfuharðari eftir vandræðin og erfið- leikana, sem hún hafði þegar kostað hann. Ný og hræðileg hugsun hafði tekið að ásækja Angelique, hún barð- ist um og litaðist í allar áttir með æðisgengum augum. — Honorine! Hvar er Honorine? Ég sleppti henni til að hjálpa Maitre Berne, þegar hann særðist. Ég er viss um, að hún er ennþá þarna uppi! Hún ætlaði að þjóta af stað upp eftir einstiginu aftur, en hann hélt henni í járngreipum. — Hvert eruð þér að fara? Verið kyrr þar sem þér eruð, heimskingi! Þeir eru í þann veginn að skjóta af fallbyssunum. Þér mynduð verí^ ^sprengd i tætlur! Eftir endilangri hlið Goldsboro höfðu kýraugun verið opnuð, og í ljós komu svört hlaupin á tíu fallbyssum. Angelique rak upp hátt, skerandi óp, eins og sært dýr. Hún hafði rétt í Þessu komið auga á græna húfu A Á-9-4-2 V 2 ♦ 10 Jf, A-K-D-10-8-7-5 4 D-8-7-6-5-3 N A G y K-D-G V A y 8-7-6-5 4 Á-K-D 4 6-4-3-2 4> G 8 Jf, 9-Ö-4-3 A K-10 y Á-10-9-4-3 4 G-9-8-7-5 A 2 Sagnir í þessu spili eru allt annað en til fyrirmyndar, en spilið væri líka heldur lítið forvitnilegt án beirra. Norður, sem lét sig dreyma um að fá að spila doblaðan laufsamning, opnaði á tveimur tíglum, til að blekkja andstæðingana. Suður sagði þrjá tígla, Norður þrjú hjörtu, enn til að blekkja Suður fjögur hjörtu. Nú sagði Norður loksins fimm lauf, Suður breytti í fimm tígla. Nú var Norður ekki farið að standa á sama, og þegar hann sagði sex lauf, beið hann í of- væni eftir sögn Suðurs. En Suður sagði auðvitað sex tígla. Nú var Norður kominn í eitt svitabað, og í vonleysi sagði hann sjö lauf. En Suður neitaði að sætta sig við þessi bannsett iauf, svo að hann breytti í sjö tígla. Vestur doblaði, og lái honum það enginn, og nú tók Norð- ur af skarið og sagði sjö grönd. Og auðvitað doblaði Vestur. Austur lét út spaðagosa. Norður tók á kónginn í borði og lét út spaðatíu. Vestur lagði drottninguna á, og Norður tók á ásinn. Síðan fór Norður að fást við lauflitinn. Og honum létti til muna þegar laufagosinn féll. Jæja, þegar búið var að taka á sex lauf, var staðan orðið þessi: A 9-4 V 2 ♦ 10 A 0 A 8-7 y K-D ♦ Á 4^ ekkert ekkert y Á-10-9 4 G-9 Jf, ekkert Norður lét nú út síðasta laufið sitt og fleygði tígulníunni úr borði. Vestur varð að kasta tígulásnum. Nú kom spaðanía, og í hana fór tígulgosinn úr borði. Nú var tígulníunni spilað, og Vestur var kom- inn að lokaþættinum í þessari hroðalegu kastþrangarmartröð: sjö grönd sögð og unnin. ‘ Og Norður brosti sigri hrósandi — bölvaður. A ekkert y 8-7-6 4 6-4 ekkert 39. tw. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.