Vikan


Vikan - 28.09.1967, Blaðsíða 16

Vikan - 28.09.1967, Blaðsíða 16
ED SULLIVAN er tvímælalaust ein þekktasta sjónvarpsstjarna í ví8ri veröld. Þóttur hans er orðinn 19 óra gamall og hefur allt tíð notið geysilegra vinsælda. íslendingar hafa kynnzt Ed Sullivan og þætti hans í Keflavíkursjónvarpinu, og þess vegna er ekki ólíklegt, að marga fýsi að kynnast eilítið nón- ar ferli þessa manns. ÞaS, sem hér fer ó eftir er ein- tal Sullivans. Hann ræðir um æsku sína, örlagaþræði og skrýtin og skemmtileg atvik. — Skemmtiþættir! segir hann. — Stundum finnst mér erfitt að trúa því, að ég í raun og veru komi ná- lægt slíkum hlutum, — en þó get ég ekki hugsað mér að gera nokk- urn skapaðan hlut annan. Ég ætl- aði mér þetta aldrei, — enginn úr fjölskyldu minni hafði nokkru sinni stigið fæti á leiksvið. En hér er ég, þetta geri ég, og ég er ánægður. Ég og kona mín, Sylvia heitir hún, eigum fjöldann allan af skemmtilegum minningum frá öll- um þessum sunnudagskvöldum í sjónvarpinu, — þetta eru orðin 19 ár. Viðvíkjandi þessum skemmti- þáttum höfum við hjónin komið út um allan heim. Og ég hef komið fram í rúmlega 50 löndum, við hin- ar furðulegustu aðstæður. Ef hægt er að tala um sögu Ed Sullivans, þá er þar miklu fremur um að ræða sögu Skemmtiþáttar Ed Sullivans. (The Ed Sullivan Show). Það eru áhorfendurnir, stjörnurnar og hinar verðandi stjörnur, sem hafa gert þennan þátt minn að lengsta framhaldsþætti veraldar. Sífellt gerist eitthvað nýtt. Við vorum stödd í Moskvu um það leyti, sem hinn frægi fundur Krústjoffs Sjónvarpsþáttur Ed Sullivans er orðinn 19 ára gamall og hefur alla tíð notið mikilla vinsælda. í þættinum hafa flestir frægustu skemmtikraftar heims kom(ið fram. Hér segir Ed Sullivan söguna af sjálfum sér og sjónvarpsþætti sínum. Hann segir frá bernsku sinni og uppruna, skrýtnum og skemmtilegum atvikum sem komið hafa l'yrir í þáttum hans, kynnum sínum af frægum skemmtikröftum og ýmsu fleira. I------------------------t------------------------------J og Nixons, sem þá var varaforseti Bandaríkjanna, stóð yfir. Þetta var í fyrsta skipti, sem amerískur skemmtiþáttur átti að birtast rúss- neskum áhorfendum. Og við vild- um ekki láta okkur nægja minna en Krústjoff sjálfan í þáttinn. Þótt við hefðum öll leyfi í lagi, áttum við í erfiðleikum með að koma sjónvarpstækjunum inn í landið. Ég símaði strax til Washing- ton og kvartaði yfir þessu, en engu að síður fékk ég rússneskan em- bættismann í hausinn. Ég reyndi að útskýra fyrir hon- um, að þetta væri á misskilningi byggt. Við værum hingað komin með gott eitt í huga, hefðum með- ferðis ágæta listamenn og hefðum eytt offjár í þetta fyrirtæki. — Fólk- ið vill heyra okkur og sjá, sagði ég. — Hvað hefur þú á móti okkur? Ég sagði við Sylviu, að ef Krúst- joff hefði verið sjálfur í Moskvu, hefði svona lagað ekki átt sér stað. Og ég sagðist ætla að skrifa hon- um, þegar ég kæmi heim. Þá var það túlkurinn okkar, ung og falleg stúlka, sem greip fram í, og spurði, hvers vegna ég skrifaði honum ekki strax. Þegar ég kom heim á hótel- ið skrifaði ég nokkur orð til Krúst- joffs, og bað túlkinn að fara með bréfið í menntamálaráðuneytið, ef það kæmi henni ekki í vandræði. En hún sagði sig vera færa í flestan sjó með þennan miða. Og þegar ég ætlaði að þakka henni fyrir, sagðist hún ekki vera að gera þetta fyrir mig, heldur fyrir land sitt. Daginn eftir fengum við skilaboð um það að öll okkar vandamál væru leyst. Bréfið til Krústjoffs hafði augsýnilega hrifið.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.