Vikan


Vikan - 28.09.1967, Page 34

Vikan - 28.09.1967, Page 34
Dýrkeypt ástarævintýri HUSMÆDUR - ATHUGID heimilistækin eru byggð eftir kröfum norskra neytendasamtaka — því ákaflega vönduð og verð hagkvæmt. KPS- heimilistækin eru seld víða um heim: Á Norðurlöndum - Sviss — Vest- ur-Þýzkalandi - Austurríki og jafnvel víða í Afríku - og standa sig allsstaðar jafn vel. KPS — 250 lítra kæliskápurinn er ákaflega fallegur — sterkur og fyrirferðalftilI. — Mál 60X60X117 cm. Skápurinn er með 22 lítra frystihólfi og er á hjólum. Verð aðeins kr. 12.700,00. KPS-a utomatic eldavélin er með bakarofni — hitaofni jafnsuðuhellu — hraðsuðuhellu — gufihiti fyrir bakar- ofn — lausri ofnrúðu — klukku og Ijósi. Er á hjólum. KPS frystikisturnar 320 lítra eða 500 lítra — eru með læstu loki Ijósi — ryðfríum körfum og grindum í botninn — öryggisljósi og eru á hjólum. KPS frystikisturnar eru ákaflega fyrirferða- litlar miðað við geymslurými. 370 lítra 67 X 94 X 103 cm. 500 lítra 67X94X 154 cm. - Ver8 frá kr. 18.900,00. Eigum einnig 160 lítra og 330 lítra frystiskápa og sambyggðan frysti- og kæliskáp 330 lítra. KPS-heimilistækin fáið þér víða um land. Sölustaðir í Reykjavík: VERZLUNIN BÚSLÓÐ HF, Skipholti 19 BALDUR JÓNSSON SF., Hverfisgötu 37 AÐALUMBOÐ: Einar Farestveit & Co liff. /esturgötu 2 - II. hæð. NORGES ST0RSTE I I HUSHOLDNINGSAPPARATER -K K. PETTERSENS S0NNER A S • SARPSBORC Framhald af bls. 25 bláum, snyrtilegum fötum og snjó- hvítri skyrtu. Þetta var að minnsta kosti enginn leppalúði, hafði Vale- rie hugsað. John skrúfaði niður rúðuna og spurði dálítið gremjulega: — Hvað á þetta að þýða? Sjáið þér ekki að við viljum vera í friði? í svars stað dró maðurinn upp skammbyssu úr vasanum. Síðan sagði hann með rödd, sem gaf til kynna að heppilegast væri að mót- mæla ekki: — Opnið þið, ég vil komast inn. John gerði sem honum var sagt. Hann gat varla gert margt annað. Skelfingu lostin störðu þau Valerie á manninn, sem smeygði sér inn í aftursætið. Hann var um þrítugt, jarphærð- ur og augun djúplæg. Hann talaði með kokníáherzlum. Til að dulbúa sig hafði hann bundið hálsklút fyr- ir niðurandlitið. — Mér finnst ég vera eins og kúreki með hólkinn þann arna og hálsklútinn, sagði hann og var gamansamur. — Málin standa þann- ig að ég þarf á bíl að halda. En að keyra í myrkri er ekki beinlín- is mín sterka hlið, svo mér fannst vel við eiga að þið vrðuð svo elskuleg að skutlci mér smáspól. — Við skulum gera hvað sem er, bara ef þú lofar að nota ekki skammbyssuna, sagði Valerie. — Taktu hvað sem þú vilt, bílinn, pen- ingana okkar, fötin okkar. En skjóttu ekki. — Verið óhrædd, svaraði komu- maður. — Þið hafið enga ástæðu til þess, svo framarlega þið gerið það sem ég segi ykkur. Til að skýra málið nánar sagði hann: — Ég þarfnast bílsins til morg- uns. Þessvegna hef ég hugsað mér að þið yrðuð mér til skemmtunar þangað til. Við getum setið hér í nokkra klukkutíma. Síðan skuluð þið keyra mig á ákveðinn stað. Þið getið kallað mig Jim. — Hvað verður um okkur, þegar þú ert kominn þangað sem þú ætl- ar? spurði Valerie. — Sleppir þú okkur þá? — Við sjáum nú til, sagði mað- urinn hlæjandi. — Þið skuluð ekki láta ykkur detta í hug að ég ætli að láta ykkur hlaupa skemmstu leið til að hringja í lögregluna. Nei, ég hafði hugsað mér að binda ykkur tryggilega, og svo verðið þið að liggja, þar sem þið eruð kom- in, þangað til einhver kemur ykk- ur til hjálpar. En þegar þar að kemur verð ég búinn að hafa fyr- irtaks nota af bílnum. Gætið þess bara vel að vera ekki með nein uppátæki. Þá er aldrei að vita hvað getur skeð. Eg er vel birgur af skotfærum, sagði hann og klappaði á annan jakkavasann. Næstu tvær klukkustundirnar sátu þau þarna [ bílnum og töluðust við. Það var aðallega Jim, sem hafði 34 VIKAN 39- tbl-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.