Vikan


Vikan - 28.09.1967, Side 21

Vikan - 28.09.1967, Side 21
EFTIR IVrMí Andrés Indriöason að eru alltaf gleðitíðindi, þegar spyrst, að von sé á nýrri plötu frá hinni ágætu hljómsveit Ingimars Eydal. Ein ný er nú kominn á markaðinn með yfirskriftinni „Þorvaldur og Hljómsveit Ingimars Eydal, en önnur kemur út á næstunni, og eru lög- in á þeirri plötu sungin af Helenu Eyjólfs- dóttur. Á plötu Þorvaldar er eitt lag sýnu skemmtilegast, — lagið „Skárst mun sinni kellu að kúra hjá“. Þetta er bandarískt þjóð- lag, og hinn bráðsnjalli texti Kristjáns frá Djúpalæk fellur dæmalaust vel að því. Hér er hljómsveit Ingimars í sinni réttu mynd, eins og þeir þekkja hana, sem komið hafa í Sjálfstæðishúsið á Akureyri. Hin þrjú lög- in á plötu Ingimars eru af öðrum toga, tvö róleg (þar á meðal annað eftir Þorvald sjálf- an) en hitt í „beat“ stílnum eftir Öm Bjarna- son. Hljómsveit Ingimars Eydal hefur sann- arlega músik við allra hæfi, en slíkt er auð- vitað aðalsmerki hverrar góðrar hljómsveit- ar. Nú syngur Helena Eyjólfsdóttir með hljómsveitinni og hefur sjaldan eða aldrei sungið betur. Hljómsveitin er því ekki á flæðiskeri stödd með góða söngkrafta. Hin viðkunnanlega bassarödd Þorvaldar hefur leikið um eyru landsmanna undanfarin tvö ár, en að okkar hyggju hefur hann þó ekki alltaf verið heppinn með lagaval á hljóm- plötum. Þau eru mörg hljóðfærin, sem liðsmenn hljómsveitarinnar geta handleikið, og sjálf- ur spilar Ingimar oft og tíðum á tvö hljóð- færi í einu — orgel og cembaló! Eins og fyrr segir er önnur plata væntanleg frá Ingimar og hans fólki innan tíðar. Þar syngur Helena fjögur lög, þrjú erlend en eitt eftir Þorvald Halldórsson. Allir textar á þeirri plötu eru eftir Ómar ftagnarsson. Kemur ekki til mála, þér komist ekki inn hér, nema þér hafið dán- arvottorð! Tvær nýar^l^ Hlfdímplötur ffrá hljómsveit logimars Eydal Þeir voru framlágir Keflvíkingamir fjórir, sem stigu um borð í Gullfaxa sunnu- dagsmorguninn 27. ágúst. Þetta vora HLJÓMAR, sem voru að spila að Hvoli kvöld- ið áður og höfðu ýmist sofið einn til tvo tíma eða ekki neitt, áður en flugferðin til London liófst. Gullfaxi var það fljótur, að ekki tók því að leggja sig, en hins vegar höfðu HLJÓMAR heilan sólarhring í London áður en tekið skyldi til starfa. Þeir ætluðu sem sé að leika tólf lög inn á hljómplötu og var það endahnúturinn á fjögurra mánaða þrotlausu starfi vegna hjómplötunnar. Á plötunni verða sjö erlend lög með íslenzkum textum, m. a. nokkrum eftir Ómar Ragnarsson. Síðan eru það íslenzk lög og það eru auðvitað lög eftir Gunnar Þórðarson. Svavar Gests, sem gefur út þessa nýju hljómplötu HLJÓMA, sagði okkur að hann hefði fylgzt með æfingum og væri hann sérstaklega ánægður með hljómsveit- ina og vænti mikils af plötunni, því ekki vissi hann til þess að jafn mikil undir- búningsvinna hefði verið lögð í neina aðra íslenzka plötu. Væntanlega getum við rætt við HLJÓMA þegar þeir koma til baka varðandi hljóðritun hljómplötunnar í London, en platan sjálf er væntanleg á markaðinn í lok október mánaðar.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.