Vikan


Vikan - 28.09.1967, Síða 49

Vikan - 28.09.1967, Síða 49
Modess „Blue Shield" eykur öryggi og hreinlæti, því blá plasthimnan heldur bindinu rakaþéttu að neðan og á hiiður.um. Bindið tekur betur og iafnara raka og nýtist því fuilkornlega. Silki- mjúkt yfirborð og V-mynduð lögur gerir notkun þess óviðjafnanlega þægiiega. Aldrei hefur bindi verið gert svc öruggt og þægi'egt Modess DÖMUBINDI Elnkaumboð: GLÓBUS h.f. ing, sem knýr mig til að skrifa; en þér skiljið mig kannski ekki. Nú, lifið svo heill og munið, að hvernig sem þér annars hugsið um mig, — er ég þó yðar ein- lægasta, tryggasta vinkona Magdalena Thoresen.“ Auðsætt er, að Grími hefur ekki litizt á blikuna, þegar æsku- vinkona hans hélt fast við þá hugsun að gerast rithöfundur, enda ekki í samræmi við róman- tík aldarinnar, sem lagði reið- innar ósköp upp úr „kvindelig blufærdighed“. Tímabili blúndu- buxna í Skandinavíu var ekki lokið, engin sokkalaus ást til, — Kærlighed uden strömper aðeins á pappírnum. Bergen var smábær og freist- andi gð vinna að því, að enginn gæti brotið boðorð meðalmennsk- unnar. f bænum virðast hafa bú- ið nokkrar fjölskyldur í ætt við Bakkabræður og höfðu einhvern veginn komizt til efna og valda. Þær mynduðu samfélag heitagra gegn prestsfrúnni, Ole Bull, Ib- sen og síðar Björnstjerne Björn- son og öðrum af því sauðahúsi. Frú Thoresen var bersyndug, fylgdi ekki manni sínum til kirkju, heldur fúskaði við leik- ritagerð og var upp á heiminn. Og nú á frúin í höggi við æsku- vin sinn og biður hann að skilja kveneðlið. Líklega hefur Grímur ekki bitið á agnið. Kon- ur áttu ekki að bera tilfinningar sínar á torg. Þær áttu að vera dularfullar eins og ævintýri. Og hver hefur gaman af að lesa ævintýrin aftur á bak? — Danska skáldið Poul Möller — mikill ástamaður — taldi hik' laust, að sú kona, sem ekki sveip- aði sig andlegri dul, væri mun ókvenlegri en sú, sem ekki hirti um að skýla nekt sinni. Ritaði hann um þessi efni og lagði ríka áherzlu á, hve viðurstyggilegt það væri af konu að gera rit- störf að atvinnu sinni.1) Lengi eimdi eftir af þesari dúðaást. Orð skáldsins finna hljómgrunn enn í dag: Fegurð hrífur hugann rneir* ef hjúpað er, svo andann gruni enn þá fleir' en augað sér. Utanlandsför frú Thoresen varð henni bæði til gagns og gamans. Nú var hún ákveðnari en nokkru sinni fyrr að helga skáldskapnum allar tómstundir. Árið 1857 hverfur Ibsen frá Bergen, en Björnstjerne Björn- son er ráðinn að leikhúsinu. Hann hafði samið fyrsta leikrit sitt fyrir tveim árum, stóð nú á hálfþrítugu, en frú Thoresen var 38 ára. Björnson varð brátt heima- gangur hjá prestshjónunum og einlægur aðdáandi frúarinnar. 1) Skáldið notar orðið vcdcrtsyggeUgt og auðkennir til frekari áréttingar. Þau drógust hvert að öðru sem sumherjar, sem elskendur. Hann var alger andstæða Ibsens í fram- komu, minnti á norska veðurfar- ið. Hann gat tekið allan heiminn í faðm sér, gælt við hann í gleði og gáska, tyftað hann í reiði sinni; ávallt barmafullur af lífs- þrótti, djörfung, hugsjónum. Frú Thoresen líkti honum við guðinn Júpiter. Um kynningu þeirra farast henni svo orð: ,,Þá endurfæddist ég, mér varð ljóst, hvar ég stóð, og hér var í rauninni að finna vísinn til þess, að ég varð skáldkona. Enginn hefur verið mér eins andlega skyldur og hann; hann var í raun og sannleika andlegur faðir minn. Ég hlaut að elska hann.“ - Síðar nefndi Björnson samband þeirra „andlegt hjónaband“. Eftir að Björnson kom að leik- húsinu, mátti segja, að uppreisn- arástand ríkti í bænum. Lög- reglu var jafnvel sigað á þá, sem bezt unnu þar að þjóðlegri list. Þennan erfiða tíma stóð Magdalena Thoresen við hlið Björnsons. Flokkur hans brýndi vopnin í stofunni hjá henni. Sumir voru efins um, hvort þessi angurgapi væri með réttu ráði. Honum varð ekki á að ganga troðna slóð. Kvenþjóðinni kom þó saman um, að hann væri að minnsta kosti skemmtilega vit- laus. Sumar gættu að vísu sóma síns og byrgðu þá skoðun í barmi, því að þetta var voða- maður. Hann elskaði storma og stríð, vildi leggja máttarstólpa að velli, kom með fangið fullt af vori og sól inn í norskt þjóð- líf: Jeg vælger mig april, fordi den stormer, fejer, fordi den smiler, smælter, fordi den ævner ejer, fordi den kræfter vælter, — i den blir somren til! Þennan streng sló Hannes Haf- stein íslenzku æskufólki framan af árum. Eru ekki kyn, þótt ann- arlegur fiðringur færi um göm- ul sálarhróf við svo skyndilega vorkomu eftir ísavetur. Magdalena Thoresen átti dýr- lega daga um þessar mundir. Hún minnist á bráðfleygar, stoln- ar stundir. Hún sinnti sjálf hús- freyjustörfum og annaðist sjúk- an mann sinn. Að listinni vann hún milli búrs og eldhúss. Að sögn hennar sjálfrar var á orði haft, að hún hugsaði ekki um annað en „að tildra sér til, daðra og skrifa kómedíur.“ — Gamlar konur urðu ósköp skrýtilegar til augnanna, er þær horfðu á eftir prestsfrúnni á götu. Tígristönn Framhald af bls. 23 — Sjáið til þess, ma'am. Hann tók þétt í hönd hennar, og hún fann þrótt hans og karlmennsku. — Ég á þrjú eða fjögur heimili, en þér getið alltaf náð til mfn f gegnum New York skrifstofuna, þegar ég er ekki þar. Þeir vita um hverja mína hreyfingu. Heimsækið mig ,hvenær sem vel stendur á fyr- ir yður, eða hringið í mig á eftir. Þér hafið kallað einu sinni, og ég kom þjótandi. Hann brosti, og þetta hrukkótta andlit bjó allt í einu yfir unglingslegum þokka. — Bn fyrir alla muni látið yður ekki finnast, að þér skuldið mér neitt. — Þakka yður fyrir. Ég skal gera sem þér segið. Þrátt fyrir brosið var hann jafn nær um, hvort hún átti við að heimsækja hann, eða hún skildi ekki láta sér finnast að hún skuldaði honum neitt. Hann kinkaði kolli, án þess að kryfja þetta frekar til mergjar og sagði: — Ég býst við, að það sem þér eruð að gera, hvað sem það er, hljóti að vera stórkostlegt. Far- ið varlega. Ég mun hugsa til yðar. Hann sleppti hönd hennar. Kink- aði kolli til Ferriers og gekk til dyra. Þegar hann kom fram f sal- inn, var andlit hans tjáningarlaust á ný. 7. Hún vaknaði allt í einu og vissi, að það voru fleiri í herberginu. Herbergi hennar lá framantil f hó- telinu, ekki meira en mflu frá spila- vftinu, sem hún hafði yfirgefið tveimur klukkustundum fyrr. Hún hreyfði sig ofurlftið, eins og f svefni, og renndi höndinni undir koddann, til að grípa litla kongó- vopnið sem var þar. Svo bylti hún sér yfir á bakið og önnur hendin kastaðist út yfir rúmbrfkina. — ( myrkrinu lokuðust fingur hennar varlega um varalitshulstrið, sem stóð rétt við lampann á lága nátt- borðinu. Þetta varalitshulstur hafði orðið til f vinnustofu Garvins. Úr þvf 39. tbi. VIKAN 49

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.