Vikan - 11.01.1968, Qupperneq 3
K
VIKU BROl
Sæktu lyfjakassann, Matthildur,
Jensen hefir setzt í stólinn hans
Snata!
Þetta er leirtauið, sjáið þér tjl,
konan mín hefur verið fjarver-
andi í vikul
IÞISSARIVIKU
Nei takk, síðast þegar ég fór
með svona skipi sökk það!
OKKUR DREYMIR Á HVERRI NÓTTU
MEÐ BROS A
SÍÐAN SÍÐAST
NY OG NYTSAMLEG TÆKI
VIKAN OG HEIMILIÐ
Bls. 4
Bls. 6
Bls. 8
Bls. 10
Bls. 12
Bls. 14
Bls. 16
Bls. 18
Bls. 22
Bls. 24
Bls. 26
Bls. 30
Bls. 31
Bls. 35, 38, 42
Bls. 46
VISUR VIKUNNAR:
Árið nýja uppá gátt
opnar dyr og glugga
og á loftið bjart og blátt
bregður naumast skugga.
Opnar standa ýmsar dyr
ill þótt veður geysi,
þjóðin hefur þraukað fyrr
þjáð af auraleysi.
Birta köld til lofts og lands
lýsir dyggðaveginn
þó að enn sé akstur manns
allur vinstra megin.
UTVARPIÐ SAGÐI:
Þetta er síðara bindi höfundar.
Baldur Pálmason í þættinum
Á bókamarkaði.
FORSIÐAN-
Á forsíðunni minnum við á helzta efnið, sem er í þessu blaði.
Sérstaklega vekjum við athygli á Nýjum og nytsamlegum
tækjum, sem eru í miðopnunni. Tækni og verklegar fram-
kvæmdir taka stöðugum framförum og hér nieð leggjum við
okkar skerf til þ°irrar þróunnar. Vonandi hafa lesendur gam-
an af þessu uppátæki.
VIKAN — ÚTGEFANDI: HILMIR HF.
Ritstjóri: Sigurður Hreiðar. Meðritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaða-
maður: Dagur Þorleifsson. Útlitsteikning: Snorri Friðriksson.
Dreifing: Óskar Karlsson. Auglýsingastjóri: Sigríður Þorvalds-
dóttir.
Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 33.
Símar 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 35.00.
Áskriftarverð er 470 kr. ársþriðjungslega, greiðist fyrirfram.
Prentun og myndamót Hilmir hf.
A
NffSTU
ERTU GÓÐUR MANN-
ÞEKKJARI heitir grein, sem
við birtum í næsta blaði. Þar
segir frá því, hvers við getum
orðið vísari um skapgerð
manna og eiginleika með því
að taka eftir, hvemig þeir
heilsa okkur. hvernig þeir
standa, hvernig þeir sofa,
nvernig þeir haida á sígarettu
og hvernig þeir pára á blað, á
meðan þeir bíða eftir símtali
eða einhverju slíku. Hið síðast-
nefnda er ekki sízt athyglis-
vert. Nær allir hafa fyrir sið að
rissa í hugsunarleysi á blað og
það er mjög mismunandi hvað
menn pára. Krassið segir okk-
ur sitt af hverju um skapgerð
mannsins. Við höfum fengið
nokkra þekkta menn til að
pára fyrir okkur á blað — og
síðan reynum við að lesa úr
párinu skapgerð þeirra og eig-
inleika ... Þriðji hluti viðtals
Sigvalda Hjálmarssonar við
Helga P. Briem, ambassador,
nefnist VILDI ROOSEVELT
AÐ SAMEINUÐU ÞJÓÐIRN-
AR YRÐU Á ÍSLANDI? í
þessum hluta segir Helgi frá
dvöl sinni í Portúgal og New
York á stríðsárunum ... Dag-
ur Þorleifsson skrifar pistil-
inn HUGSAÐ Á LEIÐINNI
HEIM. Hann segir fyrst sögu
af ljóðskáldinu Ezra Pound,
er hann var í París og blaða-
mönnum tókst að klófesta
hann, þar sem hann stóð í
Eiffelturninum. Þegar þeir
spurðu hann hvers vegna hann
væri þarna, svaraði hann:
„Þetta er eini staðurinn í allri
París. þar sem maður sér ekki
þennan andskotans turn.“ Síð-
an ræðir Dagur um Hallgríms-
kirkju og spáir því, að þar
verði margt um manninn við
messur. Það verði nefnilega
eina leiðin til að hafa ekki
kirkjuna fyrir augunum að
vera inni í henni!
2. tbt. yiKAN 3