Vikan


Vikan - 11.01.1968, Síða 11

Vikan - 11.01.1968, Síða 11
 ' ' - V. *! ■ ■ P| *• , Ragnarök Dresdenar, séð úr elnni árásarflugvélinni. Önnur er á mynd- inni til vinstri. Ein af glæsilegri hliðum stríðsins. — Árásarflugfloti frá Vesturveldunum f leiðangri. Flogið er hamalt að hætti villigæsa, og umhverfis sprengjuflug- vélarnar fara sveitir orrustuflugvéla þeim til verndar. Kjarnorkusprengjan sem slétti úr Híró- símu gcrði ásamt fleiru að vcrkum, að árásin á Dresden vakti tiltölulega litla athygli. Þó fórust „aðeins" rúmlega sjö- txu þúsund manns í Hírósímu (þaðan er myndin) en líklega að minnsta kosti hálfu fleiri í Dresden, þótt á hana væri aðeins varpað venjulegum sprengjum. gerð til að merkja skotmarkið með svifblysum og ljóssprengj- um. Klukkan þrettán mínútur yfir tíu var Lancaster-flotinn yf- ir borginni dauðadæmdu. Árásin stóð yfir í stundarfjórðung að- eins, en áhrif hennar urðu þeim mun ægilegri. Að henni lokinni stóð mestöll miðborgin, þar á meðal gamli borgarhlutinn með öllum merkustu sögu- og menn- ingarminjum staðarins, í ljósum loga. Og þó var þetta smáræði á móti þeim ógnum sem fylgdu næstu atlögu. Um varnir af hálfu Þjóðverja varð sama og ekkert. Um þessar mundir var orrustuflugfloti þeirra ekki orðinn nema svipur hjá sjón og átti auk þess erfitt um vik vegna eldsneytisleysis. Þar á ofan hafði yfirstjórn hers- ins nú skipað svo fyrir, að hon- um yrði fyrst og fremst beitt til aðstoðar hernum í víglín- unni, þar sem hans var að vísu meira en full þörf, en þetta gerði að verkum að færri orrustuflug- vélar en áður voru til taks að verjast sprengjuárásum Vestur- veldaxma. Vegna bensínleysisins var líka sjaldnast öðrum hleypt á loft en beztu flugmönnuniun, „ásunum“ svokölluðu, en meira að segja til þess þurfti sérstakt leyfi frá yfirstjórn hlutaðeigandi flughers. í Klotzsche, rétt utan við Dresden, hafði fyrsti her Luftwaffe að vísu flugstöð, en yfirmaður hans sat í Döberitz, skammt frá Berlín. Talsverðan tíma tók að ná sambandi við hann og fá flugtaksleyfi, og þeg- ar það um síðir var fyrir hendi, var það um seinan. Árásarflug- flotinn hafði þá lokið verki sínu og var kominn af stað heim- leiðis. Jafn brjóstumkennanlegir voru varnartilburðir loftvarnarliðs Dresdenar sjálfrar. Það var sök- um manneklu mestanpart skip- að nýfermdum drengjum úr Hitl- ersæskunni, og loftvarnarbyss- urnar sem þeir höfðu til umráða voru litlar og skammdrægar; langdrægustu byssur þeirra höfðu löngu verið fluttar á aðra staði, sem taldir voru í meiri hættu. Bretar misstu að vísu eina flugvél í þessari lotu, en henni grönduðu þeir sjálfir. Varð hún af slysni fyrir sprengju, sem annar Lancaster hafði kastað. Flestar hernaðaráætlanir fara að meira eða minna leyti út um þúfur vegna ófyrirsjáanlegra at- burða, en svo varð ekki um þetta meistarastykki Harrisar flug- marskálks. Eins og hann hafði gert ráð fyrir, þusti slökkvilið Dresdenar ásamt hjálparsveitum af ýmsu tagi inn á árásarsvæðið jafnskjótt og Lancaster-vélarnar voru á brottu. Það hvarflaði ekki að borgarbúum að fleira yrði gert að sinni. En klukkan hálf tvö um nóttina birtist nýr Lan- caster-floti yfir borginni, og var sá hálfu meiri en hinn fyrri og vel það, fimm hundruð tuttugu og níu vélar alls. Farmur þeirra var auk þess enn ægilegri en hinna fyrri, sem fyrst og fremst höfðu flutt venjulegar sprengjur, þótt þungar væru. En sjötíu og fimm prósent sprengjufarms annars flotans voru eldsprengjur, og nú rigndi þeim eins og loft- steinaéli yfir íbúa hinnar hrjáðu borgar, sem þegar töldu sig hafa fengið meira en nóg af djöful- dómi stríðsins. í þessari atlögu, sem varð banabiti Dresdenar, tóku þátt Framhald á bls. 34. 2. tbi. YIKAN 11

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.