Vikan - 11.01.1968, Page 14
Hún iðaði öxlunum og andvarp-
aði feginsamlega. Nú var það
versta afstaðið. Nú gat hún opnað
hugann fyrir því, sem var fram-
undan, og gefið hugmyndafluginu
lausan tauminn, því það sem var
framundan var gott.
Willie myndi líða eins.
Hún hallaði höfðinu til hliðar,
upp að öxlinni á honum, brosti svo-
lítið og sagði: — Halló, Willie vin-
ur. Segðu mér nú með Ijóðrænum,
fallegum orðum, hvað talað er um
Þessar síðustu sekúndur hafði
gluggi opnazt í vitund hennar og
hún sá skelfilega skýrt hvílíkt ok
hún hafði lagt á hann, síðan í vöru-
bílnum við vatnið, þegar hún hafði
lagt fram fyrirætlanir sínar og
bannað allar mótbárur.
Fyrir henni var hið hrottafengna,
líkamlega ofbeldi og þjáning síð-
astliðinna tveggja nátta andstyggi-
leg áþján; en hún hafði hæfileika
til að útiloka minninguna um það
sem hún ekki vildi muna og varpa
klefa sínum, gagntekinn af áreynslu
við að berjast við hugarsýnirnar,
sem þustu að honum, hvað væri að
gerast með hana, meðan hann lægi
þar.
Hún efaði, að hann hefði sofið.
Hann var þjálfaður eins og hún
sjálf í að loka huga sínum fyrir
eyðandi klóm ímydunaraflsins,- þessi
eiginleiki var einn af þeirra sterk-
ustu vopnum, en ekki nógu öflug-
ur til þess að hann gæti einn borið
árás síðustu sjötíu og tveggja
EFTIR
PETER O'DONNEL
á götunum þessa dagana.
Það var eins og hann hefði ekki
heyrt til hennar. Allt í einu gerði
hún sér grein fyrir því, að vöðv-
arnir í handlegg hans, þar sem hún
hvíldi kinnina, voru eins og stál-
teinar. Hún kipptist við, settist upp
og lagði höndina á framhandlegg
hans. Hann var stjarfur. Jafnvel
andlit hans var eins og timbur und-
ir hendi hennar. Hver vöðvi, taug
og sin í líkama hans var eins og
samanhert.
Hún tók sér stöðu fyrir framan
hann, lagði hendurnar á járnaxl-
irnar og hvíslaði: — Willie? Það
var ekkert svar. Blá augu störðu á
eitthvað, milljón mílur í burtu.
Hann barðist ekki á móti, þegar
hún losaði hendur hans af hnján-
um á honum, en hún varð að beita
afli. Svo hallaði hún sér að honum
og hratt honum til hliðar á rúmið,
svo lyfti hún fótunum, svo hann lá
á bakinu.
Hún sá baráttu, djúpt í augum
hans. Hann var að reyna að hjálpa
henni. Reyna að hrista af sér þá
freðnu hönd, sem hafði gripið hann
heljartökum.
— Ekki reyna á þig, Willie vin-
ur, sagði hún þýðlega. — Hvíldu
þig aðeins stundarkorn.
Hún kraup við hliðina á rúmbálk-
inum, tók aðra stjarfa höndina og
hélt handarbakinu að kinninni á
sér. Hún lagði hinn handlegginn
yfir bringu hans sem hófst og hné,
í skrykkjóttum, óreglulegum andar-
drætti og greip um öxlina á honum,
fann skeiðahnífana undir fram-
handlegg sínum. Hann sneri höfð-
inu svo að hann var andspænis
henni og starði í gegnum hana.
Hægt og blíðlega neri hún handar-
baki hans við kinn sína.
henni í eitthvert svarthol í huga
sér, þar sem hún myndi eftir stund-
arkorn eyðast upp, og aldrei gera
vart við sig framar.
Þetta hafði verið slæmt meðan
það stóð, en nú var því aflokið og
minningin þegar tekin að fölna.
Fljótlega yrði það með öllu horfið,
að því marki að hún myndi ekki
hafa neina tilfinningu af því að
hafa flækzt í það, sem gerzt hafði.
En Willie .... Hún vissi, að hún
var verndarvættur hans, miðpunkt-
ur lífs hans. í þrjá daga hafði
hann orðið að stunda vinnu sína
í dalnum, án þess að láta nokkuð
á sér sjá, án þess að tala nokkurn
tíma af sér, gef nokkurntíma til
kynna þjáninguna og iðandi bræð-
ina, sem hlaut að hafa ólgað í
honum, fyrst við vitundina um það,
sem myndi koma fyrir hana, slðan
það, sem var að gerast með hana,
og loks að heyra þetta andstyggi-
lega, sóðalega kjaftæði um hana.
Gamarra, stóra Bólivíumanninn
frá fyrri nóttinni — yfir hann myndi
hafa rignt áköfum spurningum.
Sömuleiðis Zechi, hinn harðskeytta
Pólverja seinni næturinna. Svo vildi
til, að þessir menn voru báðir f
deild Willies og báðir höfðu getað
borið saman bækur sínar lengi og
vel fyrir lostafullum eyrum. Þeir
höfðu ekki notið annars en mátt-
vana líkama, linrar og nær með-
vitundarlausrar konu í sjálfsköpuðu
dái. En þeir myndu gera sér mik-
inn mat úr því, úr því að þeir urðu
fyrstir I búðunum til að komast
yfir hana.
Willie Garvin hefði heyrt það allt.
Þessir dagar hljóta að hafa verið
honum dagdr geðveikislegs við-
bjóðs. Og næturnar. í tvær nætur
hlaut hann að hafa legið aleinn í
klukkustunda.
Og hún hefði átt að gera sér
það ijóst frá upphafi.
Willie Garvin hafði barizt heift-
arlegri, einmana baráttu og unnið
— en aðeins með naumindum. Hún
vissi að hann hafði gert allt sem
hann átti að gera, rétt eins og
hann hafði gert allt samkvæmt
áætlun, frá þeirri stund, sem hann
kom inn í herbergið til hennar.
Hann hafði í engu brugðið út af
því.
Það var kraftaverk að hann hafði
ekki misst tök á sér fyrir löngu. Nú
þegar hún hafði opnað huga sinn
á ný gerði hún sér glögga grein
fyrir því sem hún hafði lagt á hann
og hún dáðist að því að honum
hafði einhvern veginn heppnazt að
halda sig við hlutverkið.
— Ó, Willie. . . . Fyrirgefðu. Hún
hvíslaði.
Hann reyndi að hrista höfuðið,
en það hreyfðist aðeins ofurlítið.
Modesty hikaði. Hún átti öruggan
og vísan lykil til að losa hann und-
an því taki sem nú hélt huga hans
og holdi í helgreipum. Þetta var
lítill hlutur, einn eða tveir þumlung-
ar af bendli, vandlega falinn í
innábrotinu á pilsinu hennar. Þessi
sfubbur myndi opna hlekkina. . . .
En ef hún notaði þennan lykil hefði
hún brugðizt honum. Ekkert myndi
aftur verða jafnt fyrir Willie Gar-
vin.
Með hennar hjálp yrði Willie að
sigrast á þessu einn — og það ekki
án erfiðis.
Hún vissi ekki hvernig það var
bezt að hjálpa honum. Hún gat gert
sér upp reiði. Það var möguleiki að
það dygði.
Hann þyldi ekki að verða fyrir
reiði hennar. Eða þá að hún gat
FRAMHALDS-
L t
SAGAN
m8
tZM
24.HL.UTI
- Vissir þú .... Vissir
þú, Prinsessa.... að
aSeins um það bil einn
kuðungur af hverjum
fjórum milljónum er
örvhentur?
14 VIKAN 2 tbl