Vikan


Vikan - 11.01.1968, Side 17

Vikan - 11.01.1968, Side 17
Klukkuna vantaði sautján mínútur í tólf. Brad Holley beið, en ekki lengi. Með þessum liraða leið ekki á löngu, áður en þau kæmu út fyrir landhelgi Ameríku- Ég fer fram á barinn og fæ mér kaffi, sagði Brad, ákaflega elsku- lega. — Ertu með, Charley? — Já, sagði Smith og stóð strax á fætur. Þegar þeir komu að sæti Önnu, nam Holley staðar og sagði, mjög undrandi: — Nei, er þetta ekki signorina Vanoni, ég hafði ekki hugmynd um að þér væruð með vélinni. Hann sló út höndinni: — Fröken Vanoni, þetta er mágur minn, Charley Smith. — Góðan daginn, sagði Charley Smith. - - Svo að þið eruð góðir vinir? — Ekki beinlínis, sagði Holley. — Fröken Vanoni slarfaði við eilt af fyrirtækjunum á ítalíu, sem ég hef viðskipti við. Og við Önnu sagði hann: — Ég hafði ekki hugmynd um að þér væruð í New York. Þér hefðuð átt að hringja á skrifstofuna til mín- Anna brosti. -— Það var bara skyndiheimsókn, signor Holley. Ég var aðeins einn sóiarhring í New York, en nú er ég á leiðinni lil París og Brússel. -—- Stutt heimsókn, tautaði Smith þurrlega. Svo spurði Holley, ákaflega elskulega: — Vilduð þér kannski drekka kaffi með okkur, fröken Vanoni? -—- Grazie, sagði Anna og stóð upp. Þau gengu inn í litla veitingaklefann, og flugfreyjan færði þeim kaffi og smákökur. — Ég skal hella í bollana, sagði Holley, og rétti Önnu bolla, svo rétti hann Smith annan. Um leið hrasaði hann við, ekki mikið, en nóg til þess að hann hellti kaffi ofan á Smith- — Ó, fyrirgefðu, sagði hann, um leið og hann reisti sig við, og um leið laumaði hann hvítri töflu í bolla Önnu. Charley Smith notaði hvíta vasaklútinn úr brjóstvasa sínum til að þurrka kaffið af buxum sínum. — Geturðu ekki útvegað mér handklæði, eða eitthvað slíkt? sagði hann. — Já, það skal ég gera. Holley varð að bíða meðan náð var í hreint handklæði. Þegar hann kom aftur hafði Anna næstum tæmt bollann sinn. Flugstjórinn sagði eitthvað í hátalarann, en Holley heyrði ekki hvað það var, því að hann talaði stöðugt sjálfur og reyndi að horfa ekki á Önnu. Hendur hans skulfu svo, að hann þorði ekki að lyfta sínum eigin bolla. Nú hlaut þetta að muna aðeins sekúndum, hve mörgum vissi hann ekki- Kannski tuttugu. Nítján, átján, sautján. .. . Hún stóð upp. - Scusi, sagði hún. - Ég hef gleymt veskinu mínu í sætinu. — Ég kem aftur eftir andartak. Þegar hún fór tók Holley af sér gleraugun og þurrkaði þau vand- lega. Hann varð að berjast við sjálfan sig, til að hafa handastjórn. Charley Smith sagði, í ósköp hversdgslegum og kæruleysislegum tón: — Þú settir eitthvað í kaffið hennar, góðurinn. Ég sá þegar þú gerðir það, eftir að þú hafðir skvett úr bollanum mínum að yfir- lögðu ráði. Brad Holley sat hreyfingarlaus, strauk einu sinni lungunni um nábleikar varirnar. — Á þelta að vera eitthvað fyndið? sagði hann. ■— Nei, ég legg það ekki í vana minn að reyna að vera fyndinn, Holley. Það lá einhver ísköld hótun í því að hann notaði eftirnafn mágs síns. ■— Þú hlýtur að vera brjálað' r- sagði Holley. — Já, já, við sjáum það bráCúm. Eg vona þín vegna að þctla hafi ekki verið neitt banvænt. ■—■ Ég veit ekki hvað þú ert að tala um, stundi v. Hey. Smith hiélt áfram, eins og Holley hefði ekkert sag - Ég sá þig með henni á Washington Square, skilurðu þac. Ég ' 'áTð veita ykkur eftirför. Sérstaklega eftir að ég fann blaðagr; . '.•ílnv.m þínum, eitthvað um það að ekki væri hægt að koma i " yíi'* fólk fyrir utan landhelgi. Þess vegna tók ég mér far mec n ■ flugvél, Holley. Charley Smith sneri stórum innsiglishring um fingur sér, og hélt svo áfram með sömu, rólegu röddinni: — Ég myrdi r>ú ekki vera alveg öruggur að ekki væri hægt að beita lögunum, -'óðurinn. Þú hafðir auðvitað ekki reiknat' mcð því rð það j . ði 1 ' iga með þér meðan þú framkvæmdii verknrðiim- Hann þagnaði og hlustaði eftir einuvei ju. — Hvað er flugstjórinn að segja? Holley hallaði sér fram í sætinu, ruglaður á svipinn, meðan hann hlustaði á orðin, sem komu gegnum hátalarann, eins cg draugaleg martröð. — Vegna smávægilegrar bilunar í einum mótornum, verðum við að snúa við. Við erum nú yfir Montreal . . . lendum eftir nokkrar mínútur til viðgerðar . . • vonum að seinkun verði ekki mjög mikil. Framhald á bls. 41. ■ 2. tw. VIKAN it

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.