Vikan - 11.01.1968, Síða 18
SEM
GLEYMDI
"N
Hann þarf ekki annað en ganga til hennar og leggja hönd á handar-
hald töskunnar . . .
ÞORPID
TIMINN
Tíu mílur norðan við Zwolle, á
aðalveginum frá Amsterdam til
Groningen í Norður-Hollandi, er
þorpið Staphorst. Á yfirborðinu er
það í engu frábrugðið hundruðum
annarra þorpa. Það hefur langa
aðalgötu, tvö kaffihús og gula olíu-
dælu. Flestir ferðamenn aka fram-
hjá því án þess að heitið geti að
þeir taki eftir því.
En sá, sem skyggnist þó ekki sé
nema lítillega undir yfirborSið,
er á samri stund kominn aftur í
miðaldir.
Því að Staphorst er lifandi minja-
safn; vin í tuttugustu öldinni. Þar
hefur tíminn staðið í stað í fjögur
hundruð ár.
Enginn hindrar þig í að ganga
eftir aðalgötunni í Staphorst eða
að stara forvitnislega á litlu húsin,
sem eru fjörlega máluð blá og
græn, knipplingatjöldin fyrir glugg-
unum og skærrauða tígulsteinana.
Þú ypptir kannski öxlum út af
tilkynningunni á ráðhúsveggnum,
þar sem bannað er á fjórum tungu-
málum að taka myndir af íbúunum
án leyfis þeirra. Þér verður ef ti!
vill meira að segja skemmt, og þú
ákveður að láta þetta sem vind um
eyru þjóta. Mynd af einni húsmóður
þorpsins og dætrum hennar, sem
allar eru klæddar svörtum síðpils-
um og með litrík sjöl um höfuð
sér, yrði prýðis viðbót f safnið hjá
þér.
Þú tekur myndavélina upp úr
hulstrinu — og samstundis er fjand-
inn laus. Konan þrútnar af reiði og
gerir beinlínis áhlaup á þig, baðar
út höndunum, æpir eins og hún
hefur hljóðin til. Hálf tylft smá-
drengja sprettur allt í einu upp úr
götunni og tekur að grýta þig af
ofurkappi. Þú hefur móðgað Stap-
horst og Staphorst gefur þér það
greinilega til kynna.
Staphorst býr við aldagamla
18 YIKAN 2- tbl-
helgisiði. Þeir eru allsstaðar og
koma meðal annars fram f þjóð-
búningi kvennanna, sem er breyti-
legur í sniði og lit eftir aldri og
stöðu viðkomandi. Hið sérkennileg-
asta við búninginn er silfraða höf-
uðbandið, sem hver kona ber alla
ævi frá átta ára aldri.
Miðstöð alls félagslífs í þorpinu
er kirkjan. Flestir fbúanna eru Kal-
vínistar — en f Stapharst rekst
kristnin næstum ruddalega á furðu-
lega helgisiði, sem enginn veit hve
gamlir eru. Guðþjónusturnar á
sunnudögum standa yfir f tvo
klukkutíma, og þar kveður mest
að bullandi heitum prédikunum,
sem fluttar eru af leikprédikurum
sem kallast „bevindelingen". Þeir
uppástanda að hafa orðið fyrir
þeirri sjaldgæfu reynzlu að sjá Guð
augliti til auglitis.
Hótanaskraf þeirra um helvíti og
kvalirnar heldur fólkinu f eins
konar mýstískri skelfingu, sem er
auSvitaS voldugt vopn til aS
viShalda félagslegri nauSung.
Meira að segja tilhugalífið hefst
í kirkjunni. Piltunum í Staphorst er
sjaldan leyft að tala við stúlkurnar;
jafnvel í skólanum er bannhelgin
yfirþyrmandi. í kirkjunni sitja pilt-
arnir öðrumegin gólfsins, en stúlk-
urnar hinumegin andspænis þeim.
Hérna er það sem ungi maðurinn
velur sér eiginkonu. Ekkert er sagt,
og þaðan af síður kemur nokkur
líkamleg snerting til greina. Bón-
orðið og jáyrðið — eða hryggbrotið
— eru borin fram með snöggum,
næstum óttaslegnum augnatillitum.
Helgireglur mæla svo fyrir að
hin fyrstu líkamleg mök pilts og
stúlku megi ekki eiga sér stað inn-
an landamæra þorpsins. Á hverjum
fimmtudegi aka þorpsbúar vörum
sínum á reiðhjólum á markað í ná-
grannaborginni Meppel. Hver stúlka
á giftingaraldri ber þá útsaumaða
handtösku. Vilji nú einhver piltur
gera hana að eiginkonu sinni, þarf
hann ekki að láta það f Ijós með
öðru en ganga til hennar á mark-
aðstorginu og leggja hönd á hand-
arhald töskunnar. Ef stúlkan af-
hendir honum þá töskuna, táknar
það að hún hefur tekið bónorðinu.
Næsta dag — föstudag — er lítil,
hjartalöguð leðurbót hengd á úti-
dyrahurðina heima hjá stúlkunni,
oddurinn látinn vfsa upp, og veit
þá allt þorpið að hún ætlar að
fara að gifta sig.
Um kvöldið háttar hún ekki í
herberginu, sem hún til þessa hefur
alltaf sofið í ásamt systrum sínum.
Þess í stað liggur hún glaðvakandi
í „opkamertje" — brúðarherberg-
inu litla á neðstu hæð. f glugga-
kistunni stendur pottur með blóm-
um — tákn um undirgefni.
Klukkan tíu fellur skuggi á glugg-
ann. Tjöldin eru dregin varlega frá
og biðillinn kemur inn í herbergið.
Hann fer aftur fyrir dögun, eins
hljóðlega og hann kom. Nótt sem
þessi er kölluð „vrijersavond" —
biðilsnótt — og er hér um að
ræða sið, sem Staphorstbúar hafa
haft í heiðri f margar aldir, en
enginn veit hve margar ....
Biðilsnóttin þýðir hvorki hjóna-
band eða trúlofun, en svolítið af
hvorutveggja. Henni er alltaf fylgt
á eftir með opinberri hjónavígslu
— það er að segja ef stúlkan er
orðin ófrísk.
Ekkert barn, engin hjónavígsla.
Ef hinar leynilegu næturheim’
sóknir hafa engan ávöxt borið
eftir vissan tíma, er sambandinu
slitið.
Ekk' er hægt að kenna þennan
Framhald á bls. 45.