Vikan - 11.01.1968, Qupperneq 20
FRAMANDLEG
SAMFÉLOG
„Komdu ekki of nærri: jarðeign
þeirra er girt gaddavír — og hann
er rafmagnaður. Það er sagt
að þeir iðki dularkúnstir, þú kannast
við það — sumir halda meira að
segja að þeir grufli eitthvað í
svartagaldri. Þeir eiga sér „gyðju"
— yndislega Ijóshærða konu sem
kallast Denise Wolfer; hana dýrka
þeir. Það er sagt að hún dáleiði
meðlimi trúarflokksins, svo að þeir
verði eins og sjálfvirk áhöld. Það
er sagt. . ."
Maður gæti haldið að hér væri
verið aS lýsa einskonar skóla
fyrir tofralækna í Mið-Afríku eða
vúdúdýrkun á Haíti.
En í rauninni er hér tilfært dæmi
um þær sögur, sem ganga manna
á milli um einkennilegan trúarflokk,
er býr í Evrópu miðri og er nær al-
gerlega einangraður frá umheim-
inum.
Það afbrigði dýrkunar, sem fólk
þetta aðhyllist, er kallað Mether-
nitha. Það á að fela í sér parta úr
þremur orðum: metal (málmur),
metaphysics (frumspeki, háspeki) og
20 VTKAN 2- m-
eternity (eilífð). Hinn málmkenndi
partur nafnsins á að tákna, að
meðlimir trúarflokksins séu öllum
öðrum slyngari handverksmenn, en
jafnframt segjast þeir einbeita sér
að andlegri framþróun, eins og
„háspekin" og „eilífðin" ( heitinu
benda til.
Bústaðir safnaðarins eru
ofan við smáþorpið Linden í skógi
vaxinni hlíð í Emmenthal, í tuttugu
mílna fjarlægð suðaustan við Bern,
höfuðborg Sviss. Viðhorf manna
þar ( héraðinu gagnvart Mether-
nitha-fólkinu mótast af tortryggni
og hjátrúarkenndum ótta. Síðan
sjötta júlí, 1963, hefur sá ótti dag-
vaxið.
Þann dag fannst bóndi að nafni
August Moser, sem land átti að
jarðeign safnaðarins, myrtur. Hann
hafði verið stunginn hnlfi þrettán
sinnum. Úrskurður hins opinbera
var á þá leið, að hann hefði verið
„myrtur af óþekktri persónu eða
persónum," en f illkvittnislegum
kjaftasögum nágrannanna er því
haldið fram, að Methernithamenn
séu ábyrgir. Sumir setja morðið á
Moser ( samband við helgisiði trú-
arflokksins, aðrir segja að þeir hafi
ágirnzt jörð hans. Skoðun lögregl-
unnar er raunsærri. Henni þykir
líklegast að Moser hafi verið myrt-
ur af manni, sem hafi hatast við
hann persónulega og sætt lagi til
að koma sökinni á Methernitha-
menn.
Hver sá, sem óskar eftir inn-
göngu í söfnuð þennan, verður að
víkja að honum nokkurri peninga-
upphæð, eða þá einhverju öðru
dýrmæti, til dæmis gimsteinum og
skartgripum. Það var þessi siður
er fyrst kom af stað árekstrum
milli Methernitha og lögreglunnar.
1959 óskaði safnaðarkona ein,
er þreytt var orðin á meinlætaKfi
trúarflokksins, eftir að ganga úr
honum og bað yfirmann hans þá
um að sér yrði aftur fengin askja
sú með gimsteinum, sem hún hafði
lagt fram sem „inntökugjald".
Þessu neitaði frumkvöSull safn-
aSarins: gjöf er gjöf, hélt hann
fram og konan hafSi engan rétt
á aS taka hana aftur.
Konan sneri sér til lögreglunnar
og kvartaði. Leynilögreglumenn
heimsóttu söfnuðinn, en fengu ekki
inngöngu.
Þann þrltugasta nóvember 1959
tóku fjörutíu herlögreglumenn, vopn-
aðir táragassprengjum og með lög-
regluhunda, híbýli safnaðarins með
áhlaupi og þrautkönnuðu þau. Ekki
er vitað hvort þeir fundu dýrgripi
kvenmannsins, en þeir fundu há-
nýtfzka kvikmynda- og hljómplötu-
gerð, litla verksmiðju, þar sem
framleiddir voru hringar og fleiri
töfragripir, og hof þar sem Mether-
nitha-menn héldu guðsþjónustur
sínar.
I hofinu var stór bók, bundin I
málm, og skyldu nýliðar safnaðar-
ins lesa upp úr henni „trúnaðareið"
sinn. Það sýndi sig að nýliðarnir
báru óttablandna lotningu fyrir bók
þessari, þar eð allir sem snertu
hana fundu til „guðdómlegs"
skjálfta. Þó það nú væri, því að
lögreglan uppgötvaði að veikur raf-
straumur var leiddur í bókina á
næsta klóklegan hátt.
Meðlimir Methernitha-safnaSar-
ins í Linden eru um sextíu talsins
— karlar og konur.
Annar smásöfnuður þessa trúar-
flokks heldur til í Gais í kantón-
unni Appenzell, og þangað fara
meðlimirnir til að leita sér heilsu-
bótar með náttúrulækningum. Einn-
ig hefur Methernitha-flokkurinn
nokkur hundruð meðlima og vel-
unnara hingað og þangað í Ev-
rópu og Bandaríkjunum.
Forstöðumaður safnaðarins í
Linden er Paul nokkur Baumann,
sem heldur því fram að ekkert
framandlegt eða dulúðugt sé við
Methernitha. Að vísu er jarðeign
þeirra umlukt rafgirðingu — en
straumurinn er veikur og dugar að-
eins til að halda frá flækingskött-
um og öðrum óþarfakvikindum. (
sannleika er Methernitha hlutafélag
og hver meðlimur hluthafi.
Um vandræðin út af gimsteinum
konunnar og lögregluárásina segir
Baumann: „Þessi kona var sann-
kölluð vandræðamanneskja. Við
létum kanna verðmæti gimstein-
anna, sem reyndist aðeins nema
um þrjú hundruð frönkum (eitthvað
nálægt tvö þúsund og átta hundruð
krónum). Frá okkar sjónarmiði voru
þetta smámunir einir; stofnun okk-
ar er í engri fjárþröng."
Það eru orð að sönnu, þv( Met-
hernitha-menn eru fullkomlega
sjálfum sér nægir fjárhagslega. —
Framleiðsluvörur verksmiðjunnar
Framhald á bls. 43.