Vikan


Vikan - 11.01.1968, Page 22

Vikan - 11.01.1968, Page 22
 FER RE GAULLE í TAUGARRAR Á: FERDAMUNNUM ÞEGAR KONAN HLEYPUR AD HEIMAN „Það er eðlilegt, að ég skuli þurfa að vinna yfir helgina,“ sagði Egon Waltereit við konu sína laugardag einn fyrir nokkru. Þau bjuggu í úthverfi Hamborgar og áttu sex börn. Heimilið var að sjálfsögðu erfitt, en Egon vann mikið og hafði dágóðar tekjur, svo að ekki skorti fjölskylduna fæði og klæði, Eiginkona hans, Gisela, útbjó matarpakkann handa manni sínum; síðan kvaddi hann konu sína með kossi eins og hann var vanur. — Allt virtist vera með eðlilegum hætti. Egon hefur ekki séð konu sína síðan. Þegar hann kom heim aftur um kvöldið, var Gi- sela farin og börnin sex ein heima og grétu af hræðslu. Egon hefur ekki gert neina tilraun til að hafa upp á konu sinni, og hún hefur ekkert samband haft við hann. Hann fær ekki skilið, hvernig nokkur kona getur yfirgefið mann sinn og sex börn svona fyrirvaralaust. Hann ákvað strax að gleyma henni, halda lífinu áfram með börnum þeirra og láta eins og hún hefði aldrei verið til. En hver gat annazt heimilið og börnin, meðan hann fór til vinnu sinnar? Egon dó ekki ráðalaus. Hann setti auglýsingu í blað: „Hver vill ganga sex börnum í móður stað?“ Síminn hringdi litlu síðar og kona kynnti sig á þennan hátt: „Ég heiti Erika Crocoll og á fimm börn. Maðurinn minn yfirgaf okkur í fyrra og hefur ekki sézt síðan. Ég skal hjálpa yður, ef þér viljið.“ Þau töluðu lengi saman í símanum og það fór vel á með þeim. Daginn eftir kom Erika með börnin sín fimm og settist að á heimili Egons Waltereits. Börnin á heimilinu eru sem sagt orðin ellefu, en allt gengur eins og í sögu. Tvær sögur um snillinginn Bernard Shaw. Þegar hann var orðinn áttræður, varð hann á köflum ögn utan við sig, og því var það einu sinni í samkvæmi að hann villtist inn á kvennaklósettið, og glcymdi meira að segja að læsa klefanum á eftir sér. Að vörmu spori kom þar ein fín frú, opnaöi og hrá held- ur en eltki í hrún, þegar hún sá Shaw gamla sitja þarna inni. — En lierra Sahw, hvað eruð þér að gera hér? spurði hún andaktug. — Þér megið geta þrisvar, svaraði Shaw rólega. Um svipað leyti var hann eitt sinn spurður: — Hvernig Iíður þér, Bernard? — Þegar maður er kominn á minn aldur, svaraði Shaw fýlulega, líður honum annað hvort vel clleg- ar þá hann er dauður! Volkswaiei sloliO á 3D sekúidui Charles de Gaulle, Frakklandsforseti er nú farinn að verða geigvænlega dýr í rekstri fyrir þjóð sína. Hvert hnjóðsyrði, sem hann í sumar hefur látið falla um Kanada, Banda- ríkin, Bretland og fsrael hefur kostað morð fjár. Þetta hefur komið fram í stórminnkuð- um ferðamannastraumi til Frakklands. Hót- elin hafa verið hálftóm undanfarið, hinir freku leigubílstjórar Parísar hafa aldrei ek- ið jafnoft farþegalausir og síðastliðið sumar og minjagripaverzlanir, veitingahús og spila- búlur hafa átt litlum gróða að fagna. Bandaríkjamennimir, sem hafa á hverju sumri vaðið yfir Frakkland eins og eyðslu- samt en skaðlaust engisprettuský, eru nú famir að endurskoða sinn gang. Þeir þola ekki hina óvinsamlegu afstöðu de Gaulles gagnvart föðurlandi þeirra. Stórhótel Parísar, sem hafa verið helztu tilhaldsstaðir Banda- ríkjamanna, hafa fengið ónotalega að kenna á þessu. Herbergjanýtingin hjá þeim hrapaði í sumar úr áttatíu prósentum niður í sextíu prósent. Mörg tízkuhótelanna í Nizza og á Rívíerunni eru talin hafa misst frá sér tvo þriðju hluta bandarísku túristanna. I fyrra var viðskiptajöfnuður Frakka í túr- isma hagstæður í fyrsta sinni í mörg ár. Þá eyddu erLendir ferðamenn, sem til landsins komu, þar um níutíu milljónum króna, en franskir ferðamenn eyddu á móti aðeins um fjörutíu milljónum króna erlendis. En þessi lukka stóð ekki lengi. Og veitinga- menn, hótelstjórar og kaupsýslumenn kenna de Gaulle nm það allt saman. Raus hershöfð- ingjans um frjálst Quebec, þegar hann heim- sótti Kanada, daður hans við Arabaríkin í sambandi við stríð þeirra við ísrael, and- staða hans gegn inngöngu Breta í Efnahags- bandalag Evrópu — allt þetta hefur hleypt illu blóði í ferðamennina. Mamma las hátt úr blaði um mannýgan tudda, sem réðist á barnaltennara fyrir austan fjall og lék hann grátt. Að lestrinum loknum spurði Gunnar litli, 8 ára: — Hvernig vissi nautið, að hann var barna- kennari? 82 VIKAN 2 tbl Sænskir bílþjófar eru miklir listamenn í sinni grein, ef marka má rannsókn, sem þarlenda blaðið Tckni- kens várld lét nýlcga fara fram. Engir stýrislásar standa fyrir þeim, enda fjölgar bílstuldum í Svíþjóð ár frá ári. Rannsakaðir voru stýrislásar þeirra fimm bílteg- unda, sem mcst selst af f landinu: Volvo, Saab, Voikswagen_ Opel og Ford. Var hér um að ræða 1967 módcl allra tcgundanna og lásinn í þeim hafði hlotið meðmæli tæknideildar lögrcglunnar í Stokk- hólmi. Lásasmiður cinn var fenginn til að reyna að „stela“ bílunum. Hann lét svo um mælt: „Ég er eklti jafnsnjall bílþjófunum. Þeir kunna miklu meira en ég.“ Prófið átti sér 'Stað þannig, að stýrislásum ailra bílanna var læst og einnig dyrunum. „Bílþjófurinn" varð sem sé að brjótast inn í bílinn, ná upp stýris- lásnum, ræsa og aka af stað. Tíminn var tekinn frá því að hann gckk að bílnum og þangað til hann ók á brott. Niöurstaðan varð ekkert uppörvandi. Auö- veldast reyndist að stela Ford Cortina. „Bílþjófur- inn“ var ckki nema tuttugu og fimm sekúndur að brjótast inn í hann og aka af stað. Volkswagen var „stolið“ á þrjátfu sekúndum, Volvo Amazon á fjöru- tíu og Saab á fimmtu og tvcimur. Bezta lásinn reyndist Opel Kadett hafa. Lásasmiðurinn var fjór- ar mínútur og tuttugu og sjö sckúndur að „stela“ honum. Venjulegustu aðferðir bílþjófa hrína clcki á Opellásnum. Eðlilcga hefur þetta leitt til þess, að átrúnaður Svía á stýrislásum hefur hrapað niður úr öllu valdi. Þar f landi eru nú sérfræðingar farnir að tala um að öruggara sé að útbúa bílana með bjöllukerfi.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.