Vikan - 11.01.1968, Síða 25
■ — Eg vona að Þú látir þér ekki detta i hug að anza þessari
Ivífnu skipun, greip Gabriel Berne fram í.
BAngelique lagði höndina á úlnlið kaupmannsins til að róa hann.
I— Leyfðu mér að fara og gera út um þessi mál i eitt skipti fyrir
li. Úr því hann hefur valið tímann, skulum við samþykkja hann,
Iví í sannleika sagt veit ég ekki hvað hann vill, né hvað hann hefur
I huga.
I — Það veit ég aðeins of vel, tautaði Berne.
I — Það er alls ekki víst. Hann er einkennilegur maður.
I — Þú talar svo kunnuglega um hann, eins og þú hafir þekkt
lann lengi.
I — fig þekki hann nógu Vel til að vita að ég hef enga ástæðu iil
|ð óttast ..... það sem þú ert hræddur við.
I Hún rak upp lágan, næstum ástleitinn hlátur og hélt áfram:
I — Trúðu mér, Maitre Berne. — Ég kann að gæta mín. Ég hef
laft f fullu tré við erfiðari náunga en hann.
I _ Það er ekki ofsi hans sem ég hræðist hvíslaði Maitre Berne.
I- Heldur veikleiki hjarta þins.
I Angelique svaraði ekki. Þau höfðu skipzt á þessum orðum, án þess
Ið sjá hvort annað, þau höfðu dregizt ofurlítið aftur úr, meðan sjó-
Inaðurinn sem bar kyndilinn lagði af stað, i fylgd með arabiska
þkninum, Manigault og pappírskaupmanninum. Þau hittust öll aftur
Iraman við dyrnar að milliþilfarinu.
| Berne tók ákvörðun.
I — Ef þú ferð til híbýla hans fer ég með.
I — Það væri mjög misráðið, sagði Angelique kviðafull. — Það myndi
liðeins vekja reiði hans að óþörfu.
I — Dame Angelique hefur fullkomlega rétt fyrir sér, greip Mani-
tault fram í. — Hún hefur nægilega oft sýnt okkur að hún kann
Eð verja sjálfa sig. Ég er alveg sammála henni i því að hún fari og
fceri út um málin við þennan náunga. Hann hefur tekið okkur um
þorð í skip sitt, satt er það. Svo verður hann allt í einu ósýnilegur og
fcið erum komin í norðurhöf. Mig langar að vita hvernig á Þvi stend-
þr.
_ Að dæma eftir skilaboðinu sem arabiski læknirinn flutti, getum
k'ið varla látið okkur detta i hug, að Rescator langi að ræða um
hengdar og breiddarbauga við Dame Angelique.
[ — Henni heppnast að fá hann til Þess samt, svaraði Manigaujt,
fullur trúnaðartrausts. — Keyndu bara að minnast þess hvernig hún
þélt Bardagne heitnum í hæfilegri fjarlægð. Vertu nú öldungis ró-
ttegur, Berne! Hvers þarft þú að óttast, frá manni, sem hefur ekki
aðrar aðferðir til að heilla kvenfólk en hengja framan á sig leð-
urgrímu? Ég get varla ímyndað mér að konum finnist það mjög
aðlaðandi.
— Það er það sem undir grímunni er, sem ég óttast, sagði Berne,
næstum eins og við sjálfan sig.
Hann langaði mest til að beita valdi, til að koma í veg fyrir að
Angelique hitti Rescator, því hann var hneykslaður yfir þvi að hún
skyldi láta sér detta í hug að anza svona ósvifinni skipun. En svo
minntist hann þess að eitt af því sem hún óttaðist, ef hún yrði kon-
an hans, var það að verða á einhvern hátt fjötruð og geta ekki hagað
sér eins og hún óskaði, svo hann neyddi sig til að sýna umburðar-
lyndi og vinna bug á tortryggni sinni.
— Farðu þá! En ef þú verður ekki kominn aftur innan klukku-
stundar, tek ég til minna ráða.
Þegar Angelique klöngraðist upp stigann, upp á afturþiljurnar, var
jafn mikil ólga á hugsunum hennar og hafinu. Rétt eins og hafið
hefði allt i einu orðið villt og geysandi, ruddust tilfinningar hennar,
hver um aðra þvera og hún virtist ekki gera sér neina ljósa grein fyr-
ir þeim. 1 huga hennar toguðust á reiði, gleði, kviði og von, og svo
lagðist ofsahræðsla, eins og blýkápa á axlir hennar. Eitthvað var í
þann veginn að gerast! Og Það var eitthvað hræðilegt og ógnþrungið,
sem hún myndi ekki ná sér eftir aftur.
Hún hélt að henni hefði verið vísað inn í setustofu Rescators, og það
var ekki fyrr en dyrnar lokuðust að baki hennar, að hún sá að
hún var í litlum klefa, með einu kýrauga og eina skíman kom frá
kyndli, sem hékk í einskonar sigurnagla, ofan úr loftinu, til að koma
í veg fyrir að það hallaðist.
Það var enginn í klefanum. Þegar hún rannsakaði hann nánar komst
hún að þeirri niðurstöðu að hann hlyti að vera hluti af hibýlum
Rescators, því þótt hann væri þröngur og lágt undir loft, var kýr-
augað við annan endann, eins og þau sem voru allt umhverfis hí-
býlin á afturþiljum. Undir veggtjöldunum uppgötvaði hún dyr á
einum stað. Þær staðfestu þá tilgátu hennar að klefinn lægi upp að
setustofunni, þar sem Rescator hafði hingað til tekið á móti henni.
Hún tók í hurðarhúninn, til að ganga úr skugga um að hugboð hennar
væri rétt, en dyrnar opnuðust ekki. Þær voru læstar.
Angelique yppti öxlum, hálf óánægð, en lét það gott heita. Hvarf
síðan til baka og settist á rúmið, sem fyllti næstum allan klefann.
Því meira sem hún hugsaði málið, þeim mun sannfærðari varð hún um
að þetta væri klefinn, þar sem Rescator svæfi. Það hlaut að hafa ver-
ið hér, sem hann stóð óséður, þegar hún vaknaði á austurlenzka
legubekknum nóttina sem þau lögðu í haf, og fannst að horft væri
á hana, án þess að hún sæi nokkuð.
Það var nokkuð frekt af honum að láta vísa henni nú beint til
þessa klefa. En hún ætlaði að gera upp sín mál við hann. Hún beið
og smám saman þvarr þolinmæðin. Svo fannst henni þetta ekki leng-
ur þolandi og að hann væri að skopast að henni og hún reis upp
til að fara.
Það var eins og óþægilegt áfall að komast að þvl að dyrnar, sem
hún hafði komið inn um, voru einnig læstar. Þetta minnti hana
óbærlega á aðferðir d’Escrainevilles og hún tók að lemja á hurð-
ina og hrópa. En ærandi vindurinn og öskrandi hafið gleypti h]jóð
hennar. öldurnar risu hærra núna, eftir að nóttin var fallin á, öðru
sinni.
— Myndi stormur skella á, eins og Le Gall hafði spáð?
Henni flaug í hug sá möguleiki að þau myndu rekast á einhvern
af þessum gríðarstóru ísjökum og allt I einu varð hún afar hrædd.
Hún hallaði sér upp að veggnum og svo fikraði hún sig út að kýraug-
anu. öldurnar bleyttu gluggarúðuna, hvað eftir annað, skvettu á
hana úða og froðu, sem rann hægt af, svo að hún átti erfitt með að
sjá nokkuð út.
Samt sá hún, rétt í svip, stóran, hvítan fugl, sem sveif rétt fyrir
utan kýraugað, aðeins fyrir ofan sjávaryfirborð, og það var eins og
hann starði með grimmum augum á hana.
Hún hörfaði inn í herbergið aftur. Dauðskelfd. Ef til vill var
þetta sál drukknaðs manns. Það hafa svo mörg skip farizt á þessum
slóðum ...... En hversvegna hef ég verið læst hér inni, alein ......?
Það reið ólag yfir skipið, svo hún kastaðist frá veggnum, reyndi
að stöðva sig, en tókst Það ekki, þess í stað hrataði hún upp í rúm-
ið.
Yfir það var breiddur stór, þykkur, hvitur feldur. Ósjálfrátt fól
hún kaldar hendur sínar í honum. Hún hafði heyrt sagt að hér á
norðurslóðum væru birnirnir hvítir eins og snjórinn. Ábreiðan hlaut
að vera gerð úr slíkum bjarnarfeldi.
— Hvert ætlar hann með okkur?
Þessi einkennilegi kengur, sem hélt kyndlinum, sveiflaðist yfir
höfði hennar. Það fór í taugarnar á henni að horfa á hann, vegna
þess að geymirinn sem hélt olíunni var einkennilega kyrr í miðri
hreyfingunni.
Kyndillinn sjálfur var af gulli gerður og óvenjulegur. Angelique
hafði aldrei séð hans líka, hvorki í Frakklandi, né á ferðum sínum.
Hann var í laginu eins og kúla eða kaleikur og gula ljósið af kveikn-
um barst út í gegnum einkennilegt slegið munstur.
Sem betur fór virtist stormurinn ekki vera að aukast. Við og
við heyrði Angelique mennina úti á þilfarinu hrópast á. 1 fyrstu
heyrði hún ekki glögglega hvaðan þessi köll komu; og það var að-
eins sjaldan sem hún heyrði orðaskil. En skipanirnar sem hún heyrði
voru á borð við þessar:
— Strengið framseglið og þríhyrnuna! Hart í stjórn!
— Þetta var rödd Jasonar skipstjóra, sem vafalítið bergmálaði
skipanir Rescators.
Angelique hélt í fyrstu að hann hlyti að vera í herberginu við
hliðina og rauk aftur til og barði á dyrnar sem lágu þangað. Svo
gerði hún sér ljóst að hann var fyrir ofan hana, uppi á aíturþilj-
unum.
Veðrið var nógu slæmt til að báðir skipstjórarnir væru önnum
kafnir. Öll áhöfnin hlaut að vera ofan þilja. En hversvegna hafði
Rescator sent eftir Angelique — hvort sem það var nú af riddara-
mennsku eða ekki — þegar hann hlaut að hafa séð það fyrir —
þegar hann sendi boð sín — að hans myndi verða þörf á þessari nóttu.
— Ég vona að Abigail eða Séverine sjái um Honorine ............ Og
þá man ég það. Maitre Gabriel sagðist myndi koma og gera allt
vitlaust ef ég yrði ekki komin aftur til þeirra innan klukkustundar.
Henni leið betur er hún minntist þess.
En hún hafði verið hér miklu meir en klukkustund. Klukkustund-
irnar liðu hjá, hver á fætur annarri og enginn kom tii að frelsa hana.
Að lokum komst hún að þeirri niðurstöðu að hún gæti ekki gert
neitt, svo hún lagðist á rúmið og vafði sig inn í hvíta bjarnarfeldinn.
Hún varð því syfjaðari, sem henni hlýnaði meir. Hún blundaði og
svaf óreglulega, glaðvaknaði hvað eftir annað. Þegar sælöðrið dundi
á kýrauganu, fannst henni sem hún væri í neðansjávarhöll, þar sem
tvær raddir bárust í gegnum hafniðinn, rugluðust saman i huga
hennar og urðu að öndum framliðinna, sem liðu gegnum kristalla
í framandlegu landsvæði.
Þegar hún opnaði augun, var eins og dofnað hefði á kyndlinum.
Það var bjart af degi. Hún settist upp.
— Hvað er ég að gera hér? Þetta er óhugsandi!
Og enn hafði enginn komið.
Hún var með höfuðverk, hárið hafði losnað niður. Hún fann húf-
una, sem hún hafði tekið af sér, þegar hún lagðist útaf. Fyrir engan
mun vildi hún að Rescator kæmi inn og fynndi hana svona ógreidda
og illa til hafða. Ef hann hafði verið að bíða eftir þessu. Hún hafði
aldrei getað séð fyrir um brellur hans, og sérstaklega, þar sem hún var
annarsvegar átti hún erfitt með að greina í tæka tíð, þær gildrur sem
hann setti fyrir hana eða gera sér grein fyrir því hvað honum var í
huga.
Hún reis snöggt á fætur til að laga sig til og litaðist ósjálfrátt um
eftir spegli að kvenna hætti.
Þarna var spegill á veggnum. Hann var í þykkum gullramma. Þessi
einstaki dýrgripur glitraði með djöfullegum glampa og hún gladdist
yfir því að hún skyldi ekki hafa tekið eftir honum meðan nóttin
ríkti enn.
1 þvi hugarástandi sem hún hafði þá verið, hefði hann valdið henni
mikilli skelfingu. Þetta kringlótta auga, sem starði á hana með óum-
ræðilegri dýpt, hefði áreiðanlega boðað henni illt.
Þegar Angelique laut áfram í áttina að spegilmyndinni, sá hún
mynd af græneygðri sírenu með fölar varir og ljóst hár, aldurslausa
eins og allar sírenur, sem eiliflega eru ungar, þótt aldirnar líði.
Hún gerði sitt bezta til að eyðileggja Þessa mynd með því að greiða
hár sitt og troða þvi undir skupluna. Svo tuggði hún á sér varirnar,
til að fá einhvern lit á þær aftur og reyndi sem bezt að losna við
þreytusvipinn á andlitinu. Þrátt fyrir allt þetta horfði hún enn með
tortryggni á sjálfa sig í speglinum, því þessi spegill var ólikur öllum
öðrum. Þetta gullbrúna djúp kastaði mjúkum skuggum á andlit henn-
ar og gerði það dularfullt og lokkandi. Jafnvel þótt hún væri með
þessa litlu, óaðlaðandi La Rochelle skuplu á höfðinu, virtist hún
vera óhugnanlega lík listilega gerðri gyðjumynd.
— Er ég raunverulega svona eða er þetta töfraspegill?
Hún hélt enn á speglinum í hendinni, þegar dyrnar opnuðust.
Hún faldi liann í pilsfellingunum, þótt hún fyndi um leið sjálf
hvað það var heimskulegt að setja hann ekki eðlilega aftur upp á
vegg. Þegar allt kemur til alls er konan frjáls að því að horfa á
sjálfa sig í spegli.
Framhald á bls. 31.
2. tbf. VIKAN 25