Vikan


Vikan - 11.01.1968, Page 26

Vikan - 11.01.1968, Page 26
Ævinlega er verið að gera nýjar uppgötvanir og ný tæki líta dagsins ljós. Misjafnlega eru áhöld þessi nytsamleg, en innanum koma allt- af hlutir sem virðast — að uppfinningu lok- inni — liggja svo í augum uppi, að manni verð- ur á að hugsa: Hvers vegna er ekki búið að finna þetta upp fyrir löngu? Þeir hlutir, sem hér eru kynntir, eru allir óþekktir áður, já svo óþekktir, að ef fram- <1 SKRÚFJÁRN FYRIR TVÆR SKRÚF- UR. Allir vita, hve óþægilegt það getur verið að hafa ekki tök á að skrúfa nema eina skrúfu í einu, til dæmis þegar ver- ið er að festa lamir. Hér kemur skrúf- járn, sem bætir úr þessu. Þetta er ein- stakt járn úr setti, sem býður upp á mislangt bil milli skrúfuhausa. O LYKILL TIL AÐ OPNA MEÐ HINUM MEG- IN FRÁ. Allir vita, hvað það getur komið sér illa að læsa sig úti, þegar lyk- illinn er inni í herberg- inu. Hér er lykill, sem leysir þann vanda. Það þarf ekki annað en smeygja honum inn og finna svo skráargatið inn- an frá. <i ÞÆGILEGAR NÁLAR. Vinstra megin er nál, sem sérstaklega er ætluð til að festa tölur með. Eins og allir vita, eru flestar töl- ur með fjórum göt- um, og það getur tekið tímann sinn að verða að stinga einu sinni í gegnum hvert gat fram og til baka. Hér er lausnin: Ein nál með fjórum odd- um, einum í hvert gat. Hægra megin er svo aftur einföld nál upp á gamla mátann, en þessi gerir leit- ina að og notkun fingurbjargar óþarfa. Hún hefur hnúð á endanum, svo óhugs- andi er að stinga sig í góminn. %9 VIKAN 2- tbl-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.