Vikan


Vikan - 11.01.1968, Side 27

Vikan - 11.01.1968, Side 27
"N leiðsla þeirra er hafin, er hún á algerðu tilraunastigi. Hér er um að ræða margvísleg áhöld og tæki, sem menn hafa oft hugsað sér að þyrftu að vera til. Vafalítið verða þau fáanleg í flestum verzlunum innan skamms, ef neytendur sýna þeim nægilegan áhuga. En á hvorn veginn sem það fer, væntum við, að þið getið haft nokkurt gagn og gaman af að virða þau fyrir ykkur. <1 HJÁMIÐJUSKRÚFA. Margir hafa lent í vandræðum með að skrúfa saman tvo hluti, þegar götin standast ekki alveg á. Þessi skrúfa leysir þann vanda augljóslega. BOLLAPÖR FYRIR ÖRVHENTA. Það er sálfræðileg staðreynd, að þving- uð notkun hægri handar hjá örvhentum getur leitt til alvarlegrar sálar- flækju. Þess vegna mega það teljast undur, að engum skuli fyrr en nú hafa dottið í hug að gera bollapör sérstaklega fyrir örvhenta. O KORKSKRÚFAN. í ýmsum iðn- aði, þar á meðal flugvélaiðnaði, ríður á að hafa efnið sem létt- ast. í því skyni er korkskrúfan fundin upp, lipur skrúfa úr afar léttu efni. Þolir vatn. GAFFALSKRÚFAN. Oft hefur vafizt fyrir mönnum að festa saman tvo hluti, sem liggja sam- hliða. Gaffalskrúfan leysir þenn- an vanda; þar er um að ræða eina skrúfu með tveimur örm- um, sem þá ganga sinn í hvorn hlutinn og tengja þá þannig, svo öruggt má teljast. VINKILSKRÚFAN. Vinkilskrúf- an er einkar heppileg til að festa saman hluti, sem liggja í 90 gráðu horn, svo sem til dæmis myndaramma. Talið er, að skrúfa þessi eigi eftir að auðvelda mörgum heimasmiðnum marg- háttað föndur. <1 FERKANTAÐA SKRÚFAN. Þegar sívöl skrúfa er skrúfuð í ferkantað gat, verður alltaf opið með hornum gatsins. Þessi fer- kantaða skrúfa leysir þann vanda og er til dæmis mjög hentug í göt gerð með ferköntuð- um „high speed“ borum, sem nú ryðja sér mjög til rúms. 2. tbi. VIKAN 27

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.