Vikan


Vikan - 11.01.1968, Síða 28

Vikan - 11.01.1968, Síða 28
. . "Nv oo lytsamlei tækí Að ofan: Þverskurður af skaðlausu sígarettunni. X. Tóbak. 2. Gúmmí- teygja. 3. Reodor pokinn. Að neðan: Sígarettan og pokinn, svipað og hann myndi vera í lunganu. Það lítur ekki út fyrir, að fólk afleggi þann ljóta ávana að reykja, þótt ýmsar læknaskýrsl- ur gefi ótvírætt til kynna, að það sé stórhættulegt. í>að dugar meira að segja lítið að benda á, hve dýrt það er að reykja. Þess vegna hafa vísindamenn lagt hart að sér til að finna skaðlausu sígarettuna, vindlinginn, sem all- ir geta tottað sér að skaðlausu. Nýjasta uppfinningin á því sviði er síusígarettan með Reo- dor pokanum. Hún er í því fólg- in, að síunni (filtemum) á síga- rettunni er poki úr örþunnu gúmmíi, tekinn saman í opið með teyju, sem síðan er rammlega fest í hinn endann við síuna. — Þegar reykingamaðurinn kveikir í og sogar að sér reykinn, losn- ar pokinn úr síunni, og þegar maðurinn sogar ofan í sig reyk- inn, fer pokinn á undan ofan í lungun og leggst innan í þau og vemdar þau þannig fyrir skað- legum áhrifum tóbaksins. Að sígarettunni lokinni fleygir reyk- ingamaðurinn henni einfaldlega, en vegna þess að pokinn er fest- ur við hana, fylgir hann að sjálf- sögðu með. -— Eini gallinn, segir uppfinningamaðurinn, er sú til- hneiging pokaopsins að blakta við fráöndun og mynda þannig leiðinlegt hljóð, er hann skellur við tennurnar! Við vitum ekki til, að sígarett- ur þessar séu komnar á almenn- an markað. ■k Af öðrum uppfinningum nýj- um má nefna meðal annars sög, sem sagar í vinkil, hamra, sem geta neglt þrjá nagla í einu, bíla, sem rétta má með venju- legu, heitu straujárni eftir árekstur og ýmislegt fleira. En við skulum gera ofurlitla grein fyrir hugmyndinni. Á síðastliðnu ári var í einu nágrannalandi okkar stofnuð ný skrúfuverksmiðja. Verksmiðja þessi þurfti að sjálfsögðu að aug- lýsa sína framleiðslu og vekja athygli á henni, þannig að hún yrði keypt. Því fundu forráða- menn hennar upp skrúfur þær, sem birtast í opnunni hér að framan, og auglýstu þær hverja fyrir sig og tíndu til allt, sem hægt var að láta sér detta í hug um notagildi þeirra. Þetta bar margfaldan ávöxt: Á fáeinum vikum varð verksmiðjan alþekkt um allt landið. Mönnum sýndist sitt hvað um þessa auglýsinga- aðferð, en svo mikið er víst, að hún hreif. Þetta leiðir hugann að því, hvort ýmsar auglýsingar og áróður almennt mætti ekki vera skemmtilegri en nú tíðkast hér á landi. Aðall okkar auglýsinga virðist vera sá, að gera þær nógu drepleiðinlegar og hástemmd- ar, allt skal vera svo hátíðlegt og formlegt. Við skulum til dæmis benda á áróður varðandi hægri akstur á íslandi; okkur er lífsnauðsyn að fræðsla um umferðarmál og breytinguna verði sem mest og áhrifaríkust þessa fáu daga, sem eftir eru fram að breytingu. Hátíðlegur kansellístíll er svo sem virðu- legum mönnum sæmandi, mikil ósköp, en næði áróðurinn ekki betur tilgangi sínum ef hann væri rekinn þannig, að hann — og um leið leiðbeiningar hans — væru frambornar á þann hátt að allir tækju eftir því — og ræddu um það sín á milli? Að lokum: Við vonum, að sem flestir geti haft gaman af þeim uppfinningum, sem við kynnum með þessum orðum. Spilið hér á eftir er mjög einfalt — svo einfalt, að margir „snill- ingar“ myndu vafalaust fleygja spilunum á borðið eftir fyrsta út- spil og segjast vinna spilið, ef laufásinn liggi rétt. annars verði spilið einn niður. Lítum nú á: A Á-K-D-8-7 N 4 10-9-6-5-3-2 v D-10-5 V A y ekkert 4 10-2 4 Á-K-D-4 * K-6-4 8 4» 9-7-2 Sagnir gengu: SUÐUR NORÐUR pass pass 2 hjörtu 3 hjörtu pass pass VESTUR AUSTUR 1 spaða 2 tígla 2 spaða pass * 6 spaða Austur þykist viss um, að nakker standi fyrir sínu í laufi og stekkur því í slemmuna. Norður kemur út með hjartaníu. Hvemig á að spila spilið? Útspil Norðurs bendir til þess, að hann eigi nokkur hjörtu og sennilega níuna hæsta. Þess vegna hlýtur Norður að eiga laufás, því að annars hefði Suður opnað upphaflega (spurning, hvort hann hefði ekki átt að opna samt). Hjartaútspilið er trompið í borði, spaða spilað heim, hjarta tromp- að, spaða spilað heim, hjarta trompað og enn spila spaða heim. Nú spilar sagnhafi enn út spaða og kastar laufi úr borði. Og loks spilar hann síðasta spaðanum. Ef Norður, sem á eftir fjóra tígla og tvö lauf, kastar laufi, kast'ar sagnhafi tígulfjarknum úr borði og spilar út láglaufi. Ef Norður kastar tígli í síðasta trompið, kastar sagnhafi laufi úr borði og fær síðan fjóra tígulslagi. Þessi spilamennska byggist á nær öruggri vitneskju um laufásinn í Norðri. Þessvegna verður Noi-ður líka að eiga fjóra eða fleiri tígla til þess að slemman vinnist. Spil Norðurs-Suðurs voru þessi: A 4 V 9-7-6-3 4 G-6-5-3 Jf, Á-D-10-8 N V A S y Á-K-G-8-4-2 4 9-8-7 * G-5-3 í fullri alvöru Framhald af bls. 2 lítið úr því, sem honum er ekki lagið. Nýjasta dæmið um þetta er það uppátæki ofstopafullra ung- menna að brenna brúðu af Johnson forseta til að mótmæla stríðinu í Víetnam. Þeir mót- mæltu villimennsku með villi- mennsku, sem ekki er hótinu betri en sú, sem þeir ætluðu að fordæma. Ein ódyggð fæðir aðra, segir máltækið. G.Gr. 28 VIKAN 2 tbl

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.