Vikan


Vikan - 11.01.1968, Qupperneq 29

Vikan - 11.01.1968, Qupperneq 29
TlGRISTÖNl Framhald af bls. 15 fór hún úr kjólnum, smeygði sér í buxurnar og brjóstahaldarann og renndi sér svo í kjólinn aftur. — Jæja, Willie. Þó skulum við fara að hugsa. — Aðeins andartak. Willie lagði fró sér handklæðið og tók andlit hennar milli handa sér, sneri þv( fyrst í aðra óttina, svo í hina, til að virða fyrir sér sór hennar. — Braut Zechi tönnina? spurði I hann. Hún hugsaði sig um eitt andar- tak. — Jó, það var Zechi. En ég finn ekki mikið til f vöngunum núna ® og ég fæ mér nýa krónu ó tönn- ina, þegar við komumst heim aftur. — Jó. Ertu sór víðar, Prinsessa? — Ég tognaði ofurlítið, þegar ég kastaði Tvíburunum, en það er ekki annað en ofurlítill stirðleiki. — Og . . . meðan þú hefur verið hér? — Ég man nú ekki margt. Það er alveg satt, Willie. Ég veit að ég er með marbletti hér og þar, en það er ekkert sem tefur mig hér. — Það er bezt ég skoði þig. Þetta jaðraði við að vera skipun, eins mikil skipun og hann gaf henni nokkurn tíma, og hún var fegin. Það sýndi að hann var með sjólfum sér aftur, og Willie Garvin óleit sjólfan sig dómara og varðengil líkamlegs óstands hennar. Það var afar viturlegt, því hann var af eðli og þjólfun sérfræðingur í öllu sem að því laut. Hún renndi hlýrunum út af öxl- unum og lét kjólinn falla. Hann virti hana fyrir sér gagnrýninn á svip, strauk um nýju marblettina á líkama hennar og djúpa, ílanga skrámu á annarri öxlinni. Hann lyfti upp annarri hendinni og sagði: — Prófaðu þá vinstri. Án þess að gefa honum nokkurt merki sló hún þeirri vinstri út. Handarjaðarinn skall f lófa hans. — Nú þá hægri. Hún sló á sama hátt með þeirri hægri, mjög snöggt. Hann kinkaði kolli ánægður og lagði hendurnar á axlir hennar og sneri henni við. Hann þuklaði um vöðvana á baki hennar, svo kraup hann á annað hnéð fyrir aftan hana. t — Þennan fót, Prinsessa. - Já. — Stígðu í hann. 1 Hún hlýddi. Hann þuklaði lær- vöðvana mjög vandlega að framan og aftan. Svo rétti hann úr sér og sagði: — Þetta er allt f lagi. Aðeins ofurlítill stirðleiki í rectus femoris. Þú skalt leggjast. Hann tók hlutina af dívaninum og hún lagðist á bakið. í tíu mín- útur þjösnaðist hann á vöðvanum og nuddaði stífa vöðvann. Hún sagði ekkert, því hún vissi að allur hugur hans beindist að því sem hann var að gera og öll hans hreyf- ing var vélræn,-nema hvað ef til vill var ofurlítill vottur af töfra- mætti í snertingu hans. — Gott, sagði hann að lokum. — Reyndu nú. Hún reis á fætur, gekk yfir her- bergið, sparkaði síðan snöggt fram, svo fóturinn stóð beint út, svo stóð hún á öðrum fæti, beygði hnéð og stökk svo upp. verður eríitt að finna Lucille. Þessi staður er flókinn og ókunnugur og við vitum ekki hvaða herbergi kon- urnar nota. — Lucille virðist hafa verið í þessu til að byrja með. Þannig komst nafnbendillinn hingað. Maya hlýtur að bera ábyrgð á henni. Þegar ég kom hingað var hún flutt burt, til að rýma fyrir mér. Ég Danfoss hitastýrdur ofi er lykillinn að þœgmfhr Hitaþörf manna er misjafnlega mikil. Þér búið við VELLÍÐAN OG ÞÆGINDI ef þér haíið DANFOSS hitastýrða ofnventla á hverjum miðstöðvarofni Elzta hcimasætan hefur komið sér þægilcga fyrir - húsmóðirin situr með handavinnu eða er við matargcrð, og húsbóndinn sýslar við fristundavinnu sina. tlitaþörf hvers þeirra um sig er misjöfn. Látið setja Danfoss hitastýrða ofnventla - LYKILINN AÐ ÞÆGINDUM -á hvern ofn og þar með cr vandamálið leyst. Leitið nánari upplýsinga. = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 33019 — Gott, Willie. Takk. Hann horfði hvasst á hana. Nú slakaði hann á. Hún fór aftur f kjólinn og settist við hliðina á hon- um á legubekkinn. — Hverning leikum við þetta, Prinsessa? spurði hann. Hún sagði honum það og hann hlustaði með ákafa. Þegar hún hafði lokið því, sagði hann: — Þetta fyrsta er viðsjárvert — það myndi segja að hún væri einhvers staðar á hæðinni fyrir ofan. — Við getum náð f Mayu gömlu og undið þetta út úr henni, sagði Willie óviss og án sannfæringar. Ef Maya léti duga ógnunina eina og talaði, væri allt í lagi. En ef hún væri þræll.... Modesty yppti öxlum og vissi hvað hann var að hugsa. — Við skulum ekki kasta ryki í augu okkar, Willie. Annaðhvort getur maður gert svona lagað eða ekki. Og ef við getum það ekki er- um við illa sett, svo við skulum ekki reyna það. Við verðum að hætta á það að kanna höllina .... Hún þagnaði, því Willie starði út f loftið. Fjarrænn svipur á andliti hans. Hún tók sfgarettupakkann upp úr skyrtuvasa hans, kveikti í einni og sat og beið. Eftir nokkra stund færðist lymskulegt, slóttugt bros yfir andlit hans. — Og nú, sagði hann þjálfaðri og tilgerðarlegri röddu kynnis á skemmtun, — sýnum við ofurlítið atriði sem ég er viss um að þið verðið stórhrifin af. Klukkan var einni stundu meira en miðnætti, þegar sfminn hringdi í skrifstofu Mayu. Hún dró ýsur f stólnum sfnum. Eftir fimmtán ára þjálfun sem Madame, hafði hún vanizt því að rota þannig rjúpur um nætur og sofa fáeinar klukku- stundir að deginum. Hún var dálítið hissa, þegar hún vó sig á fætur og tók símann. — Karz, sagði hin auðþekkta, steinþunga rödd. Þannig kynnti hann sig ævinlega. — Aðgættu ör- yggi starfsins. — Öryggi? Maya varð fremur hrædd en undrandi. Hún hafði beyg af Karz. — Já. Já, foringi. Núna — strax? — Undir eins, sagði röddin. — Og hringdu f mig, þegar þú ert búin að því. Svo rofnaði samband- ið. Maya þurrkaði sér um andlitið með pilsfaldinum, tók vasaljós upp úr borðskúffunni, fór út úr skrif- stofunni og gekk hratt. Hún fór eftir dauflýstum gangi, beygði til vinstri og vinstri aftur, síðan upp stiga á næstu hæð. Ut úr einu eða tveimur af herbergjunum, sem hún fór framhjá, heyrðist þrusk af hreyfingu, úr öðru hlátrasköll. Hún hélt áfram upp fleiri stiga. Hér voru engin Ijós. Hún kveikti á vasaljósinu og lýsti framundan sér. Modesty Blaise var rétt á eftir henni, á berum og hljóðum fótum. Móð og másandi skálmaði kon- an áfram, eftir þröngum gangi, hún kom þangað sem gangar mættust í T og hélt niður eftir leggnum að dyrum við enda hans. Svo heyrðist þungur brandur dreginn til hliðar og síðan annar. Modesty horfði á hana fara inn í herbergið. Dauf birta að innan kom inn um hálf- opnar dyrnar. Modesty gekk aftur fram eftir langleggnum á T-inu og til þeirrar hliðarinnar sem Maya myndi ekki fara. Þar þrýsti hún sér upp að veggnum. Mfnútu síðar heyrði hún dyrnar lokast og bröndunum skot- ið fyrir aftur. Geisli vasaljóssins kom fram eftir ganginum og beygði í hina áttina. Þrem mínútum seinna skálmaði Maya andstutt inn í skrifstofuna og sneri sveifinni á símtólinu. Framhald í næsta blaði. 2. tbi. VIKAN 29

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.