Vikan - 11.01.1968, Blaðsíða 37
svæðum í nágrenninu höfðu ver-
ið staddir þúsundir flóttafólks
frá Slésíu, sem beið flutnings
lengra vestur. Þar á meðal voru
einar tvær járnbrautarlestir full-
ar af börnum. Flest af þessu
fólki lét lífið í annarri atlög-
unni, sem skall yfir án þess að
nokkurt loftvarnamerki væri
gefið. Lík þess lágu í haugum
á stöðvargólfinu í hvelfingunni
undir stöðinni, sem notuð hafði
verið sem loftvarnabyrgi, á nær-
liggjandi torgum og garðsvæð-
um. Á vörusýningarsvæðinu rétt
hjá höfðu nokkur hundruð
manna stiknað lifandi í logandi
olíu, sem flæddi yfir það úr
sprengdum geymum í eigu hers-
ins.
í austurhluta borgarinnar hafði
stærsta fæðingarheimili hennar,
Frauenklinik-Johannstadt, ver-
ið nærri gereyðilagt í síðari næt-
uratlögunni, og þar á ofan hafði
bandarísk Mustang-orrustuflug-
vél ólmast á því langtímum sam-
an með vélbyssum sínum. Um
tvö hundruð manns fórust í
sjúkrahúsinu, meiri hluti þeirra
sjúklingar, einkum verðandi
mæður. Rúmlega sextíu líkanna
voru óþekkjanleg.
Þessa síðustu mánuði stríðsins
höfðu Þjóðverjar í mörgu að snú-
ast, svo að einir tveir dagar liðu
áður en hreinsunar- og björgim-
arstarfið í Dresden, sem enn log-
aði („Dresden brann í sjö daga
og átta nætur“, sagði brezkm-
stríðsfangi), hófst af fullum
krafti. Var beitt í því öllum til-
tækum mannafla: þýzkum her-
flokkum, sveitum úr SS og SA,
Hitlersæskunni og kvennasam-
tökum Þriðja Ríkisins, hjálpar-
sveitum borgara, stríðsföngum,
nauðungarvinnufólki frá her-
numdu löndunum, rúmenskum
og úkraínskum hermönnum úr
bandamannaliði Þjóðverja o. s.
frv. Verk þeirra gat ekki talizt
beinlínis geðfellt. Götur og torg
voru stráð líkum; á sum vantaði
útlimi, einn eða fleiri, önnur
voru gersamlega rifin í ræmur
og enn önnur ósködduð. Kyrrð
og friður hvíldu yfir ásjónum
hinna síðasttöldu; grænn fölvi
hörundsins var hið eina, sem gaf
til kynna að Bani en ekki bróðir
hans Blundur hefði bugað þá.
„Lokið var starfinu, stríðinu,
raununum...“
Líkin voru látin eiga sig fyrst
í stað, enda fremur áríðandi að
bjarga þeim, er enn kynnu að
hjara í kjöllurum undir braki og
rústum. En flestir sem þangað
höfðu leitað höfðu þá löngu orð-
ið loftleysi eða eitruðum guf-
um að bráð. „Við þóttumst góð-
ir ef við fundum eina eða tvær
manneskjur á lífi endrum og
eins,“ sagði stríðsfangi úr einni
björgunarsveitinni. Hitinn hafði
sumsstaðar verið svo ofboðsleg-
ur að líkin höfðu gegnþornað og
skroppið saroan í næstum ekki
neitt; mörg voru aðeins þriggja
ENNÞA
ERU HINAR VELÞEKKTU
VERÐIÐ ER VÍÐA LÁGT
EN
HVERGI LÆGRA
PILKINGTON'S
postulíns - veggflísar
A
* BORÐ
* ELDHÚS
* OG HVAR
SEM ER
AGAMLA
VERÐINU
OG VERÐA ÞAÐ
T IT* A\71h D Grensasvegi 22 24
Ltl 1 /\V Ea 1 Símar: 32262 - 30280
feta löng. Nýnefndur hermaður
var einn þeirra, er rótaði í braki
óperuhússins, þessa langfræga
menntahofs, þar sem Rienzi,
Tannhauser og Fljúgandi Hol-
lendingur Wagners og Rósaridd-
ari Richards Strauss höfðu ver-
ið fluttar í fyrsta sinn. Á líkan
hátt hafði farið með aðrar fræg-
ustu og fegurstu byggingar borg-
arinnar.
Á stórum svæðum hafði hitinn
brætt malbikið í götuniun, með
þeim afleiðingum að fjöldi fólks
hafði festst í því eins og flugur
í lími og farizt svo í eldinum.
„Ég gleymi aldrei,“ skrifaði
þýzkur hermaður úr björgunar-
liðinu móður sinni, „leifum
þess, sem virtist einhvern tíma
hafa verið móðir og bam, en
voru nú samanskroppinn, kol-
brenndur köggull .... Það var
nýbúið að rífa þau upp úr mal-
bikinu. Barnið hlýtur að hafa
verið undir móðurinni, því að
ennþá sást greinilega móta fyrir
líkamslínum þess og handleggj-
um móðurinnar, sem hún hafði
vafið utan um það .. . . “ „Aldr-
ei hafði mér dottið í hug að
dauðinn gæti leikið fólk svo
margvíslega,“ er haft eftir dr.
Voigt, er stjórnaði því liði er
starfaði að hinum dánu. „Sumir
höfðu brunnið til bana, aðrir
.. stxw ®iw!a ,
H1IAR ER ORKIN HANS NOA?
Það er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur
falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð-
um verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verð-
launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram-
leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói.
Síðast er dregið var hlaut verðlaunin:
Heiða og Dóra Hóaleitisbraut 26.
Naín
Heimili
Örkin er á bls.
Vinninganna má vitja í skrifstofu Vikunnar.
2. tbi. VIKAN 37