Vikan - 11.01.1968, Síða 39
kramizt eða rifnað í tætlur;
sumir virtust sofa vært, en and-
lit annarra voru afmynduð af
kvölum. Utan af sumum hafði
eldrokið rifið hverja spjör. Þarna
lágu hverjir innan um aðra
tötrum klæddir flóttamenn úr
austurhéruðunum og óperugest-
ir í sínu fínasta pússi. Mörg lík
voru ekki annað en ólöguleg
kjötkássa og önnur nærri brunn-
in til ösku. Hvarvetna í borginni
var andrúmsloftið þegar meng-
að þef af úldnandi holdi.
Fyrir kom að vatn úr sprungn-
um miðstöðvarleiðslum fyllti
loftvarnabyrgi og sauð lifandi
það fólk, er þar hafði leitað hæl-
is fyrir eldi og blýi. En hins er
rétt að geta, ef það mætti verða
einhverjum til hugarhægðar, að
fjölmörg fórnarlamba loftárás-
arinnar hlutu tiltölulega hægt
andlát. Það voru þeir sem lét-
ust úr súrefnisskorti eða kol-
sýringseitrun. Sumir áttu meira
að segja þeirri hamingju að
fagna að dauðinn tók hús á þeim
áður en þeir gerðu sér fyllilega
grein fyrir nærveru hans. í
kjallara gistiheimilis eins fundu
stúlkur úr Vinnuþjónustu ríkis-
ins (Reichsarbeitsdienst) níutíu
stallsystur sínar, sem „sátu þar
eins og þær hefðu verið stöðvað-
ar í miðri samræðu. Þær voru
svo eðlilegar og lifandi útlits, að
það var erfitt að trúa því að þær
væru dánsu — en það voru þær
svo sannarlega allar.“
Dr. Voigt, sá er fyrr er nefnd-
ur, var eitt sinn kallaður að
rústum byggingar nokkurrar,
sem rúmenskir hermenn voru
að leita í. Þeir höfðu mokað sér
leið niður í kjallara hússins en
harðneituðu þá skyndilega að
hafast fleira að. Þeim til hvatn-
ingar gekk Voigt fyrstur niður
kjallaratröppurnar og hélt á
ljóskeri, því að dimmt var niðri.
Neðstu þrepin voru sleip. Kjall-
aragólfið var þakið ellefu til
tólf þumlunga þykku hlaupi úr
blóði, holdi og beinflísum. Lít-
il, kraftmikil sprengja hafði
farið niður í gegnum bygginguna
og sprungið í kjallaranum.
Giskað var á að þar hefðu þá
verið tvö til þrjú hundruð
manns.
Fyrst var reynt að jarða lík-
in að hefðbundnum hætti, en
fljótlega varð ljóst að slík
kurteisi við hina látnu hlaut að
hafa í för með sér að allt ná-
grennið kafnaði í rotnunarfýlu
og sjúkdómum, sem sprottið
gátu upp úr óhollustunni. Voru
þá fengnar til jarðýtur og skurð-
gröfur að urða líkin þúsundum
saman í fjöldagröfum í kirkju-
görðum borgarinnar. En jafn-
vel með þessum rustalegu
greftrunaraðferðum, sem Þjóð-
verjum til þessa hafði verið tam-
ara að viðhafa er þeir molduðu
Gyðinga og annað það fólk, er
þeir höfðu vanþóknun á. tókst
ekki að hraða nægilega jarðar-
för fórnardýra Dresdenárásar-
innar. Menn fóru að veita því
athygli að rottum fjölgaði
ískyggilega í borginni og var
ekki að sjá að þær byggju við
þröngan kost. Og fleiri urðu til
að gera sér að góðu hold hinna
drepnu. Dýragarður borgarinn-
ar hafði verið sprengdur sundur
og saman og þau dýranna, sem
ekki höfðu drepizt, sloppið út
um hvippinn og hvappinn. Vitað
var að sum þeirra, til dæmis
ljón, apar, sjakalar og gammar
héldu til í rústunum og nærð-
ust á hverju því er ætilegt
fannst þar að þeirra dómi.
Um hálfum mánuði eftir ár-
ásina voru tröllauknir bálkestir
hlaðnir á Altmarkt-torgi. Stál-
grindum var raðað yfir eldstæði
úr múrsteinum og ofan á þær
lögð lík og líkhlutar eins og rúm-
ið leyfði. Ofaná líkin var svo
sett lag úr hálmi og viði, síðan
nýtt lag af líkum og svo koll
af kolli. Fimm hundruð lík voru
brennd í hverjum kesti. Úkra-
ínskir hermenn í liði Vlassoffs
hershöfðingja störfuðu mest að
þessu óhugnanlega verki og
þóttu ganga vel fram, enda
margskonar volki vanir úr herj-
um þeirra Stalíns og Hitlers
beggja. Fóru þeir upp á kestina
og viðhöfðu þar svipaða tilburði
og íslenzkir bændur fyrrum, er
þeir köstuðu í hey; þjöppuðu
lögunum saman með því að troða
á líkunum svo að koma mætti
sem flestum fyrir. Meðal lík-
anna, sem lentu í þessum ógeðs-
legu samlokum, voru mörg af
börnum í hátíðabúningi. Fyrri
árásardagurinn hafði verið
þriðjudagur í föstuinngangi og
þá haldin kjötkveðjuhátíð, er
stóð sem hæst þegar ósköpin
dundu yfir.
Enn hefur ekki full vissa um
það fengist hversu mikið tjón-
ið var. Af sex hundruð og fimm-
tíu þúsund íbúum borgarinnar
er talið að um fimm hundruð
þúsund hafi misst heimili sín,
en það þýðir að borgin hefur svo
til algerlega verið jöfnuð við
jörðu. Enn erfiðara er að slá
því föstu hve margir fórust,
bæði vegna þess hve margir
brunnu gersamlega upp til agna
og einnig sökum hins mikla grúa
flóttafólks, sem statt var í borg-
inni og óvíst er hversu margt
var, en tvímælalítið var það ekki
færra en borgarbúar sjálfir.
Menn hafa giskað á ýmsar dán-
artölur, allt frá hundrað og upp
í þrjú hundruð þúsund. Nú er
talið fullvíst að ekki færri en
hundrað þrjátíu og fimm þús-
und manns hafi farist í árásinni,
en vel trúlegt er að þar sé of
lágt áætlað. Þrír fjórðu af þeim
látnu voru konur og meirihluti
hinna börn, öldungar og sjúkl-
ingar. Hér sannaðist bókstaflega
það sem Kiljan segir í Gerplu
um norræna víkinga, að þeim
hafi þótt það „lítill hernaður
ef þeir náðu eigi að granda þrem
tylftum óvopnfærra manna á
móti hverjum vígum karli er þeir
drápu; og hefur þótt hæfa að sú
tiltala héldist hjá dreingilegum
herflokkum síðan, þeim er nokk-
urs meta frægð og hetjuskap, þá
er þeir sækja heim önnur lönd
með ófriði.“
Árásin vakti mikla skelfingu
í Þýzkalandi en varð um leið til
að efla baráttuvilja þjóðarinnar
um nokkurt skeið, nákvæmlega
gagnstætt því sem bandamenn
höfðu vonast til. Margir Þjóð-
verja rifjuðu nú upp kvitti þess
efnis, að bandamenn hyggðust
útrýma þýzku þjóðinni með öllu
og þótti nýskeður ógnaratburð-
ur hleypa stoð undir þann grun.
M. a. var vitnað í Morgenthau-
áætlunina og keimlíkt skvaldur
Ernests Hemingways í Men at
War. Hitler trylltist sem oftar
og hugðist gefa fyrirmæli um að
flugmenn, sem tækju þátt í loft-
árásum á borð við þessa, skyldu
samstundis teknir af lífi ef þeir
yrðu handteknir, og Göbbels
lagði til að eiturgasi yrði beitt
gegn Bretum. Aldrei þessu vant
tókst gætnari mönnum að hafa
vit fyrir þessum tveimur háska-
gripum, svo að hvorug tillagan
varð að veruleika. Hinsvegar
gerðu áróðursstofnanir Þriðja
Ríkisins harða hríð að banda-
mönnum af tilefni þessu, og rann
mörgum kalt vatn milli skinns
og hörunds er þeir heyrðu frétt-
irnar, einnig fólki í löndum
bandamanna. Ýmislegt skyggði
þó fljótlega á atburðinn, þar á
meðal stöðugt hroðalegri fréttir
af stríðsglæpum Þjóðverja og
svo kjarnorkusprengjuárásirnar
á Hírósímu og Nagasakí. Hvor-
ug þeirra árása varð þó nándar
nærri eins mannskæð og sú, er
gerð var á Dresden. Rúmlega
sjötíu og eitt þúsund manns fór-
ust í Hírósímu, og í stórárás
Bandaríkjamanna á Tókíó ní-
unda til tíunda marz 1945, sem
er sú næstmesta í sögunni, lét-
ust um áttatíu og fjögur þúsund
manns.
Líklega hefði Dresdenarárásin
legið að mestu í láginni fram-
vegis ef hið velþekkta kalda
stríð hefði ekki gosið upp milli
sigui'vegaranna. Dresden er á
því svæði, sem Sovétmenn fengu
í sinn hlut til hernáms í stríðs-
lok, og nú datt þeim í h.ug það
snjallræði að nota örlög borgar-
2. tbi. VIKAN 39