Vikan


Vikan - 11.01.1968, Side 43

Vikan - 11.01.1968, Side 43
■ PHIIIPS PHILiPS kæliskápar Höfum fyrirliggjandi 5 stœrSir af hinum heims- þekktu PHILIPS kæliskóp- um. 137 L 4.9 cft. 170 L 6.1 cft. 200 L 7.2 cft. 275 L 9.8 cft. 305 L 10.9 cft. Afborgunarskilmálar. GjöriS svo vel aS líta inn. kvöldi sextánda marz 1244 var eitt forógnarmikið bál kynnt á sléttunni neðan við kastalann. Tvö hundruð og fimmtán Hinna Fullkomnu — all- ir þeir sem iifað höfðu af umsátr- ið — gengu fylktu liði inn í bálið og kváðu sálma við raust. Þurfti enginn á eftir þeim að reka. Enn þann dag í dag heitir staður þessi Brennuvöllur. Meðan píslarvottar Hinna Full- komnu dóu í logunum, renndu fjór- ir menn sér niður eftir reipi, sem hékk út af kastalamúrnum niður í hyldýpið neðanundir. Flóttamenn þessir voru fjórir trúbræður þeirra sem eldinn urðu að þola; þeir hétu Hugo, Amiel, Aicard og Clemens. Þeir báru með sér þunga byrði — fjársjóð kaþaranna. Ekki var sjóður þessi af gulli eða silfri; þessháttar dýrindi í eigu Hinna Fullkomnu höfðu löngu verið flutt til Usson-kastala við spænsku landamærin. Fjársjóðurinn sem flóttamennirnir höfðu með sér var heilagur — en að öðru leyti vitum við lítið um hann. En hitt er vitað að hann var falinn í einhverjum hellanna, sem eru hundruðum sam- an umhverfis Montsegur. Sumir nútíma guðfræðingar halda því fram, að hinn dularfulli fjársjóður kaþara hafi verið sjálfur hinn helgi Grail-kaleikur, sem Jesús og lærisveinar hans drukku úr við Síðustu Kvöldmál- tíðina og frægur er úr sögnunum af Arthúr konungi og riddurum hringborðsins. Oldum saman hafa menn leitað kaleiksins en árangurs- laust. Samkvæmt fornri sögn var kaleikurinn geymdur í dularfullum kastala, sem Montsalvatge var kallaður, í umsjá hins riddaraleg- asta allra riddara, Parsífals — sem er hinn sami og Sir Percival í Art- húrssögnunum. Tveir sagnfræðingar, spænski prófessorinn Pacheco og Þjóðverj- inn Rahn, hafa önglað saman slatta af staðreyndum, sem gætu hafa getið af sér sögnina. Þeir álíta að kaleikurinn helgi hafi borizt frá Miðjarðarhafsbotnum til Spánar og þaðan komizt í hendur kaþara. — „Montsalvatge" sagnarinnar halda þeir að sé í rauninni Montsegur og Tranceval yngri sé fyrirmyndin að Parsífal. Sagnfræðingarnir hafa ýmislegt fram að færa skoðun sinni til stuðn- ings. í fyrsta lagi að sjálft orðið „Grail" er í mállýskunni langued'oc, þar sem það þýðir „bolli" eða „gestaskál". í öðru lagi má lesa í miðaldabókum að greifinn í Tólósu hafi eignazt kaleikinn helga á þrettándu öld og fengið hann Tran- ceval í hendur. Og í þriðja lagi halda annálaritarar miðalda því fram að nafnið Parsífal merki ,,sá sem rétt dæmir" — og í langued'oc þýðir nafnið Tranceval nákvæmlega hið sama. Var það kaleikur kvöldmáltíðar- innar síðustu, sem laumað var út úr Montsegur á svartri nótt fyrir sjö öldum? Ef til vill verður það aldrei vitað með vissu. Hafi svo verið, þá er kaleikurinn kannski ennþá á þeim slóðum — falinn í einhverri gjótu Pýreneafjalla. Hann er hinzta dánargjöf fólks, sem var hrannmyrt sökum þess að það afneitaði ekki sannfæringu sinni. ☆ Galdraofsóknir í Emmenthal Framhald af bls. 20 þeirra eru vel þekktar bæði í Sviss og annars staðar. Rafmagns fyrir 8- tw. VIKAN 43 L

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.