Vikan


Vikan - 11.01.1968, Page 48

Vikan - 11.01.1968, Page 48
JOHNSON GENGUR ILLH AÐ LEYSA S-AMERÍKU- MÁLiN Nýlega sátu tuttugu amerískir utanríkis- ráðherrar á ráðstefnu í Buenos Aires, höfuð- borg Argentínu. Nokkur mál voru á dag- skrá, meðal annars það að blása lífi í OAS (samband Ameríkuríkjanna), og árangur var sá sem allir höfðu búizt við — enginn. Að vísu náðist samkomulag um eitt atriði: að forsetar Amerikuríkja skyldu hittast í Punta del Este í Uruguay. en ákveðinn fund- ardag gátu utanríkisráðherrarnir tuttugu ekki komið sér saman um. Fáir hafa trú á því að forsetarnir hafi betri erindislok en utanríkisráðherrarnir. Forsetafundurinn 1956 varð því sem næst árangurslaus. Það eru efnahagsmálin, sem mestu skipta í allri Rómönsku-Ameríku. Verðbólga, skort- ur á fjármagni til framkvæmda og menntuðu fólki, fólksfjölgunarsprenging, sem virðist ó- viðráðanleg eru nokkur helztu vandamálin, og þó mörg eftir ónefnd. Bandaríkin hafa lýst sig fylgjandi þeirri hugmynd að koma á fót rómansk-amerísku markaðabandalagi, en vilja ekki veita ákveð- in loforð um fjárhagslegan stuðning til langs tíma. Og það er efnahagsleg aðstoð, sem van- þróuðu ríkin sunnan við Bandaríkin þurfa á að halda. Eftir þrjátíu ár er búizt við að fólksfjöldinn þar verði kominn upp í sjö hundruð milljónir! Á ráðstefnunni í Buenos Aires var fyrst og fremst rætt samstarfið innan OAS. John- son forseti vill hleypa nýju lífi í sambandið, þannig að það komi einhverju í verk. Þess vegna vill stjórnin í Washington fá fram ýmsar breytingar á skipulagi sambandsins, til dæmis: Leyfi til handa framkvæmdaráðs OAS að grípa inn í deilur milli ríkja í Vesturálfu, til að hindra að úr þeim verði veruleg vand- ræði. Aukið vald lil handa framkvæmdastjóra sambandsins. sem enn sem komið er getur ekki tekið pólitískar ákvarðanir, frekar en ráðið. Að komið verði á fót samamerískum örygg- isher, sem hægt sé að grípa til ef háskalegar aðstæður skaþist einhvers slaðar í álfunni (til dæmis eins og í Dóminíku ekki alls fyrir löngu). Það var fyrirfram vitað að margir róm- ansk-amerískir stjórnmálamenn óttast að valdamikið OAS-ráð, sem aðsetur hafi í Washington, geti látið af bandarískri hálfu leiða sig til aðgerða, sem yrðu óvinsælar í hinum rómansk-amerísku ríkjunum. Þess vegna vilja þessi ríki heldur að utanríkis- ráðherrarnir annist öll meginmál sambands- ins sem fyrr, þótt svo að slíkt hafi í för með sér að allar aðgerðir þess verði heldur svifa- seinar. Ríki eins og Mexíkó og Chile hafa lengi verið andvíg því að komið yrði á fót sam- amerískum öryggisher. Mexíkó hefur meira að segja hótað að ganga úr sambandinu, ef ákvörðun um stofnun slíks hers yrði tekin. Þessi ríki og fleiri halda því fram, að svo fremi rómansk-amerísk og norður-amerísk ríki eigi að styðja hvert annað pólitískt, þá verði einnig að vera til efnahagslegur sátt- máli á milli þeirra. Bandaríkjamenn telja þetta rétt, en vilja ekki gefa víðtæk loforð um efnahagslegan stuðning. Þess vegna var fundurinn í Buenos Aires fyrirfram dæmdur til að mistakast. Hæpið er að samningur um bann við notk- un kjarnorkuvopna í Rómönsku-Ameríku. sem var um svipað leyti var gerður í Mexíkó- borg, hafi gert mikið til að efla samkomu- lagsandann. Fjórtán ríki undirrituðu þar sátt- mála, sem á að gera Rómönsku-Ameríku að svæði, þar sem engar tilraunir með eða framleiðslu á kjarnorkuvopnum eigi sér stað. En ekkert þeirra fimm ríkja, sem yfir kjarn- orkuvopnum ráða, undirritaði sáttmálann. Og Bandaríkin slógu því föstu, að samningur- inn skyldi hvorki taka til Púertóríkó eða Jómfrúareyja. Mikið djúp er staðfest milli Norður- og Suður-Ameríku, djúp sem efnahagslegar, fé- lagslegar og stjórnmálalegar aðstæður hafa skapað. Sú gjá er of breið til að nokkur forseti hafi það af að brúa hana í náinni framtíð. spc*r*’ Ahrifa- iirsæjgB rii^ar “■ v • ,y>: Wi M hryllings- skýpslur Hryllingsskýrslum um sígarettureikingar og afleiðingar þeirra rignir yfir heiminn. En tekur nokkur mark á þeim? Nei, ekki telj- andi. Ein síðasta rannsóknin á þessu sviði var gerð á vegum heilbrigðismálaráðuneytis Bandaríkjanna. Voru þar dregnar saman niðurstöður fjölda rannsókna, sem gerðar höfðu verið bæði í Bandaríkjunum og utan þeirra. Heildarniðurstöður: Hundruðustu og fimmtu hverja sekúndu deyr Bandaríkja- maður af afleiðingum sígarettureykinga. Ellefu milljón tilfelli langvarandi og ill- læknanlegra sjúkdóma, sem stafa af sömu orsök, eru tilkynnt árlega. Sígarettan kostar Bandaríkin sjötíu og sjö milljónir tapaðra vinnudaga árlega. Miðaldra maður, sem reykir pakka á dag, er í þrjátíu og fjórum sinnum meiri krabbameinshættu en sá, sem ekki reykir. En það virðist liggja tjóst fyrir að ekkert geti hrætt menn frá að reykja, að minnsta kcsti ekki þegar til lengdar lætur. Hinar löngu og kostnaðarsömu rannsóknir á síga- rettureykingunum eru þá varla til annars en að henda peningum í sjóinn. Þegar fyrsta hryllingsskýrslan um reyk- ingarnar kom út í Bandaríkjunum 1964, brá reykingamönnum um allan heim ónotanlega. Sígarettusalan í Bandaríkjunum og Svíþjóð hrökk niður um ellefu til tólf prósent. •—■ í Bandaríkjunum ákváðu stjórnarvöldin að á hvern pakka yrði prentuð lýsing á helztu hættunum af völdum reykinga. En þremur mánuðum eftir útkomu skýrsl- unnar var salan aftur komin í fyrra horf. Fólk var hætt að hugsa um hætturnar. 1 árslok 1966 var svo kornið, að mannkynið reykti meira en nokkru sinni fyrr. Kunnur læknir hefur haldið því fram, að auðveldara sé að fá fólk til að hætta reyk- ingum með því að benda því á hve dýrar þær séu, en með hinu að vekja athygli á hættun- um af völdum þeirra. * 125 milljónir.... Dýplingupinn snýp afflup Roger Moore, sem í fyrra gafst upp á að leika Dýrlinginn og dró sig í hlé, hefur nú ráðið sig aftur til hins sama starfa. Agnið: Um það bil 125 milljón- ir krónur, umreiknaðar í íslenzka pen- inga. Brezka sjónvarpsfyrirtækið ATV, sem áður framleiddi dýrlinginn, hefur nýlega undirritað lang-tímasamning við Mr. Moore og bandaríska sjónvarpsfyr- irtækið NBC, þess efnis að hefja að nýju framleiðslu á sjónvarpsþáttum um Dýr- linginn, byggðum á stuttum og löng- um sögum Leslie Charteris. Reiknað er með að gera 17—18 þætti á ári að minnsta kosti 5 næstu árin. 48 VIKAN 2- «*■

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.