Vikan - 11.01.1968, Síða 49
WH
Wallace: Harðari tök á negrum og forsvörum
N-Víetnams.
Hann vlll verða
George Wallace, fyrrverandi ríkisstjóri í
Alabama og að sögn einn rammasti negra-
hatari Norður-Ameríku, hefur nú hafizt
hnda um viðamikinn kosningaáróður fyrir
sjálfum sér sem forseta Bandaríkjanna.
Þegar ekki var hægt að kjósa hann lengur
fyrir ríkisstjóra í Alabama vegna ákveðinna
lagagreina þar að lútandi, kom hann mál-
um sínum svo sniðuglega í höfn, að kona
hans, sem haldin er krabbameini, var kjör-
in ríkisstjóri í hans stað. Nú hefur hann
hafið að breiða út sínar róttæku skoðanir
víðar en í Alabamafylki; ferðast nú vítt um
Bandaríkin með 16 manna lífverði úr ríkis-
lögreglu Alabama. f fyrstu var þeirri yfir-
lýsingu hans að berjast fyrir forsetastólnum
árið 1968 tekið með léttúð, en nú er hún
almennt litin alvarlegri augum.
Hann rekur baráttu sína undir herópinu:
Stand up for America. f Montgomery hefur
hann stofnað sér kosningaskrifstofu með 20
rnanna starfsliði. Enginn veit, hvaðan hon-
um kemur fjármagn til þess. Sjálfur hefur
hann sagt að hinir fátæku, hvítu í suður-
ríkjunum leggi honum lið með nokkrum
sparidollurum hver. En fáir trúa því, að hann
geti haldið kosningaskrifstofunni og 30 und-
irfyrirtækjum hennar gangandi á slíkum
ölmusum.
Hann leggur allt á það, að demokratar og
republkanar verði með mjög líkan áróður í
forsetakosningunum. Hann krefst aukinna
hervirkja í Víetnam, að forystumenn svert-
ingjaóeirða séu teknir fastari tökum (.,skjót-
ið negrana á staðnum, ef þeir víkja illu að
lögreglunni"), og að hver sá, sem mótmælir
þátttöku USA í Víetnamstríðinu verði kærð-
ur fyrir föðurlandssvik. Þetta fellur að því
er virðist í góðan jarðveg, skoðanakannanir
sýna, að margir Ameríkumenn hugsa ein-
mitt á þennan veg.
Hess var geðklofi.
Hann þagði um
velklndi Hess
Þekktur brezkur sálarfræðingur ljóstraði
nýlega upp um það að hann hefði, samkvæmt
greinilegri skipun frá Winston Churchill, þag-
að yfir því 1941, að Rudolf Hess var geð-
veikur.
Hess flúði í maí 1941 frá Þýzkalandi og
varpaði sér til skozkrar jarðar í fallhlíf. Enn
þann dag í dag veit enginn með vissu, hvers
vegna Hess, sem þá var staðgengill Hitlers,
flúði til Bretlands. Nú upplýsti dr. John
Rees, sem þá var sálfræðingur í brezka hern-
um, að Rudolf Hess hafi þjáðst af schixo-
freni eða persónuklofningi. Um leið og þetta
varð ljóst, komu boð frá hermálaráðuneyt-
inu, að Churchill óskaði ekki eftir, að þetta
kvisaðist. Hann óttaðist, að Hess yrði yfir-
lýstur veikur, og þá hefðu Bretar orðið að
senda hann aftur til Þýzkalands, samkvæmt
Gefnarsáttmálanum.
Churchill mælti einnig svo fyrir, að Hess
yrði rannsakaður á þann hátt, að það kæmi
upp um stríðsáætlanir Hitlers. Þetta mis-
heppnaðist þó alveg, að sögn Rees.
Hess er nú 73 ára. Síðan 1946 hefur hann
setið í fangelsinu í Spandau í Berlín, til að
afplána lífstíðar fangelsisdóm. Vestantjalds
hefur þess hvað eftir annað verið farið
leit, að hann yrði náðaður, en Rússar hafa
til þess svarað því með sínu uppáhalds orði:
— Njet.
Er Romney
búlnn að
um að hernaður Bandaríkjanna í landinu
væri nauðsynlegur, þótt sú skoðun stangað-
ist á við hans betri vitund. Romney nefndi
heilaþvottinn sem skýringu á því, að nú hef-
ur hann aftur snarsnúizt í Víetnammálinu,
hætt að vera „haukur“ en gerzt þess í stað
,,dúfa“.
Þetla hefur vakið mikla athygli í Banda-
ríkjunum og halda sumir því fram, að um-
mælin þýði pólitískan dauðadóm fyrir Rom-
ney. Jafnvel stjórnendur flokks hans eru á
þessari skoðun. Eða, segja gagnrýnendur
ríkisstjórans, hvað á að halda um stjórn-
málamann, sem viðurkennir opinberlega að
hann hafi látið leika á sig í þessari stuttu
ferð til Víetnam? Svo ítsöðulaus og dóm-
greindarlítill maður hefur ekkert í Hvíta
húsið að gera.
Romney hefur reynt að afsaka sig með
því að slá því fram, að raunar sé ekki hann
einn heilaþveginn, heldur bandaríska þjóð-
in eins og hún leggur sig, þar eð stjórnar-
völdin leyni hana sannleikanum um Víet-
namstríðið. — En það virðist ekki ætla að
hjálpa. Sjálft málgagn ríkisstjórans, Detroit
News, hefur snúizt gegn honum og skorað
á hann að hætta við að reyna að komast í
forsetastólinn.
1
Tannlæknirinn sagði við sjúkling sinn; — Þetta er
stærsta hola í tönn, sem ég hef nokkurn tíma séð
[— tíma séð —tíma séð — tíma séð —tíma séð ..
Þurfið þér endilega að éta þetta upp hvað eftir
nnað? spurði sjúklingurinn pirraður.
Eg sagði það ekki nema einu sinni, það er bara
jbergmálið í holunni, svaraði tannsi.
siKrydd
'gott í maga
George Romney, ríkisstjóri í Michigan,
sem talinn hefur verið hvað gæfulegastur af
hugsanlegum frambjóðendum repúblíkana
við næstu forsetakosningar í Bandaríkjunum,
er nú lalinn hafa spillt þeim möguleikum
heldur betur. Hann skýrði nýlega frá því á
blaðamannafundi, að hann hefði nánast ver-
ið „heilaþveginn" í kynnisför til Víetnam,
en þangað fór hann ásamt nokkrum fleiri
ríkisstjómm 1965. Þeir sem „heilaþvottinn“
önnuðust áttu að hafa verið hershöfðingjar
þeir og stjómmálamenn, sem hann ræddi
við meðan á heimsókninni stóð. Þessir gest-
gjafar hans eru sagðir hafa talið honum trú
Er mjög kryddaður matur hættulegur heils-
unni? Aldeilis ekki, segir virtur, þýzkur vís-
lindamaður. Kryddið hefur góð áhrif á lík-
mann.
Prófessor Hans Glatzel, yfirlæknir við hina
frægu Max Planck stofnun í Dortmund, álít-
ur að yfirleitt ættum við að snæða mun meira
krydd. Hann telur, að jafnvel sterkar krydd-
tegundir, svo sem sinnep, chile- og cayenne-
pipar hafi eingöngu jákvæð áhrif á melting-
arfærin. Þær örfa meltingarsafaframleiðsl-
una og flýta þannig fyrir meltingunni og
því, að úrgangsefnin fari sína leið. Jafnvel
ekki fólk, sem er í ströngum matarkúrum,
ætti að forðast krydd.
Tilraunir við Max Planck stofnunina hafa
sýnt, að krydd í mat hefur jákvæð áhrif á
hjartað og blóðrásina. Þar sem kryddefnin
koma í veg fyrir, eða að minnsta kosti draga
úr, slagkrafti hjartans, hafa þau sérlega góð
áhrif á meltingu feitmetis. Sömu tilraunir
hafa sýnt, að hormónaframleiðslan eykst og
verður réttari, og loks að kynþörfin og kyn-
getan vaxa í réttu hlutfalli við kryddmagnið
í matnum.
2. tbi. VIKAN 49