Vikan


Vikan - 25.01.1968, Page 11

Vikan - 25.01.1968, Page 11
koin í ljós íiö hann hafði tekið inn svo mikið af deyfandi lyfi, að það hefði nægt til að svæfa fjóra til sex meðalmenn. John Murphy hafði látið lífið, vegna þess að læknirinn hafði gefið honum svefn- töflur í staðinn fyrir verkjatöflur. Frú Murphy fékk 100.000 dollara skaðabætur. Lát Johns Murphys er ekki einsdæmi. Röng meðferð sjúklinga hefir alltaf verið alvarlegt vandamal, og nú á dögum er það í raun og veru ennþá alvarlegra en áður. Það eru alltaf möguieikar á því að læknir sé sakaður um ranga meðferð á sjúklingum, einhvern tíma á starfsferli sínum. Og það getur verið að þú sjálfur, eða einhver þér skyldur, leiti einhverntíma til lögfræðings, vegna mistaka læknis eða hjúkrunarfólks. í þessari grein verður fjall- að um mistök, sem hafa átt sér stað. Oft hafa orðið örlagarík mistök, vegna þess að læknir hefur gefið ranga sjúkdómsgreiningu. Tökum til dæmis mál James Horan, sem var hávaxinn, laglegur fyrrverandi hermaður í Koreu. Hann hafði særzt hættulega, þegar Kínverjar flæddu yfir Yalu og umkringdu herdeild hans við Chosin. Árið 1955 var Horan 26 ára. Hann hafði verið giftur í tvö ár, átti 6 mánaða gamla dóttur og var að undirbúa kaup á bensínstöð. nálægt Boston. Um veturinn 1955 vaknaði Horan af værum blundi við óþolandi kvalir í kjálkanum. Hann þuklaði á kinninni og fann að hún var upp- blásin, eins og stór appelsína. Hann flýtti sér á fætur og fór til her- spítalans, sem var nokkrar mílur frá heimili hans. Fyrr en varði var búið að röntgenmynda kinnina, læknir var búinn að svæfa hann, og þrjár skemmdar tennur dregnar úr honum. Þegar hann rankaði við sér, skömmu síðar, var hann eitthvað ruglaður í kollinum og svo máttlaus að hann gat varla hreyft sig. Hann tók varla eftir því að munnur hans var fullur af grisju. — Er allt í lagi með þig? spurði læknirinn. — Ja, ég er svolítið máttlaus, svaraði Horan. Hjúkrunarkona hjálpaði hon- um inn í hliðarherbergi, þar sem hann fékk að hvíla sig um stund, og þegar hann gat ekið heim, sagði læknirinn honum að passa vel sárið. — Ég skrifa fyrir þig lyfseð- il upp á sótthreinsandi efni, sem þú skolar munninn með aðra hverja klukkustund. Það er troð- ið grisju í götin þar sem tenn- urnar voru. Það er mjög áríðandi að grisjan fái að vera um kyrrt í einn eða tvo daga. Við gátum ekki hreinsað holurnar nógu vel og verðum að skola þær betur út seinna, þá verður engin hætta á blóðeitrun. — Allt í lagi, læknir, sagði Horan um leið og hann fór. Þrem dögum síðar kom hann aftur á sjúkrahúsið. — Ég hef kval- ir í maganum og svo er ég líka með verki um allan líkamann, sagði hann við lækninn. — Síðan tennurnar voru dregnar úr mér, hefi ég verið eitthvað ræfilslegur. En í gær leið yfir mig, og í morgun var ég kominn með hita og uppköst. Ég er líka með óþolandi höf- uðverk og alltaf löðursveittur. Læknirinn skoðaði Horan. — Ég get ekki séð að það sé neitt að þér, sagði hann. — Hitinn er ekki hár og blóðþrýstingur alveg eðlilegur. Það er einhver smávegis bólga í tannholdinu. Það getur verið, að þú hafir fengið inflúensu, hún er að ganga hér núna. Ég læt þig hafa lyfseðil upp á penisillin og svo skaltu halda þig í rúminu í nokkra daga, þá lagast þetta. — En læknir, ætlið þér ekki að rannsaka mig betur, mér líður óskaplega illa? spurði Horan. — Ég hef gert það, sem nauðsynlegt er, sagði læknirinn. — Sjáið þér til, sagði Horan ákafur. — Ég veit að ég er veikur. — Lofið mér að vera hér í nótt, mér finnst innyflin í mér, eða eitt- hvað, vera að renna frá mér. — Vitleysa, sagði læknirinn og stóð upp, til að gefa til kynna að hann hefði lokið máli sínu. — Það er ekkert að þér, nema smávægi- leg bólga, kannski einhver vírus. Við höfum ekki pláss í sjúkrahús- inu fyrir hvern sem er. Þótt þú hafir verið hermaður gefur það þér engin forréttindi. Horan fór heim, og dó tveim dögum síðar. Hann dó snemma Framhald á bls. 29. 4. tbi. VIKAN 11

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.