Vikan


Vikan - 25.01.1968, Side 17

Vikan - 25.01.1968, Side 17
Sums staðar brakaSi hátt í gólfinu. Hann óttaSist, að einhver leigjendanna heyrði það, færi á stúfana og héldi, að innbrotsþjófur væri á ferð. Kvöldið, sem hann ætlaði að sækja reipið, opnuðust dyr skyndilega og ófrýnilegt andlit birtist .... Af einhverri ástæðu hafði frú Midgelington dálæti á mér. Þegar ég lnigsa um það núna, dettur mér einna helzt í hug, að ástæðan hafi verið sú, að ég hafði aldrei kven- mann hjá mér í herberginu og var aldrei drukkinn og ruddalegur eins og hinir leigjendurnir. Hvað sem því líður var það staðreynd, að hún gerði mér ýmsa smávægilega greiða. ITún setti upp ný glugga- tjöld í herbergið mitt; hún kom með póstinn til mín; hún færði mér einu sinni hóstasaft, þegar ég fékk heiftar- legt kvef. Einu sinni gaf hún mér gamla, en ónotaða vasabók. Hún hélt kannski að ég gæti notað hana. Og satt að segja þótti mér þægilegt að skrifa ýmislegt til minnis í þessa gömlu vasabók. Oðru sinni færði hún mér að gjöf vasahníf, sem einhver leigjandi hafði skilið eftir í her- bergi sínu. Og dag nokkurn, þegar ég var kominn niður úr pappanum, sem ég hafði látið innan í skóna mína, kom hún til mín með skó og vildi selja mér þá fyrir einn dollara. Þeir voru að vísu of stórir á mig, en ég tók upp dollaraseðil og rétti henni tafarlaust. Yfirleitt hafði ég keypt mér skó á fornsölu, en nú hafði ég ekki lengur ráð á því. Eg var í standandi vandræðum; mér var alltaf kalt á fótunum; og skórnir þeir arna voru nær óslitnir. Ég gizkaði á, að einhver af leigjendunum hennar hefði farið í flýti og gleymt þeim í herbergi sínu. Veturinn gekk í garð, og það varð stöðugt kaldara í vinnunni hjá mér. Það lá við, að ég frysi í hel, þegar ég þurfti að standa úti á palli og hlaða vörum á fiutninga- bíla. Eg fór skjálfandi heim í herbergiskyrtuna mína, jafn- vel þótt ég hefði komið við á einhverri kránni á heim- leiðinni og fengið mér sjóðheitt kaffi. Og ekki tók betra við, þegar heim kom. Herbergið mitt var óupphitað. Um þetta leyti hafði ég skrifað smásögu, sem mér fannst bera af öllu því, sem mér hafði tekizt að hnoða saman. Ég sendi hana tafarlaust, en fékk hana endursenda að fáeinum dögum liðnum. Eg var orðinn því vanur að fá handritin mín endursend, en i þetta skipti féllust mér alveg hendur. í fyrsta skipti tók ég að örvænta um fram- tíð mína sem rithöfundur. Ég kom seint heim það kvöld og sat lengi á rúmfletinu mínu og hugsaði. Vonleysið náði tökum á mér. Eg svaf illa um nóttina. Mér fannst framtíðardraumar mínir hafa í einu vetfangi hrunið eins og spilaborg. Mér fannst ég vera heimskur og líf mitt einskis virði. Ég' var sannfærður um, að ekkert yrði úr mér. Ég liélt ósjálfrátt áfram að stunda vinnu mína, eins og vélmenni; fór að henni lokinni í kalt herbergið, settist í snjáðan hægindastól og starði sljóum augum út í loftið. Eg gat ekki sofið. Eg reyndi að lesa, en gat ekki fest hugann við lesturinn. Þetta var allt saman vonlaust og heimskulegt, T einu horninu á herbergiskytrunni lá lmiga af endursendum handritum. Eg ákvað að hætta að skrifa. Loks lagði ég í vana minn að ráfa fram og aftur um ganga hússins á nóttunni. Ég gekk framhjá þvottahúsinu, fram í anddyrið, upp og niður stigana. Mér fannst eins og ég væri að leita að einhverju, en hafði ekki minnstu hugmynd mn hvað það var. Eina nóttina tók ég eftir örmjóum stiga, sem lá upp á háaloft. Eg hlaut að hafa tekið eftir honum fyrr. Allt í einu var þessi stigi orðinn mér ómótstæðileg freisting. Eg klifraði upp hann þegar í stað, og fyrr en varði var ég staddur á ísköldu og koldimmu lofti. Dauft tunglsljós skein inn um lítinn og rykugan þakglugga. Ég svipaðist um í myrkrinu og gat naumlega greint bandspotta, sem hékk niður úr loftinu. Ég togaði í hann. Þá kviknaði dauft ljós á ofurlítilli peru. Eg hélt áfram að svipast um þarna á loftinu, leita að einhverju, sem ég vissi ekki hvað var. Ég virti fyrir mér ráftana í þakinu og dótið, sem þarna var geymt: brotin húsgögn, mölétin gólfteppi og ónýtar ferðatöskur. Ég dvaldist þarna góða stund og leit vandlega í kring- um mig. Loks kom ég auga á stóran járnkrók, sem rekinn var í rafta rétt hjá ljósaperunni. Ég varð síður en svo Pramhald á bls. 36. li y 4. tbi. yiKAN 17

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.