Vikan


Vikan - 25.01.1968, Page 22

Vikan - 25.01.1968, Page 22
r FRAMHALDSSAGAN 7. HLUTI EFTIR SERGE OG ANNE GOLON - TEIKNING BALTASAR W: MASTER AUBIN, BÖÐULLINN, ER VENJULEGA TILTÆKUR FYRIR HVERT ÞAÐ HRYLLINGSVERK, SEM TIL FELLUR I PARÍS. AH, ÞAÐ ER NÚ MAÐUR, SEM ER ÞJÁLFAÐUR í ÞEIM LISTUM AÐ SLÍTA TAUGAR OG VÖÐVA OG BEINA FÓLKI EFTIR ÞEIM BEINA OG ÞRÖNGA STÍG, SEM KON- UNGUR VOR HEFUR ÁKVEÐIÐ. . . . A — Vaknaðu. Láttu ekki sem þú skiljir ekkert! Ég kom mjög nærri ' , - þér í Candia, að visu með grímu. Þú þekktir mig ekki, og ég fékk A aídrei'j;áðrúm til að gera uppskátt um, hver ég var. En hvað nú? 'BTatUíj.blind ... Eða brjáluð? Já, brjáiuð, hugsaði Angelique, því frammi fyrir sér sá hún standa mann, sem með einhverjum djöfullegum hætti leit út eins og Joffrey de Peyrac. Þetta elskaða andlit, sem hafði lifað henni svo lengi í hjarta, hafði smám saman orðið óljóst og horfið, því hún hafði aldrei átt mynd til að minna hana á svip hans. Nú var hlutunum snúið við. Hún hafði andlitsdrætti hans, ótrú- lega nákvæma, fyrir augunum. Þarna var hátt og fallega lagað nef- ið, þykkar, stríðnislegar varirnar, kinnbeinin og kjálkarnir og yfir öllu hálfmött húðin, sem er svo algeng meðal íólks frá Aquitaine, og örið kunnuglega, sem hún renndi fingrinum svo iðulega eftir í eina tíð. En nú fann hún enga svörun í hjarta sér. — Þú hefur engan rétt til þess arna, hvíslaði hún. — Þú hefur eng- ann rétt til að bregða á þig svipmóti hans til að snúa á mig. — Hættu þessu óráði. Hversvegna neitarðu að þekkja mig? Hún barðist móti þessari hættulegu ofsjón. — Nei, nei. Þú ert ekki hann. Hann var með hár ........... Já, hann hafði griðarmikið svart hár, sem umlukti andlit hans. — Hárið? Ég lét klippa af mér þann óþægindalubba fyrir langa löngu. Það er ekki í tízku hjá sjóræninjum að vera með sítt hár. — En hann ........ hann var fatlaður, hrópaði hún. — Það er hægt að klippa á sér hárið, breyta andlitsdráttum, en það er ekki hægt að láta of stuttan fót spretta. Engu að síður rakst ég á lækni, sem vann þetta kraftaverk á mér. Lækni í rauðum einkennisbúningi. Þú hafðir einnig þá ánægju að hitta hann! Og þegar hún þagði enn, og skilningsleysið stafaði af ásjónu henn, ar, hrópaði hann: , — Böðullinn! Svo tók hann að æða um gólfið og tala, að því er virtist við sjálf- an sig. — Master Aubin, böðullinn, er venjulega tiltækur fyrir hvert það hryllingsverk, sem til fellur í París. Ah, ]>aÖ er nú maður, sem er þjálfaður í þeim listum að slíta taugar og vöðva og beina fólki eftir þeim beina og þrönga stíg, sem konungur vor hefur ákveðið. Ég haltraði vegna þess, að sinarnar í hnésbótinni voru krepptar. Eftir þrjár tarnir á pislarbekknum var öll hnésbótin ekki annað en eitt stórt, gapandi sár, og fatlaði fóturinn hafði ioks náð hinum. Hvílíkan fyrsta flokks böðul og hvílíkan fyrsta flokks konung höfum við! Það væri þó ekki fullkomlega satt að segja, að breytingin hefði átt sér stað þar og þá. Fullkomnunina á ég að þakka, framar öllum öðrum, vini minum Abd-el-Mechrat. En nú getur enginn séð að göngulag mitt sé frábrugðið göngulagi annarra manna, þegar ég er með ofurlítið þykkari sóla á öðru stígvélinu mínu. Þetta er afskaplega þægileg til- finning, þegar maður hefur haltrað í þrjátíu ár, að finna fast land undir fótum að lokum. Ég hafði aldrei látið mér detta í hug, að ég ætti eftir að njóta þess. Því eðlilegt göngulag fólks er nokkuð, sem það tekur sem gefið, en fyrir mig er það dagleg ánægja. Fyrst á eftir notaði ég hvert tækifæri til að hoppa og stökkva og láta eins og hirðfífl. Allt það, sem ég hefði þráð, þegar ég var fatlaður drengur, gat ég látið eftir mér, þegar ég var orðinn andstýggilegur maður. Og sérstaklega vegna þess, að líf sæfarans bauð upp á mörg tækifæri til að láta eftir sér slíka leiki. Það var eins og hann væri að tala við sjálfan sig, en nistandi augun hvikuðu aldrei af vaxkenndu andliti ungu konunnar. Og seimt var eins og hún hvorki heyrði til hans né skildi hann. Hann hafði aldrei látið sér detta i hug, að hún myndi verða svo gersamlega yfirkomin. Að lokum bærði Angelique varirnar: — En hvað um röddina hans! Hvernig geturðu sagt ............! Hann hafði svo dásamlega rödd, það man ég. Hún heyrði fyrir innri eyrum rödd hans, hljómmikla og bjarta rísa upp frá fortíðinni. Fyrir hugskotssjónum hennar birtist mynd af manni í rauðum flau- els klæðum, með þykkt, svart og mikið hár; hann stóð við endann á löngu veizluborði; það skein í hvítar tennurnar i ljómandi brosi, meðan hljómar bel canto ómuðu undir hvolfþaki fornu Toulouse- hallarinnar þeirra. Hve glöggt hún heyrði til hans! Það tók undir í höfði hennar af hljóðinu, af söknuði eftir söng hans, og því, sem hafði verið og hefði getað verið ....... — Hvar er röddin hans? Hvar er hin gullna rödd konungdæmis- ins? — DAUÐ! Beiskjan í röddinni gerði það að verkum, að þetta eina orð hljóm- aði enn afkáralegar en ella. Nei, Angelique myndi aldrei geta tengt þetta andlit röddinni hans. Hann tók sér stöðu fyrir framan hana og sagði næstum bliðlega: — Mannstu í Candia, þegar ég sagði þér að röddin mín hefði brostið, vegna þess að ég hefði kallað á nokkurn, sem var of langt í burtu? Ég hrópaði á guð ........ En í staðinn uppfyllti hann bæn mina — veitti mér lífið. Það var þegar ég stóð á tröppum Notre Dame. Ég hélt í alvöru, að síðasta stundin væri upp runnin, og ég hrópaði á guð. Ég var of veikur til að hrópa svona hátt, og rödd min brast. Drottin gaf og drottinn tók. Allt hefur sin skuldaskil. Þá varð hún allt í einu viss. Hann hafði minnt hana á hræðilega og ógleymanlega minningu, sem aðeins þau tvö áttu. Það var minningin um dæmdan mann, sem stóð á skyrtunni með lykkju um hálsinn, kominn til að iðrast á tröppum Notre Dame, fyrir fimmtán árum. Sú vesæla mannvera, dauðadæmd, sem var svo gersamlega ör- magna að böðullinn og presturinn urðu að halda honum uppi, var einn hlekkurinn í þeirri ótrúlegu tilviljanakeðju, sem tengdi saman greifann tigna frá Toulouse og sjóræningjann, sem stóð frammi fyrir henni núna. Þá sagði hún með rödd, sem hljómaði af ólýsanlegri undrun. — Ert þú ...... þá hlýtur þú að vera eiginmaður minn. 22 VIKAN 4 tbl

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.