Vikan


Vikan - 25.01.1968, Page 28

Vikan - 25.01.1968, Page 28
í NÆSTA TÖLUBLAÐI VIKUNNAR HEFST BIRTING ÚRDRÁTTAR ÚR ÞESSARI BÓK HINS KUNNA BANDARÍSKA RITHÖFUNDAR LEON UR- IS, SEM VAKIÐ HEFUR GÍFURLEGA ATHYGLI OG FEIKNA UMTAL VÍÐA UM HEIM. SAGAN ER AÐ VÍSU KÖLLUÐ SKÁLDSAGA, EN FJALLAR UM SANNSÖGULEGA ATBURÐI OG SJÁLFUR HEFUR HÖFUNDUR KALLAÐ HANA UPPLJÖSTRUN. HAFA FÁAR BÆKUR VERIÐ OFAR Á BAUGI UPP Á SÍÐKASTIÐ. Leon Uris er löngu þekkt- ur fyrir að taka fyrir há- pólitíska samtíðaratburði og klæða þá skáldsögu- búningi. Hann varð heims- frægur er hann sendi frá sér Exodus, sem fjallar um flutning Gyðinga til Pal- estínu og stofnun Israels- ríkis. Kvikmynd sem gerð var eftir þeirri sögu vakti mikla athygli og var með- al annars sýnd hérlendis. Onnur kunn skáldsaga eft- ir Uris er Herópið (Battle Cry). Nú hefur hann sent frá sér þriðja skáldverkið, Topaz, og er efniviður þess sóttur í hættulegustu stundir mannkynssögunn- ar fyrir nokkrum árum, er Sovétmenn höfðu komið fyrir eldflaugum á Kúbu og minnstu munaði að heiminum yrði hrundið út í gereyðingarbál þriðju heimsstyrjaldarinnar. Að- alhetjur sögunnar eru njósnarar stórveldanna og fleiri aðila, en líka koma þar fram per- sónur, sem eru eða hafa til skamms tíma verið ljóslif- andi í stórpólitísku lífi samtímans og allir ættu að kannast við, þótt nöfnum sé breytt. Enda fór hið kunna tímarit Time ekki dult með þá vissu sína að de Gaulle Frakklandsfor- seti væri ein söguhetjan. V 28 VIKAN 4' tbl-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.